Netverslun með áfengi

Sjö ár frá síðustu stefnuræðu Bjarna sem forsætisráðherra
Bjarni Benediktsson flytur fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra síðan 2017 á Alþingi í kvöld. Meðal mála á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar í haust er frumvarp um verslun með áfengi á netinu, en málið var til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun.

Póstur í rugli?
Það vakti nokkra undrun þegar Íslandspóstur kynnti sérstaklega samstarf sitt við fyrirtæki sem stundar ólöglega smásölu áfengis. Alveg einstaklega vanhugsaður og óviðeigandi gjörningur af hálfu fyrirtækis sem er í eigu almennings.

Pósturinn dreifir áfengi
Pósturinn hefur frá því í vor dreift áfengi fyrir Smáríkið, netverslun sem selur áfengi. Fólk sem fær áfengi sent heim með póstinum er krafið um rafræna auðkenningu við afhendingu.

Málið runnið undan rifjum „afdankaðrar ríkisstofnunar“
Forsvarsmenn netverslunarinnar Sante, sem höndlar með áfengi, hafa engar áhyggjur af því að mál tveggja áfengisnetverslanna séu komin á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mál tveggja áfengisnetverslana komin á borð ákærusviðs
Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kærum á hendur tveimur netverslunum sem selja áfengi er lokið. Mál þeirra eru nú á borði ákærusviðs embættisins.

Lýðheilsuhugsjónin
Varhugaverð þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri í sölu og afhendingu áfengis hér á landi í formi netsölu. Um einkasölufyrirkomulag með áfengi á smásölustigi gilda lög. Markmið þeirra er að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist m.a. á bættri lýðheilsu, samfélagslegri ábyrgð og vernd ungs fólks.

Aðgerðir heilbrigðisstétta og aðgerðaleysi lífeyrissjóða
Lögum samkvæmt er smásala áfengis á vegum ÁTVR. Ekki annarra. Netverslun með áfengi er hins vegar sögð lögleg ef um raunverulega netverslun er að ræða og þá frá öðru ríki.

Skora á yfirvöld að bregðast við aukinni netsölu áfengis
Svokölluð breiðfylking félaga heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka skora á yfirvöld að bregðast við aukinni netsölu á áfengi. Fylkingin hefur miklar áhyggjur af fyrirhugaðri áfengissölu í Hagkaupum sem á að hefjast á næstu dögum.

Krefjast þess að ráðherra dragi fyrirmæli sín til lögreglu til baka
Eigendur netverslunarinnar Sante.is hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við „óeðlileg afskipti ráðherra af lögreglurannsókn.“ Í bréfinu er þess krafist að fyrirmæli ráðherrans til lögreglunnar verði dregin til baka og að ráðuneytið fjarlægi bréfið sem hann sendi lögreglunni af opinberum vefsvæðum.

Opið bréf til stjórnarformanns Haga
Ágæti Eiríkur. Bakkar þú upp þá frétt sem fór í loftið á visir.is í fyrradag, um að Hagkaup ætli að hefja sölu áfengis á næstu dögum?

Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum
Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á.

Afstaða Sjálfstæðismanna á skjön við lýðheilsustefnu stjórnvalda
„Standa þarf vörð um íslenska forvarnarmódelið og gagnreynda áfengisstefnu sem m.a. felst í takmörkun á aðgengi með því að viðhalda einkasölufyrirkomulagi ríkisins,“ segir í nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um áætlun um framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára.

Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst
Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst.

Áfengisumræða?
Undanfarið hafa átt sér stað endurteknar umræður um verslun með áfengi. Í þessum áfanga má segja að ÁTVR hafi slegið tóninn og ýmsir sungið með, þ. á m. stjórnmálamenn, hver með sínu nefi.

Opið bréf til félagsmanna og stjórna lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir eiga ekki að fjárfesta í fyrirtækjum sem framleiða eða selja áfengi, því það vinnur gegn markmiðum og stefnu þeirra.

Dómsmálaráðherran og réttarríkið
Mér finnst núverandi dómsmálaráðherra vera á herfilegum villigötum.

Til hamingju með daginn!
Í dag 16. júní 2024 eru nákvæmlega fjögur ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda.

Atvinnulífið og fíkniefnasalan
12. júní birtist á Vísi grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda skrifar. Þar ávítar greinarhöfundur tvo ráðherra í ríkistjórn, annan vegna hvalveiðanna og hinn ráðherrann vegna beiðnar hans til lögreglu varðandi þá netverslun með áfengi sem ber mest á nú um stundir.

Lýðheilsufræðingar segja aukið aðgengi að áfengi alvarlegt mál
Félag lýðheilsufræðinga hefur gefið út yfirlýsingu vegna aukins aðgengis að áfengi, þar sem þeir segja að upp sé komin alvarleg staða í samfélaginu. Aukningin sem hafi orðið á aðgengi að áfengi sé þvert á lýðheilsustefnu og brjóti í bága við lög í landinu.

„Þetta er óboðlegt og það á að hafa afleiðingar“
Það er algjörlega fráleitt að ráðherrar reyni að beita sér gegn lögreglu og ráðherra sem það gerir þarf að sæta ábyrgð. Þetta segir þingmaður Viðreisnar. Ríkisstjórnin þurfi að sameinast um stefnu um verslun með áfengi, svo íslensk fyrirtæki sitji við sama borð og erlend. Heilbrigðisráðherra telur fjármálaráðherra ekki hafa gert mistök með því að senda erindi um málið til lögreglu.

„Ríkisstjórnin verður að hætta að hringja í lögregluna“
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn beindi fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Fyrirspurnin sneri meðal annars að bréfaskrifum Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra til lögreglunnar. Hún snéri þá uppá mál sitt og minnti á afskipti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þá dómsmálaráðherra af vinnubrögðum lögreglu.

Willum blandar sér í málið og útskýrir bréfið
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur nú blandað sér í umræðu ráðherra um netsölu áfengis með tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem hann fer yfir bréfið sem hann sendi Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra fyrr í þessum mánuði. Bréfið varð til þess að Sigurður Ingi sendi lögreglu erindi um málið.

Erindi ráðherra hafi engin áhrif á rannsókn sem lýkur fljótlega
Áfengissala í netverslun hefur verið til rannsóknar og á borði lögreglu í þrjú ár og 360 daga en fimm netverslanir eru nú undir eftirliti lögreglu. Erindi sem Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi lögreglunni varðandi málið hefur lítil sem engin áhrif á rannsókn lögreglunnar.

„Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert“
Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins.

Guðrún vill lagabreytingar ekki pólitísk afskipti
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt og hollt að minna stjórnmálamenn og alla sem vinna í stjórnmálum á það að meðferð sakamála geti aldrei lotið pólitískum afskiptum. Það segir Guðrún um yfirlýsingu sína sem birtist á vef stjórnarráðsins um það sama.

Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu
Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn.

Ekkert bús í búðir!
Fjölmörg samtök, stofnanir og einstaklingar hafa vakið máls á þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf fyrir mörgum árum; að fá vín í búðir. Má þar nefna samtökin Fræðsla og forvarnir, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum og ýmsar breiðfylkingar forvarnasamtaka sem hafa unnið gott starf á málefnalegum og faglegum grunni til að halda lýðheilsusjónarmiðum varðandi áfengissölu á lofti.

Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi.

Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar
Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun.

Muni gera meiri kröfur til áfengiskaupenda en flestir aðrir
Framkvæmdastjóri Hagkaups segir áhyggjur af áformum um netsölu áfengis í verslun keðjunnar skiljanlegar að einhverju leyti. Þess vegna verði gerðar ítrustu kröfur til þeirra sem vilja versla þar áfengi, sem hann segir meiri en aðrir á áfengismarkaði geri.