Áfengisstefnu breytt með lögbrotum Einar Ólafsson skrifar 2. október 2024 07:32 Nú um mánaðamótin lagði dómsmálaráðherra fram í samráðsgátt drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum (vefverslun með áfengi).. Þetta er merkilegt lagafrumvarp. Með því kemur fram það álit dómsmálaráðherra að sú vefverslun með áfengi sem hefur viðgengist undanfarin ár sé ólögleg. Að öðrum kosti þyrfti varla að breyta lögum til að gera hana löglega! Í greinargerð með frumvarpinu, 1. kafla, segir: „Aftur á móti gerir löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir [þ.e. „að flytja inn áfengi erlendis frá, t.d. í gegnum vefverslanir“] vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það er starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila.“ Í greinargerðinni, 2. kafla, er bent á að almenningi sé heimilt samkvæmt lögum að flytja áfengi til landsins til einkaneyslu og þar með panta það erlendis frá og fá það afhent „að áfengis- og innflutningsgjöldum uppgerðum“. Auðvitað hefur þó verið fyrirhafnarminna að fara bara í ríkið þótt einhverjir hafi nýtt sér þessa heimild líklega fyrst og fremst til að panta sér tegundir sem ekki hafa fengist í ríkinu. Það hefur hins vegar viðgengist um árabil að einkaaðilar flytji inn áfengi, hafi það á lager og viðskiptavinurinn geti fengið það sent heim hálftíma eftir að hann pantar það. Það er auðvitað allt annað en að bíða eftir sendingu erlendis frá og í því felst lögbrotið, það er að afgreiða af lager innanlands. Sem sagt, lögbrotið hefur viðgengist um árabil, en í stað þess að lögreglan og ákæruvaldið bregðist við því ætlar ráðherrann bara að láta það hverfa með lagabreytingu. Hitt er líka athyglisvert að með þessu er ráðherrann að fara nýja leið til að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis. Þetta hefur lengi verið stefna margra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem þó hefur aldrei náð fram að ganga þar sem það felur í sér veigamiklar breytingar á þeirri stefnu í áfengismálum sem hér hefur verið lögbundin (í greinargerð, 3. kafla, er reyndar sagt að frumvarpið feli „ekki í sér beinar tillögur um breytingu á áfengisstefnu“). Þetta er ekki kallað afnám á einkaleyfi ríkisins heldur „breyting á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda“ (1. kafli greinargerðar). En í raun skiptir litlu máli hvort einkaaðilar geta sett upp vínbúð með afgreiðsluborði og peningakassa eða posa eða látið viðskiptavininn borga gegnum netið og sækja svo vöruna eða fá hana heimsenda. Vissulega er ekki lagt til að matvöruverslanir geti stillt upp víni með öðrum vörum í hillunum. Að sjálfsögðu væri miklu eðlilegra að afnema einfaldlega einkaleyfi ríkisins til smásölu á áfengi en setja þau skilyrði að salan fari fram í sérstökum verslunum. Að binda þetta við vefverslun er bara orðhengilsháttur. Hvort það er borgað gegnum vefinn í tölvunni eða símanum eða bara með peningum eða korti á staðnum skiptir engu máli. Svo virðist vera að seinagangurinn við rannsókn þessa einfalda lögbrots sé einfaldlega til þess að gefa ráðherra Sjálfstæðisflokksins tækifæri til að læða þessari lagabreytingu inn nánast bakdyramegin. Það er umhugsunarvert hvernig lögreglan og ákæruvaldið hafa þannig gengið erinda þeirra sem vilja afnema einkaleyfi ríkisins á áfengi. Auðvitað má deila um stefnuna í áfengismálum og fyrirkomulagið á sölu áfengis en þessi aðferð til að koma í gegn breytingum er afar hallærisleg og lyktar illa, frekar eins og kogari en vandað vín. Svo má auðvitað benda á að Áfengisverslun ríkisins hefur að undanförnu fjölgað verslunum úti á landi til að koma til móts við þá sem þar búa. Með þessu afnámi á einkaleyfi hennar er grafið undan rekstri hennar og henni þar með gert erfiðara að þjóna viðskiptavinum um allt land, en um leið er nokkuð ljóst að fólk utan helstu þéttbýlisstaða muni varla geta pantað á netinu og fengið sent heim samdægurs, hvað þá innan hálftíma. Það er reyndar athyglisvert að í greinargerð, kafla 6, er sagt að ekki hafi „farið fram mat á því hver áhrif frumvarpsins kunni að verða á áfengissölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins“. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Nú um mánaðamótin lagði dómsmálaráðherra fram í samráðsgátt drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum (vefverslun með áfengi).. Þetta er merkilegt lagafrumvarp. Með því kemur fram það álit dómsmálaráðherra að sú vefverslun með áfengi sem hefur viðgengist undanfarin ár sé ólögleg. Að öðrum kosti þyrfti varla að breyta lögum til að gera hana löglega! Í greinargerð með frumvarpinu, 1. kafla, segir: „Aftur á móti gerir löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir [þ.e. „að flytja inn áfengi erlendis frá, t.d. í gegnum vefverslanir“] vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það er starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila.“ Í greinargerðinni, 2. kafla, er bent á að almenningi sé heimilt samkvæmt lögum að flytja áfengi til landsins til einkaneyslu og þar með panta það erlendis frá og fá það afhent „að áfengis- og innflutningsgjöldum uppgerðum“. Auðvitað hefur þó verið fyrirhafnarminna að fara bara í ríkið þótt einhverjir hafi nýtt sér þessa heimild líklega fyrst og fremst til að panta sér tegundir sem ekki hafa fengist í ríkinu. Það hefur hins vegar viðgengist um árabil að einkaaðilar flytji inn áfengi, hafi það á lager og viðskiptavinurinn geti fengið það sent heim hálftíma eftir að hann pantar það. Það er auðvitað allt annað en að bíða eftir sendingu erlendis frá og í því felst lögbrotið, það er að afgreiða af lager innanlands. Sem sagt, lögbrotið hefur viðgengist um árabil, en í stað þess að lögreglan og ákæruvaldið bregðist við því ætlar ráðherrann bara að láta það hverfa með lagabreytingu. Hitt er líka athyglisvert að með þessu er ráðherrann að fara nýja leið til að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis. Þetta hefur lengi verið stefna margra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem þó hefur aldrei náð fram að ganga þar sem það felur í sér veigamiklar breytingar á þeirri stefnu í áfengismálum sem hér hefur verið lögbundin (í greinargerð, 3. kafla, er reyndar sagt að frumvarpið feli „ekki í sér beinar tillögur um breytingu á áfengisstefnu“). Þetta er ekki kallað afnám á einkaleyfi ríkisins heldur „breyting á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda“ (1. kafli greinargerðar). En í raun skiptir litlu máli hvort einkaaðilar geta sett upp vínbúð með afgreiðsluborði og peningakassa eða posa eða látið viðskiptavininn borga gegnum netið og sækja svo vöruna eða fá hana heimsenda. Vissulega er ekki lagt til að matvöruverslanir geti stillt upp víni með öðrum vörum í hillunum. Að sjálfsögðu væri miklu eðlilegra að afnema einfaldlega einkaleyfi ríkisins til smásölu á áfengi en setja þau skilyrði að salan fari fram í sérstökum verslunum. Að binda þetta við vefverslun er bara orðhengilsháttur. Hvort það er borgað gegnum vefinn í tölvunni eða símanum eða bara með peningum eða korti á staðnum skiptir engu máli. Svo virðist vera að seinagangurinn við rannsókn þessa einfalda lögbrots sé einfaldlega til þess að gefa ráðherra Sjálfstæðisflokksins tækifæri til að læða þessari lagabreytingu inn nánast bakdyramegin. Það er umhugsunarvert hvernig lögreglan og ákæruvaldið hafa þannig gengið erinda þeirra sem vilja afnema einkaleyfi ríkisins á áfengi. Auðvitað má deila um stefnuna í áfengismálum og fyrirkomulagið á sölu áfengis en þessi aðferð til að koma í gegn breytingum er afar hallærisleg og lyktar illa, frekar eins og kogari en vandað vín. Svo má auðvitað benda á að Áfengisverslun ríkisins hefur að undanförnu fjölgað verslunum úti á landi til að koma til móts við þá sem þar búa. Með þessu afnámi á einkaleyfi hennar er grafið undan rekstri hennar og henni þar með gert erfiðara að þjóna viðskiptavinum um allt land, en um leið er nokkuð ljóst að fólk utan helstu þéttbýlisstaða muni varla geta pantað á netinu og fengið sent heim samdægurs, hvað þá innan hálftíma. Það er reyndar athyglisvert að í greinargerð, kafla 6, er sagt að ekki hafi „farið fram mat á því hver áhrif frumvarpsins kunni að verða á áfengissölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins“. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar