ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. Innlent 25.7.2025 19:18
Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir hljóðið þungt í félagsmönnum hans vegna uppsagna sjómanna Einhamars í Grindavík. Forstjóri félagsins segir aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og sjómenn verði ráðnir á ný eftir að hafa unnið sex mánaða uppsagnarfrest. Þá verði stöður sameinaðar en sjómönnum ekki fækkað. Einar Hannes gefur lítið fyrir þessar skýringar. Innlent 25.7.2025 18:33
Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Í kvöldfréttum fjöllum við áfram um ástandið á Gasa, þar sem eitt af hverjum fjórum börnum er sagt vannært. Ísraelska þingið ályktaði í dag að innlima eigi Vesturbakkann og virðist útiloka friðsælar samvistir við Palestínumenn. Innlent 25.7.2025 18:09
Hneig niður vegna flogakasts Tónlistarmaðurinn Aron Can, sem hneig niður á sviði á bæjarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar í gærkvöldi, greinir frá því að hann hafi fengið flogakast. Hann segist hafa farið í blóðprufur og rannsóknir sem komu vel út þó þær skýri ekki flogakastið. Honum líði vel í dag. Innlent 25.7.2025 13:05
Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tókust á um þéttingu byggðar og húsnæðismál borgarinnar. Meðal þess sem kom upp voru heimsborgir á við Kaupmannahöfn en fyrrum borgarstjórinn hvatti Píratann til að flytja þangað. Innlent 25.7.2025 11:53
Lögreglan leitar tveggja manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af tveimur mönnum vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Innlent 25.7.2025 11:47
Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Gasa svæðinu og þá ákvörðun Frakklandsforseta að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Innlent 25.7.2025 11:41
Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Sextíu prósent þjóðarinnar eru óánægð með störf stjórnarandstöðunnar, ef marka má nýja skoðanakönnun Maskínu. 48 prósent segjast ánægð með störf ríkisstjórnarinnar, sem er sjónarmun meiri ánægja en hefur mælst áður. Innlent 25.7.2025 10:38
Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Upplýsingafulltrúi lyfjarisans Amgen, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, ber af sér sakir Kára Stefánssonar, fyrrverandi forstjóra, um njósnir á starfsmönnum fyrirtækisins. Innlent 25.7.2025 10:18
Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Lögreglu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um mann sem stóð við glugga fyrir utan stofu á heimili á höfuðborgarsvæðinu og starði inn. Hundurinn á heimilinu gerði húsráðanda vart. Innlent 25.7.2025 06:21
Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Virni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröð hefur hægt nokkuð á sér frá því í gærmorgun. Áfram gýs úr einum gíg og hraun rennur til austurs og suðausturs. Lítil eða hæg hreyfing er á ystu hraunjöðrum. Innlent 25.7.2025 06:11
Aron Can heill á húfi Tónlistarmaðurinn Aron Can er heill á húfi eftir að hafa hnigið niður á tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar fyrr í kvöld. Innlent 24.7.2025 23:40
„Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sundkappinn Sigurgeir Svanbergsson segist hafa átt sorglega lítið eftir af sundferð sinni yfir Ermarsundið þegar hann þurfti að hætta af öryggisástæðum. Hann er staðráðinn í að reyna aftur. Innlent 24.7.2025 23:05
Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir nýjar kannanir sýna það greinilega að kjósendum líki það vel að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga, sem sumir hafa kallað „kjarnorkuákvæðið“, hafi verið beitt af stjórnarflokkunum til að ljúka umræðum um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Innlent 24.7.2025 22:56
Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Fólk með fötlun lendir ítrekað í því að fá sektir fyrir að greiða ekki í bílastæði, þrátt fyrir að það þurfi ekki að borga. Formaður aðgengishóps segir atvik sem þessi ólíðandi. Innlent 24.7.2025 21:54
Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Vindorkuver á fjöllunum ofan Gilsfjarðar á Vestfjörðum fær grænt ljóst, samkvæmt tillögu sem ráðherra umhverfis- og orkumála hyggst leggja fram á Alþingi í haust. Þetta gæti orðið fyrsti stóri vindmyllugarðurinn á Íslandi sem rís á vegum einkaaðila. Innlent 24.7.2025 21:21
Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Tónleikar á tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar voru stöðvaðir nú á níunda tímanum og gestum gert að yfirgefa eitt tjaldið á svæðinu. Innlent 24.7.2025 20:46
Launaði neitun á gistingu með löðrungi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um einstakling sem lamdi starfsmann hótels í hverfi 105. Starfsmaðurinn mun hafa neitað honum um gistingu. Innlent 24.7.2025 19:22
Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan verið jafn lítið en fylgi Samfylkingarinnar eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Stuðningur bæði við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk minnkaði eftir þinglok. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði rýnir í könnunina í fréttatímanum. Innlent 24.7.2025 18:11
Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Aðeins tæp 29 prósent þjóðarinnar eru andvíg því að hefja olíu í íslenskri lögsögu á ný. Tæplega helmingur er því fylgjandi. Innlent 24.7.2025 16:46
Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Listamaðurinn Odee Friðriksson er hvergi af baki dottinn í baráttu sinni við Samherja vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. Hann ætlar með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði áfrýjunarbeiðni hans. Þá segir hann fréttaflutning Ríkisútvarpsins af málinu villandi. Innlent 24.7.2025 15:58
Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Gosvirkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur hægt á sér síðan í gærmorgun. Enn gýs úr einum gíg og rennur hraunið áfram til austurs og suðausturs. Hraunið dreifir sér á breiðunni innan við einn kílómetra frá gígnum en lítil hreyfing er á ystu jöðrum þess. Innlent 24.7.2025 15:49
Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Starfsfólki Vínbúðarinnar í Austurstræti var gert að klára vinnudaginn sinn eftir að maður lést í versluninni í síðustu viku. Stjórnendur ÁTVR harma að svo illa hafi verið brugðist við en segja að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp næsta dag. Innlent 24.7.2025 15:03
Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þjófnað úr skartgripabúð, hvaðan þjófarnir komust með talsverð verðmæti í gær. Á mánudag var einnig tilkynnt um skartgripaþjófa á ferð. Málin eru sögð sambærileg en ekki liggur fyrir hvort þau tengist. Innlent 24.7.2025 13:36