Áfengi og tóbak

Fréttamynd

Opið bréf til val­kyrjanna þriggja

Hér eru nokkur hvatningarorð til valkyrjanna og valkyrjustjórnar þeirra, að stjórnarsáttmálinn tali skýrt um lýðheilsu og standi vörð um forvarnir í landinu, sérstaklega áfengisforvarnir.

Skoðun
Fréttamynd

Kæri Grímur Gríms­son – saka­maður gengur laus?

Til hamingju með kjörið, með óskum um velfarnað í mikilvægum verkum . Af hverju skrifa ég þér opið bréfi? Jú, fyrir ári síðan, 21 desember í fyrra, kærði ég sjálfan mig fyrir ólögleg áfengiskaup í gegnum netsölu á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Hana­stél á lúxus­hóteli talið hafa valdið eitrun

Lögreglan á Fídji rannsakar nú bráð veikindi sjö erlendra ríkisborgara á sama fimm stjörnu hótelinu. Talið er að fólkið hafi orðið fyrir eitrun af völdum áfengs hanastéls. Stutt er síðan erlendir ferðamenn létust af tréspíraeitrun í Laos.

Erlent
Fréttamynd

ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neyt­endum

Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum.

Neytendur
Fréttamynd

FA klagar Willum Þór til um­boðs­manns

Félag atvinnurekenda hefur sent umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna reglugerðar Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, sem hann undirritaði í lok október. Félagið telur ráðherra, sem nú situr í starfsstjórn, ganga alltof langt í forræðishyggjuátt og að hann troði meðal annars á stjórnarskrárvörðum eignar- og atvinnuréttindum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki púað á Snorra

Ein mest lesna frétt fréttavefsins Mannlífs um þessar mundir er undir fyrirsögninni „Púað á Snorra“. Eitthvað er það málum blandið og við ritun og birtingu fréttarinnar gerði Reynir Traustason ritstjóri þau örmu mistök að upplýsa um heimildarmann sinn – í ógáti.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan bannaði bjór á B5

Samband ungra framsóknarmanna fékk ekki að bjóða upp á áfengi þegar kosningamiðstöð þeirra var opnuð við Bankastræti 5 í gær. Formaðurinn segir að einhverjir hafi verið súrir þegar þeir gátu eingöngu fengið óáfenga drykki á staðnum en þeir boða til nýrrar veislu í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar átta árum án hugbreytandi efna

Tónlistarkonan og Eurovision-farinn, Elín Eyþórsdóttir, fagnaði þeim tímamótum í gær að hafa verið án hugbreytandi efna í átta ár. Elín greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hana.

Lífið
Fréttamynd

Fram­bjóð­endur ræða á­fengis- og vímuefnamál

SÁÁ býður frambjóðendum allra flokka í pallborð þar sem talað verður um viðhorf og væntingar frambjóðenda til áfengis-og vímuefnameðferðar, endurhæfingar, forvarna og skaðaminnkunnar. Beina útsendingu frá pallborðinu má sjá í fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

Tapaði miklum peningum í vínbransanum

Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA, segist hafa tapað miklum peningum með því að taka sér hlé frá uppistandi og hefja rekstur vínbars við Hverfsigötu. Lærdómurinn hafi verið mikilvægur.

Lífið
Fréttamynd

Leggur hristarann á hilluna eftir mótið

Grétar Matthíasson keppir um helgina í Heimsmeistaramótinu í kokteilagerð í Madeira í Portúgal. Keppninni lýkur á sunnudag. Grétar hefur ákveðið að leggja kokteilahristarann á hilluna eftir keppninni og taka að sér þjálfun.

Lífið
Fréttamynd

Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra?

Nú þegar alþingiskosningar nálgast vilja sumir gera sölu áfengis að kosningamáli, og sérstaklega þá sölu áfengis á netinu og í matvöruverslunum. Það væri að mörgu leyti mjög jákvætt ef kosningabaráttan yrði til þess að vönduð, opinber umræða skapaðist um þetta mál.

Skoðun
Fréttamynd

Van­nærð og veik af á­fengis­neyslu eftir vetur­setu í Evrópu

Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir á Landspítalanum, segir áfengissýki ört stækkandi vandamál hjá öldruðum. Það hafi víðtæk áhrif á fólk og aðstandendur. Sumir hafi glímt við þetta alla ævi en aðrir leiðist út í aukna neyslu áfengis á eldri árum. Anna Björg fór yfir þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða stjórn­mála­leið­togi væri besti drykkju­fé­laginn?

Flestir myndu vilja fá sér drykk með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, af formönnum stjórnmálaflokkanna. Næst flestir myndu vilja drekka með Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. Þó myndu enn fleiri ekki vilja drekka með neinum af stjórnmálaleiðtogunum.

Lífið
Fréttamynd

Sex milljarðar í tekjur af nikó­tíni á næsta ári

Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld.

Neytendur
Fréttamynd

Reyna að ná til ný­búa til að Ís­land verði fyrsta reyk­lausa þjóðin

Prófessorar og sérfræðingar í krabbameini og reykleysi segja brýnt að ná til innflytjenda hérlendis þar sem reykingar eru mun algengari en almennt gerist í landinu. Markmiðið að gera Ísland að reyklausri þjóð sé innan seilingar. Fyrirtæki eru hvött til að nálgast myndskreitta bæklinga á þremur tungumálum og kynna fyrir starfsfólki.

Innlent
Fréttamynd

Lagarammi um lög­brot

Rómverjar voru lengi vel með óskrifuð lög. Þegar veldi þeirra stækkaði og varð flóknara varð að koma á betri röð og reglu í samfélaginu. Fyrstu rómversku lögin “lex duodecim tabularum” voru kunngjörð árið 449 fyrir Krist og skráð á tólf bronstöflur. Menn þurftu ekki lengur að munnhöggvast, heldur voru nú komin lög sem urðu strax öflugt stjórntæki.

Skoðun