Innlent

Vissu ekki af kyn­ferðis­brotinu fyrr en lög­reglan hafði sam­band

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Maður sem er grunaður um að hafa nauðgað sex ára stúlku sætir enn gæsluvarðhaldi en foreldrar barnsins höfðu enga vitneskju um kynferðisbrotið þegar að lögregla hafði samband. Ljósmyndir af athæfinu fundust af lögreglufulltrúum í Evrópu og hófst rannsókn hér á landi í gegnum alþjóðlegt samstarf. 

Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Sýnar á slaginu 18:30.

Alþjóðamálin eru mörgum ofarlega í huga þessa dagana og kíkjum við til Davos í Sviss þar sem Bandaríkjaforseti fundaði með Úkraínuforseta í dag. Sérfræðingur fer yfir málið í myndveri. 

Framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun vonast til að endanlegt framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist í næsta mánuði og að smíði hennar fari þá á fulla ferð. Fyrirtækið hyggst jafnframt hefja stækkun þriggja eldri virkjana í ár.

Þrír af fjórum leikjum strákanna okkar í milliriðli Evrópumótsins verða leiknir á miðjum vinnudegi flestra landsmanna. Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins hefur þó ekki áhyggjur af því að togstreita skapist á vinnustöðum og segir leikina tækifæri til að styrkja liðsheild fyrirtækja.

Íbúi í Seljahverfi í Reykjavík hefur sett nýja vefsíðu í loftið þar sem sjá má kort af því sem hann kallar „raunverulegt ástand borgarinnar“. Hann segir um að ræða borgaralegt tilkynningakerfi og vonar að borgin bregðist við skemmdum.

Svo verðum við í beinni úr Tjarnarbíói þar sem leiksýningin Mergur er sýnd. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×