Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. janúar 2026 20:27 Viðar Örn með boltann í leik gegn Víkingi á síðasta tímabili. Vísir/Anton Brink Viðar Örn Kjartansson, atvinnumaður í knattspyrnu til margra ára, hefur opnað sig um baráttu sína við áfengis- og spilafíkn. Viðar Örn veitti Fótbolta.net ítarlegt viðtal þar sem hann greindi frá vandræðum sínum síðustu ár. Hann segir hlutina hafa ágerst hratt í kringum COVID faraldurinn (um 2020-21) en þá flutti fjölskylda hans heim til Íslands á meðan Viðar hélt áfram að spila fótbolta erlendis. Þá varð hann einmana og byrjaði að drekka meira og veðja, sem vatt síðan upp á sig og hafði þung áhrif á hann. „Ég var orðinn einn úti, lífið varð minna spennandi og það þróaðist út í gambla og meiri drykkju. Ég missti svolítið stjórnina á tilverunni“ sagði Viðar. Viðar Örn spilaði sem atvinnumaður erlendis frá 2013-24. Mynd: Maccabi Tel Aviv Eftir á að hyggja sér hann eftir því að hafa ekki komið fyrr heim til Íslands og leitað sér aðstoðar. Þegar Viðar flutti síðan sjálfur til Íslands árið 2024 tók hann sinn „kafla í skemmtanalífinu og flutti svo til Akureyrar og gekk til liðs við KA, staðráðinn í að spyrna mér af botninum… en svo missteig ég mig inn á milli, enda ætlaði ég mér bara svolítið að taka þetta á hnefanum.“ Hann segist hafa verið í vandræðum fyrri hluta tímabilsins 2024 og tvisvar eða þrisvar lent í því að sofa yfir sig eða „eitthvað svoleiðis sem olli því að ég spilaði ekki næsta leik.“ Tók sig fyrst saman sumarið 2024 En um mitt tímabil 2024 tók hann sig saman, kynntist stelpu og vildi standa sig. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, segir líka marktækar breytingar hafa sést hjá Viðari á þeim tíma og hrósar honum fyrir framkomu sína innan sem utan vallar. „Hann spilaði sem dæmi frábærlega í bikarúrslitaleiknum [í september] og á mikinn þátt í velgengninni 2024“ sagði Hallgrímur. Þjálfarinn segir líka misskilnings gæta um ástæður þess að Viðar spilaði lítið með KA á síðasta tímabili og samningur hans við félagið var ekki framlengdur. Það hafi ekkert haft með vandamál Viðars að gera heldur samsetningu liðsins. Leitaði sér aðstoðar 2025 Viðar leitaði sér svo aðstoðar á síðasta ári, þegar hann byrjaði að sækja fundi fyrir spilafíkla og lagðist svo inn á Vog í áfengismeðferð eftir að tíma hans hjá KA lauk um haustið 2025. „Punkturinn yfir i-ið var að fara í meðferðina. Ég fór á Vog og fannst frábært að hafa gert það. Ég stunda AA-fundi, hef farið á fundi vegna spilafíknarinnar og er reglulega hjá sálfræðingi. Svo taka við tólf sporin, þetta tengist allt. Ég er orðinn mjög meðvitaður um þetta allt saman, meðferðin var svolítið til að loka hringnum og nú held ég áfram á fundum 2-3 sinnum í viku. Það heldur manni við efnið" sagði Viðar. Þakkar fjölskyldunni stuðninginn Hann eignaðist barn með Sylvíu Rós Arnarsdóttur skömmu áður en hann fór í meðferð og segir fjölskyldu sína hafa veitt sér mikinn stuðning. View this post on Instagram Nú segist Viðar finna mikinn mun á sér, samanborið við manninn sem hann var fyrir átján mánuðum síðan, hann er þó meðvitaður um hvað gerist ef hann heldur sér ekki við efnið. “Ég horfi á þetta þannig að ég sé búinn með þennan kafla í lífinu, en er meðvitaður um að ég þarf að vera duglegur að minna mig á hvernig gæti farið ef ég er ekki með hausinn upp á tíu. Ég mæli eindregið með því að leita sér aðstoðar hjá fagmönnum" sagði Viðar. Hann er orðinn 35 ára gamall en ætlar að klára leikmannaferilinn af krafti og kveðst vera í hörkustandi, þó aðeins vanti upp á leikformið. Undanfarið hefur hann æft með Selfossi en er í leit að samningi. Viðtal Viðars Arnar við Fótbolta.net má finna í heild sinni hér. Besta deild karla KA Áfengi Fjárhættuspil Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Viðar Örn veitti Fótbolta.net ítarlegt viðtal þar sem hann greindi frá vandræðum sínum síðustu ár. Hann segir hlutina hafa ágerst hratt í kringum COVID faraldurinn (um 2020-21) en þá flutti fjölskylda hans heim til Íslands á meðan Viðar hélt áfram að spila fótbolta erlendis. Þá varð hann einmana og byrjaði að drekka meira og veðja, sem vatt síðan upp á sig og hafði þung áhrif á hann. „Ég var orðinn einn úti, lífið varð minna spennandi og það þróaðist út í gambla og meiri drykkju. Ég missti svolítið stjórnina á tilverunni“ sagði Viðar. Viðar Örn spilaði sem atvinnumaður erlendis frá 2013-24. Mynd: Maccabi Tel Aviv Eftir á að hyggja sér hann eftir því að hafa ekki komið fyrr heim til Íslands og leitað sér aðstoðar. Þegar Viðar flutti síðan sjálfur til Íslands árið 2024 tók hann sinn „kafla í skemmtanalífinu og flutti svo til Akureyrar og gekk til liðs við KA, staðráðinn í að spyrna mér af botninum… en svo missteig ég mig inn á milli, enda ætlaði ég mér bara svolítið að taka þetta á hnefanum.“ Hann segist hafa verið í vandræðum fyrri hluta tímabilsins 2024 og tvisvar eða þrisvar lent í því að sofa yfir sig eða „eitthvað svoleiðis sem olli því að ég spilaði ekki næsta leik.“ Tók sig fyrst saman sumarið 2024 En um mitt tímabil 2024 tók hann sig saman, kynntist stelpu og vildi standa sig. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, segir líka marktækar breytingar hafa sést hjá Viðari á þeim tíma og hrósar honum fyrir framkomu sína innan sem utan vallar. „Hann spilaði sem dæmi frábærlega í bikarúrslitaleiknum [í september] og á mikinn þátt í velgengninni 2024“ sagði Hallgrímur. Þjálfarinn segir líka misskilnings gæta um ástæður þess að Viðar spilaði lítið með KA á síðasta tímabili og samningur hans við félagið var ekki framlengdur. Það hafi ekkert haft með vandamál Viðars að gera heldur samsetningu liðsins. Leitaði sér aðstoðar 2025 Viðar leitaði sér svo aðstoðar á síðasta ári, þegar hann byrjaði að sækja fundi fyrir spilafíkla og lagðist svo inn á Vog í áfengismeðferð eftir að tíma hans hjá KA lauk um haustið 2025. „Punkturinn yfir i-ið var að fara í meðferðina. Ég fór á Vog og fannst frábært að hafa gert það. Ég stunda AA-fundi, hef farið á fundi vegna spilafíknarinnar og er reglulega hjá sálfræðingi. Svo taka við tólf sporin, þetta tengist allt. Ég er orðinn mjög meðvitaður um þetta allt saman, meðferðin var svolítið til að loka hringnum og nú held ég áfram á fundum 2-3 sinnum í viku. Það heldur manni við efnið" sagði Viðar. Þakkar fjölskyldunni stuðninginn Hann eignaðist barn með Sylvíu Rós Arnarsdóttur skömmu áður en hann fór í meðferð og segir fjölskyldu sína hafa veitt sér mikinn stuðning. View this post on Instagram Nú segist Viðar finna mikinn mun á sér, samanborið við manninn sem hann var fyrir átján mánuðum síðan, hann er þó meðvitaður um hvað gerist ef hann heldur sér ekki við efnið. “Ég horfi á þetta þannig að ég sé búinn með þennan kafla í lífinu, en er meðvitaður um að ég þarf að vera duglegur að minna mig á hvernig gæti farið ef ég er ekki með hausinn upp á tíu. Ég mæli eindregið með því að leita sér aðstoðar hjá fagmönnum" sagði Viðar. Hann er orðinn 35 ára gamall en ætlar að klára leikmannaferilinn af krafti og kveðst vera í hörkustandi, þó aðeins vanti upp á leikformið. Undanfarið hefur hann æft með Selfossi en er í leit að samningi. Viðtal Viðars Arnar við Fótbolta.net má finna í heild sinni hér.
Besta deild karla KA Áfengi Fjárhættuspil Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira