Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar 7. maí 2025 06:00 Nýleg svör fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn undirritaðrar um kostnað ríkisins vegna málaferla ÁTVR gegn heildsölum vekja upp alvarlegar spurningar um ábyrgð og stjórnsýslu ríkisins. Þar kom fram að ríkið hefur greitt milljónir króna í málskostnað vegna mála sem það hefur tapað – þar á meðal mál þar sem Hæstiréttur hefur dæmt að synjun ÁTVR á vörum innflytjanda hafi verið ólögmæt. Það sem vekur mesta athygli er þó ekki fjárhagslegi kostnaðurinn heldur það, að ÁTVR hefur ekki enn brugðist við dómi Hæstaréttar. Þrátt fyrir að dómurinn hafi fellt ákvörðun ÁTVR úr gildi, virðist stofnunin halda fast við fyrri synjun. Þarna erum við að horfa upp á opinbera stofnun sem virðir ekki niðurstöðu æðsta dómsvalds landsins. Við búum í réttarríki. Dómar Hæstaréttar eru ekki tillögur – þeir eru bindandi. Það hlýtur að vekja spurningar: Ef það er ekki ráðherra sem ábyrgð á því að stofnun í ráðuneyti hans fylgi lögum, hver þá? Er það virkilega þannig að stofnanir geti starfað í tómarúmi ábyrgðar? Við verðum að skoða hvort það fyrirkomulag sem ríkisfyrirtæki eins og ÁTVR starfa undir – með lögbundna einokun, en í formi ohf. – stuðli að minni gagnsæi og ábyrgð. Og við verðum að tryggja að stjórnsýslan virði dómstóla og grundvallarreglur réttarríkisins. Þetta er ekki spurning um eitt fyrirtæki eða eitt mál – heldur traust á stjórnsýsluna í heild. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Netverslun með áfengi Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg svör fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn undirritaðrar um kostnað ríkisins vegna málaferla ÁTVR gegn heildsölum vekja upp alvarlegar spurningar um ábyrgð og stjórnsýslu ríkisins. Þar kom fram að ríkið hefur greitt milljónir króna í málskostnað vegna mála sem það hefur tapað – þar á meðal mál þar sem Hæstiréttur hefur dæmt að synjun ÁTVR á vörum innflytjanda hafi verið ólögmæt. Það sem vekur mesta athygli er þó ekki fjárhagslegi kostnaðurinn heldur það, að ÁTVR hefur ekki enn brugðist við dómi Hæstaréttar. Þrátt fyrir að dómurinn hafi fellt ákvörðun ÁTVR úr gildi, virðist stofnunin halda fast við fyrri synjun. Þarna erum við að horfa upp á opinbera stofnun sem virðir ekki niðurstöðu æðsta dómsvalds landsins. Við búum í réttarríki. Dómar Hæstaréttar eru ekki tillögur – þeir eru bindandi. Það hlýtur að vekja spurningar: Ef það er ekki ráðherra sem ábyrgð á því að stofnun í ráðuneyti hans fylgi lögum, hver þá? Er það virkilega þannig að stofnanir geti starfað í tómarúmi ábyrgðar? Við verðum að skoða hvort það fyrirkomulag sem ríkisfyrirtæki eins og ÁTVR starfa undir – með lögbundna einokun, en í formi ohf. – stuðli að minni gagnsæi og ábyrgð. Og við verðum að tryggja að stjórnsýslan virði dómstóla og grundvallarreglur réttarríkisins. Þetta er ekki spurning um eitt fyrirtæki eða eitt mál – heldur traust á stjórnsýsluna í heild. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun