Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 22:31 Sigríður Á. Andersen er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Netverslun með áfengi hefur tekið stakkaskiptum með sérstöku „sýningarrými“ sem opnað var um helgina. Þingmaður Miðflokksins segir gott sparnaðarráð til ríkisstjórnarinnar vera að leggja niður ÁTVR. Enginn grundvöllur sé fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Í síðasta mánuði opnaði netverslunin Santé nýjan afhendingarstað í Skeifunni. Á afhendingarstaðnum er einnig sýningarsalur og geta viðskiptavinir því valið sér beint úr hillunni hvað þeir vilja kaupa, líkt og í hefðbundinni verslun. Eigandi Santé telur sig ekki brjóta lög með þessari nýju aðferð, þetta sé enn netverslun. „Þetta er alltaf netverslun vegna þess að við biðjum um rafræn skilríki og auðkennum fólk. Hér er ekki þannig að fólk setji í körfu og borgi á kassanum. Það er enginn búðarkassi hérna heldur er fólk gjarnan með eigin síma eða gerir þetta á iPad hér á staðnum,“ segir Arnar Sigurðsson, eigandi Santé. Arnar Sigurðsson er eigandi Sante.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, segir að þegar netverslanir séu orðnar svo líkar hefðbundnum verslunum sé enginn grundvöllur fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. „Það hlýtur að vera kærkomið sparnaðarráð, því nú er ríkisstjórnin að óska eftir sparnaðarráðum, að ríkið dragi sig alfarið úr sölu á áfengi og selji þessar áfengisverslanir sem eru orðnar. Hætti rekstrinum svo sjálft en hafi tekjurnar áfram af áfengissölunni,“ segir Sigríður. „Það heyrir auðvitað undir þingið og þinginu ber skylda til að afnema í orði það sem hefur verið afnumið á borði.“ Komi slíkt frumvarp frá ríkisstjórninni muni hún styðja það. „Þetta er mjög auðveld lagabreyting, það tekur ekki nema einn eða tvo daga að semja lagafrumvarp og afgreiða það svo á þessu þingi,“ segir Sigríður. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Alþingi Netverslun með áfengi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Í síðasta mánuði opnaði netverslunin Santé nýjan afhendingarstað í Skeifunni. Á afhendingarstaðnum er einnig sýningarsalur og geta viðskiptavinir því valið sér beint úr hillunni hvað þeir vilja kaupa, líkt og í hefðbundinni verslun. Eigandi Santé telur sig ekki brjóta lög með þessari nýju aðferð, þetta sé enn netverslun. „Þetta er alltaf netverslun vegna þess að við biðjum um rafræn skilríki og auðkennum fólk. Hér er ekki þannig að fólk setji í körfu og borgi á kassanum. Það er enginn búðarkassi hérna heldur er fólk gjarnan með eigin síma eða gerir þetta á iPad hér á staðnum,“ segir Arnar Sigurðsson, eigandi Santé. Arnar Sigurðsson er eigandi Sante.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, segir að þegar netverslanir séu orðnar svo líkar hefðbundnum verslunum sé enginn grundvöllur fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. „Það hlýtur að vera kærkomið sparnaðarráð, því nú er ríkisstjórnin að óska eftir sparnaðarráðum, að ríkið dragi sig alfarið úr sölu á áfengi og selji þessar áfengisverslanir sem eru orðnar. Hætti rekstrinum svo sjálft en hafi tekjurnar áfram af áfengissölunni,“ segir Sigríður. „Það heyrir auðvitað undir þingið og þinginu ber skylda til að afnema í orði það sem hefur verið afnumið á borði.“ Komi slíkt frumvarp frá ríkisstjórninni muni hún styðja það. „Þetta er mjög auðveld lagabreyting, það tekur ekki nema einn eða tvo daga að semja lagafrumvarp og afgreiða það svo á þessu þingi,“ segir Sigríður.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Alþingi Netverslun með áfengi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira