Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Breyta Kaffi Kjós í í­búðar­hús

Hjónin Hermann Ingólfsson og Birna Einarsdóttir eru búin að selja Kaffi Kjós og verður veitingastaðnum lokað í kjölfarið. Í tilkynningu á Facebook-síðu veitingastaðarins kemur fram að húsinu verði breytt í íbúðarhús.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim

Í tilefni af 30 ára afmæli Latabæjar ætlar Latibær í samstarfi við Hagkaup, Bónus og Banana að hefja sölu á íþróttanammi undir merkjum Latabæjar. Sala á namminu hefst þann 30. apríl um allt land. Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, segir í skoðun að framleiða einnig sérstaka rétti fyrir börn sem og rétti sem börn geta eldað sjálf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

VÍS opnar aftur skrif­stofu á Akra­nesi

VÍS opnar í sumar aftur þjónustuskrifstofu á Akranesi. Í tilkynningu frá VÍS kemur fram að skrifstofan verði að Dalbraut 1, í sama húsnæði og Íslandsbanki. Tilkynnt var um samstarf VÍS og Íslandsbanka í janúar. Með samstarfinu njóta viðskiptavinir beggja félaga sérstaks ávinnings í vildarkerfum. VÍS hefur ekki rekið skrifstofu á Akranesi frá árinu 2018.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervi­hnetti

OK býður nú upp á nýja þjónustu sem byggir á varaleið Farice um gervihnetti. Lausnin tryggir lágmarksnetsamband við útlönd ef fjarskiptasamband um alla sæstrengi við Ísland rofnar. Þjónustan er sérstaklega hönnuð með mikilvæga innviði og stofnanir í huga og veitir þeim aukið öryggi í fjarskiptum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðu­neytisins“

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt

Sigurður Gísli Björnsson hefur verið dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi og til greiðslu tæplega tveggja milljarða króna sektar fyrir stórfelld skattalagabrot í tengslum við rekstur fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmark. Um er að ræða eitt umfangsmesta skattamál Íslandssögunnar.

Viðskipti innlent