Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2024 12:07 Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Nýju vínbúðarinnar, sem lögregla hafði afskipti af í gær. Vísir/vilhelm Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. Greint var frá því í gær, á öðrum degi jóla, að lögregla hefði haft afskipti af nokkrum netverslunum með áfengi og látið loka fyrir afgreiðslu. Þetta var gert á grundvelli áfengislaga og reglugerða sem kveða á um að áfengisútsölustaðir skuli meðal annars vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og á öðrum í jólum í gær. Nýja vínbúðin er ein netverslananna sem lögregla hafði afskipti af. Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, eiganda Nýju vínbúðarinnar. „Þeir komu þarna óforvarandis, lögreglan, og vildu stöðva afhendingu á áfengi sem keypt hafði verið gegnum netsölu, því var harðlega mótmælt,“ segir Sveinn Andri. Fólk aðeins að sækja vöru Sveinn Andri segir kjarna málsins þann að Nýja vínbúðin sé erlend netverslun, þar sem fólk geti keypt áfengi. Eins og hjá öðrum netverslunum geti fólk svo mætt á tiltekinn afhendingarstað og náð í áfengið, eins og hefðbundnari varning í póstbox. „Ágreiningur við lögreglu snerist um það að við bentum á að þarna væri ekki verið að selja áfengi á jólafrídegi heldur væri fólk þarna að koma og sækja vöru sem það hefði keypt í erlendri netverslun, á sömu frídögum og verslanir almennt. Um þetta snerist þetta og mér sýnist lögregla hafa einhvern veginn hrökklast frá.“ Ágreiningur hefur verið um lögmæti netsölu áfengis almennt. Sveinn Andri segir ljóst að skýra þurfi lagaramann. Nýja vínbúðin muni halda sinni starfsemi til streitu yfir hátíðarnar næstu daga. „Þetta er mjög skýrt. Ef löggjafinn vill banna svona netsölu þá verður löggjafinn að setja um það lagaákvæði en ekki leggja það á hendur lögreglu að fylgja eftir mjög óskýrum lagaheimildum fyrir slíku banni.“ Netverslun með áfengi Lögreglumál Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. 26. desember 2024 18:59 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Greint var frá því í gær, á öðrum degi jóla, að lögregla hefði haft afskipti af nokkrum netverslunum með áfengi og látið loka fyrir afgreiðslu. Þetta var gert á grundvelli áfengislaga og reglugerða sem kveða á um að áfengisútsölustaðir skuli meðal annars vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og á öðrum í jólum í gær. Nýja vínbúðin er ein netverslananna sem lögregla hafði afskipti af. Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, eiganda Nýju vínbúðarinnar. „Þeir komu þarna óforvarandis, lögreglan, og vildu stöðva afhendingu á áfengi sem keypt hafði verið gegnum netsölu, því var harðlega mótmælt,“ segir Sveinn Andri. Fólk aðeins að sækja vöru Sveinn Andri segir kjarna málsins þann að Nýja vínbúðin sé erlend netverslun, þar sem fólk geti keypt áfengi. Eins og hjá öðrum netverslunum geti fólk svo mætt á tiltekinn afhendingarstað og náð í áfengið, eins og hefðbundnari varning í póstbox. „Ágreiningur við lögreglu snerist um það að við bentum á að þarna væri ekki verið að selja áfengi á jólafrídegi heldur væri fólk þarna að koma og sækja vöru sem það hefði keypt í erlendri netverslun, á sömu frídögum og verslanir almennt. Um þetta snerist þetta og mér sýnist lögregla hafa einhvern veginn hrökklast frá.“ Ágreiningur hefur verið um lögmæti netsölu áfengis almennt. Sveinn Andri segir ljóst að skýra þurfi lagaramann. Nýja vínbúðin muni halda sinni starfsemi til streitu yfir hátíðarnar næstu daga. „Þetta er mjög skýrt. Ef löggjafinn vill banna svona netsölu þá verður löggjafinn að setja um það lagaákvæði en ekki leggja það á hendur lögreglu að fylgja eftir mjög óskýrum lagaheimildum fyrir slíku banni.“
Netverslun með áfengi Lögreglumál Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. 26. desember 2024 18:59 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. 26. desember 2024 18:59