Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Svara á­kalli for­eldra

Seltjarnarnesbær hefur lagt af stað með aðgerðir til að bregðast við löngum biðlistum eftir leikskólaplássi í bænum. Bæjarstjóri segist vonast til þess að hægt verði að bæta við sextán nýjum plássum strax á næstu vikum. 

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­breytt dag­skrá á vorhátíð í Ár­borg

Það verður líf og fjör í Árborg næstu fjóra daga því bæjarhátíðin „Vor í Árborg“ hefst formlega í dag, sumardaginn fyrsta og stendur fram á sunnudag. Fjölbreytt dagskrá verður i boði fyrir alla aldurshópa enda um sannkallaða fjölskylduhátíð að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Leigu­bíl­stjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun

Leigubílstjóri og vinur hans hafa verið dæmdir í 2,5 árs fangelsi fyrir nauðgun. Leigubílstjórinn ók konu í híbýli hins mannsins í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga.

Innlent
Fréttamynd

Kastaði eggjum í bíl

Tilkynning um mann sem var að kasta eggjum í bíl barst lögreglustöð 4 í nótt, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ. Maðurinn fannst ekki.

Innlent
Fréttamynd

„Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði sig úr flokknum í dag. Sanna fagnar gagnrýni en segir engan árangur nást fari allur tíminn í naflaskoðun.

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­legir fjár­munir sveitar­fé­laga í öryggisvistanir

Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu manns og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Sviðsstjóri velferðarsviðs segir málflokkinn afar umfangsmikinn og löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna.

Innlent
Fréttamynd

Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húð­flúr í beinni

Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu einstaklinga og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við sviðsstjóra hjá borginni sem segir löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna.

Innlent
Fréttamynd

Eva Georgs ráðin dag­skrár­stjóri sjón­varps hjá RÚV

Eva Georgs Ásudóttir var í dag ráðin í starf dagskrárstjóra sjónvarps RÚV úr hópi 28 umsækjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef RÚV. Eva starfaði í tvo áratugi hjá Stöð 2 og síðustu árin sem sjónvarpsstjóri. Intellecta annaðist ráðningarferlið.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mæla hagræðingum og segja þær bitna á konum

Í umsögn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, um fjármálaáætlun 2026 til 2030 er fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar mótmælt nokkuð hressilega. Ríkisstjórnin er sögð ætla að draga úr umsvifum hins opinbera í hagkerfinu, án nokkurs rökstuðnings, á sama tíma og þarfir almennings aukast og verða flóknari.

Innlent
Fréttamynd

Skóflu­stunga að padelveislu í Kópa­vogi

Allt stefnir í að padelvöllum í Kópavogi fjölgi úr tveimur í tólf í ágúst og aðgengi þar með sexfaldist að íþróttinni vinsælu. Tennishöllin tekur skóflustungu að sex nýjum völlum á morgun en þar eru fyrir tveir vellir.

Innlent
Fréttamynd

Sól­veig Anna segir skilið við Sósíal­ista

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt sig úr Sósíalistaflokki Íslands. Hún bauð sig fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum og var nýverið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem er nátengt Sósíalistaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­sak­sóknari stað­festir niður­fellingu í stórri slysasleppingu

Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum á niðurfellingu rannsóknar á slysasleppingu sumarið 2023 þegar á annað þúsund eldislaxar sluppu úr kví Arctic Sea Farm ehf. á Patreksfirði. Lögreglustjóri gagnrýnir lögmenn veiðifélaga og fjölmiðla fyrir meint áhugaleysi í umfjöllun um málið.

Innlent
Fréttamynd

Tíufréttir heyra sögunni til

RÚV ætlar að hætta að senda út sjónvarpsfréttir klukkan tíu á kvöldin. Þá mun fréttatíminn sem er í dag klukkan sjö á kvöldin færast til klukkan átta.

Innlent