Viðskipti innlent

Fréttamynd

Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða

Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og húsin að Hafnarstræti 10, 12 og 14. Söluverð húsanna er 2,85 milljarðar króna. Landsbyggð ehf. er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Húsið er þriðja fyrrverandi bankaútibúið sem félög tengd Kristjáni kaupir af Landsbankanum.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sjó­mönnum sagt upp: Skipu­lags­breytingar vegna veiðigjalda

Öllum fjórum sjómönnum Einhamars í Grindavík var sagt upp störfum um mánaðamótin. Að sögn eigandans er þó aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og öllum verði boðin staða á ný um áramótin að loknum sex mánaða uppsagnarfresti. Ástæður breytinganna séu minnkandi aflaheimildir og hækkuð veiðigjöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Play í frjálsu falli

Gengi hlutabréfa flugfélagsins Play hafði lækkað um 38 prósent klukkan 10 í morgun, þegar markaðir höfðu verið opnir í hálftíma. Í gær gaf Play út neikvæða afkomuviðvörun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­runinn muni taka langan tíma

Kvika banki og Arion banki gera ráð fyrir að samrunaferli félaganna tveggja muni taka þónokkurn tíma en tilkynnt var þann 6. júlí að stjórnir félaganna hefðu ákveðið að hefja viðræður um sameiningu félaganna og undirritað viljayfirlýsingu þess efnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur

Hagnaður Magnum opus ehf., félags í eigu kvikmyndatónlistarhöfundarins Atla Örvarssonar, nam 764 milljónum króna í fyrra. Höfundarréttartekjur námu tæplega milljarði króna og stjórn leggur til að Atla verði greiddar 410 milljónir króna í arð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Virði Icelandair hrapar eftir upp­gjör

Hlutabréfavirði Icelandair hefur lækkað um rúm sextán prósent í dag eftir birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs í gær. Hagnaður eftir skatta nam 1,7 milljarði króna, en stór hlut af honum var í formi skattalegrar inneignar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Við erum alls ekki í nokkru stríði“

Nýr framkvæmdastjóri bílastæðafyrirtækisins Parka segir fyrirtækið ekki í stríði við neytendur. Ábendingar í úrskurði Neytendastofu í síðasta mánuði hafi verið mikilvægar og starfsmenn séu allir af vilja gerðir til að gera þjónustu Parka sem þægilegasta fyrir neytendur. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seldi í­búðina og keypti Bitcoin í staðinn

Bergþór Másson, athafnamaður, hlaðvarpsstjórnandi, lífskúnster og umboðsmaður hefur selt íbúð sína og tekið ákvörðun um að leigja í staðinn. Hann telur að peningum sínum sé betur borgið í öðrum fjárfestingarkostum en fasteignum, og hefur hann meðal annars verið ötull talsmaður rafmynta.

Viðskipti innlent