Áfengisstefnu breytt með lögbrotum Einar Ólafsson skrifar 2. október 2024 07:32 Nú um mánaðamótin lagði dómsmálaráðherra fram í samráðsgátt drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum (vefverslun með áfengi).. Þetta er merkilegt lagafrumvarp. Með því kemur fram það álit dómsmálaráðherra að sú vefverslun með áfengi sem hefur viðgengist undanfarin ár sé ólögleg. Að öðrum kosti þyrfti varla að breyta lögum til að gera hana löglega! Í greinargerð með frumvarpinu, 1. kafla, segir: „Aftur á móti gerir löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir [þ.e. „að flytja inn áfengi erlendis frá, t.d. í gegnum vefverslanir“] vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það er starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila.“ Í greinargerðinni, 2. kafla, er bent á að almenningi sé heimilt samkvæmt lögum að flytja áfengi til landsins til einkaneyslu og þar með panta það erlendis frá og fá það afhent „að áfengis- og innflutningsgjöldum uppgerðum“. Auðvitað hefur þó verið fyrirhafnarminna að fara bara í ríkið þótt einhverjir hafi nýtt sér þessa heimild líklega fyrst og fremst til að panta sér tegundir sem ekki hafa fengist í ríkinu. Það hefur hins vegar viðgengist um árabil að einkaaðilar flytji inn áfengi, hafi það á lager og viðskiptavinurinn geti fengið það sent heim hálftíma eftir að hann pantar það. Það er auðvitað allt annað en að bíða eftir sendingu erlendis frá og í því felst lögbrotið, það er að afgreiða af lager innanlands. Sem sagt, lögbrotið hefur viðgengist um árabil, en í stað þess að lögreglan og ákæruvaldið bregðist við því ætlar ráðherrann bara að láta það hverfa með lagabreytingu. Hitt er líka athyglisvert að með þessu er ráðherrann að fara nýja leið til að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis. Þetta hefur lengi verið stefna margra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem þó hefur aldrei náð fram að ganga þar sem það felur í sér veigamiklar breytingar á þeirri stefnu í áfengismálum sem hér hefur verið lögbundin (í greinargerð, 3. kafla, er reyndar sagt að frumvarpið feli „ekki í sér beinar tillögur um breytingu á áfengisstefnu“). Þetta er ekki kallað afnám á einkaleyfi ríkisins heldur „breyting á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda“ (1. kafli greinargerðar). En í raun skiptir litlu máli hvort einkaaðilar geta sett upp vínbúð með afgreiðsluborði og peningakassa eða posa eða látið viðskiptavininn borga gegnum netið og sækja svo vöruna eða fá hana heimsenda. Vissulega er ekki lagt til að matvöruverslanir geti stillt upp víni með öðrum vörum í hillunum. Að sjálfsögðu væri miklu eðlilegra að afnema einfaldlega einkaleyfi ríkisins til smásölu á áfengi en setja þau skilyrði að salan fari fram í sérstökum verslunum. Að binda þetta við vefverslun er bara orðhengilsháttur. Hvort það er borgað gegnum vefinn í tölvunni eða símanum eða bara með peningum eða korti á staðnum skiptir engu máli. Svo virðist vera að seinagangurinn við rannsókn þessa einfalda lögbrots sé einfaldlega til þess að gefa ráðherra Sjálfstæðisflokksins tækifæri til að læða þessari lagabreytingu inn nánast bakdyramegin. Það er umhugsunarvert hvernig lögreglan og ákæruvaldið hafa þannig gengið erinda þeirra sem vilja afnema einkaleyfi ríkisins á áfengi. Auðvitað má deila um stefnuna í áfengismálum og fyrirkomulagið á sölu áfengis en þessi aðferð til að koma í gegn breytingum er afar hallærisleg og lyktar illa, frekar eins og kogari en vandað vín. Svo má auðvitað benda á að Áfengisverslun ríkisins hefur að undanförnu fjölgað verslunum úti á landi til að koma til móts við þá sem þar búa. Með þessu afnámi á einkaleyfi hennar er grafið undan rekstri hennar og henni þar með gert erfiðara að þjóna viðskiptavinum um allt land, en um leið er nokkuð ljóst að fólk utan helstu þéttbýlisstaða muni varla geta pantað á netinu og fengið sent heim samdægurs, hvað þá innan hálftíma. Það er reyndar athyglisvert að í greinargerð, kafla 6, er sagt að ekki hafi „farið fram mat á því hver áhrif frumvarpsins kunni að verða á áfengissölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins“. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Nú um mánaðamótin lagði dómsmálaráðherra fram í samráðsgátt drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum (vefverslun með áfengi).. Þetta er merkilegt lagafrumvarp. Með því kemur fram það álit dómsmálaráðherra að sú vefverslun með áfengi sem hefur viðgengist undanfarin ár sé ólögleg. Að öðrum kosti þyrfti varla að breyta lögum til að gera hana löglega! Í greinargerð með frumvarpinu, 1. kafla, segir: „Aftur á móti gerir löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir [þ.e. „að flytja inn áfengi erlendis frá, t.d. í gegnum vefverslanir“] vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það er starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila.“ Í greinargerðinni, 2. kafla, er bent á að almenningi sé heimilt samkvæmt lögum að flytja áfengi til landsins til einkaneyslu og þar með panta það erlendis frá og fá það afhent „að áfengis- og innflutningsgjöldum uppgerðum“. Auðvitað hefur þó verið fyrirhafnarminna að fara bara í ríkið þótt einhverjir hafi nýtt sér þessa heimild líklega fyrst og fremst til að panta sér tegundir sem ekki hafa fengist í ríkinu. Það hefur hins vegar viðgengist um árabil að einkaaðilar flytji inn áfengi, hafi það á lager og viðskiptavinurinn geti fengið það sent heim hálftíma eftir að hann pantar það. Það er auðvitað allt annað en að bíða eftir sendingu erlendis frá og í því felst lögbrotið, það er að afgreiða af lager innanlands. Sem sagt, lögbrotið hefur viðgengist um árabil, en í stað þess að lögreglan og ákæruvaldið bregðist við því ætlar ráðherrann bara að láta það hverfa með lagabreytingu. Hitt er líka athyglisvert að með þessu er ráðherrann að fara nýja leið til að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis. Þetta hefur lengi verið stefna margra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem þó hefur aldrei náð fram að ganga þar sem það felur í sér veigamiklar breytingar á þeirri stefnu í áfengismálum sem hér hefur verið lögbundin (í greinargerð, 3. kafla, er reyndar sagt að frumvarpið feli „ekki í sér beinar tillögur um breytingu á áfengisstefnu“). Þetta er ekki kallað afnám á einkaleyfi ríkisins heldur „breyting á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda“ (1. kafli greinargerðar). En í raun skiptir litlu máli hvort einkaaðilar geta sett upp vínbúð með afgreiðsluborði og peningakassa eða posa eða látið viðskiptavininn borga gegnum netið og sækja svo vöruna eða fá hana heimsenda. Vissulega er ekki lagt til að matvöruverslanir geti stillt upp víni með öðrum vörum í hillunum. Að sjálfsögðu væri miklu eðlilegra að afnema einfaldlega einkaleyfi ríkisins til smásölu á áfengi en setja þau skilyrði að salan fari fram í sérstökum verslunum. Að binda þetta við vefverslun er bara orðhengilsháttur. Hvort það er borgað gegnum vefinn í tölvunni eða símanum eða bara með peningum eða korti á staðnum skiptir engu máli. Svo virðist vera að seinagangurinn við rannsókn þessa einfalda lögbrots sé einfaldlega til þess að gefa ráðherra Sjálfstæðisflokksins tækifæri til að læða þessari lagabreytingu inn nánast bakdyramegin. Það er umhugsunarvert hvernig lögreglan og ákæruvaldið hafa þannig gengið erinda þeirra sem vilja afnema einkaleyfi ríkisins á áfengi. Auðvitað má deila um stefnuna í áfengismálum og fyrirkomulagið á sölu áfengis en þessi aðferð til að koma í gegn breytingum er afar hallærisleg og lyktar illa, frekar eins og kogari en vandað vín. Svo má auðvitað benda á að Áfengisverslun ríkisins hefur að undanförnu fjölgað verslunum úti á landi til að koma til móts við þá sem þar búa. Með þessu afnámi á einkaleyfi hennar er grafið undan rekstri hennar og henni þar með gert erfiðara að þjóna viðskiptavinum um allt land, en um leið er nokkuð ljóst að fólk utan helstu þéttbýlisstaða muni varla geta pantað á netinu og fengið sent heim samdægurs, hvað þá innan hálftíma. Það er reyndar athyglisvert að í greinargerð, kafla 6, er sagt að ekki hafi „farið fram mat á því hver áhrif frumvarpsins kunni að verða á áfengissölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins“. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar