Hafnarmál

Fréttamynd

Köldu vatni hleypt á hafnar­svæðið

Byrjað er að hleypa köldu vatnið á kerfið á hafnarsvæðinu í Grindavík. Almannavarnir ítreka að mikilvægt er að eigendur fasteigna séu viðstaddir þegar vatni er hleypt á.

Innlent
Fréttamynd

Hnúfu­bakur í Hafnarfjarðarhöfn

Hnúfubakur hefur spókað sig um í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Hvalurinn hefur vakið mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem slíkur sést í höfninni.

Innlent
Fréttamynd

Vöktuðu bryggjuna í Grinda­vík í nótt

Starfsmenn Grindavíkurhafnar og Vísis vöktuðu Grindavíkurhöfn í nótt vegna hættu á flóðum af völdum lægðarinnar sem gekk yfir landið. Leyfi fékkst frá almannavörnum til þess að mæta fyrr í bæinn í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Grindavíkurhöfn dýpri og mikill hugur í hafnarstjóranum

Grindavíkurhöfn hefur dýpkað eftir jarðhræringar undanfarinna vikna. Bryggjurnar hafa sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra. Hafnarstjóri segir höfnina geta verið viðkvæmari fyrir flóðum en segir dýpkunina líka hafa ýmsa kosti í för með sér. Tekið verður á móti fyrsta skipi til löndunar síðan að bærinn var rýmdur á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt skip til Grinda­víkur fyrir sjó­manna­dag

Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík sjósetti nýtt skip, Huldu Björnsdóttur GK-11, á Spáni í gær. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að skipið komi siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bátar verði fluttir úr höfninni

Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar van­svefta við Sunda­höfn

Íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík urðu margir svefnvana vegna hávaða við Sundahöfn í nótt, ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum. Hafnarstjóri segir óvenju mikinn hávaða hafa mælst í höfninni.

Innlent
Fréttamynd

Hver eru sam­fé­lags­leg á­hrif skemmti­ferða­skipa?

Fagmennska er leiðarljós þeirra sem starfa innan ferðaþjónustunnar og árangurinn sýnir að ferðaþjónustan býr yfir þeirri hæfni sem þarf til að standast væntingar ferðamanna eða fara fram úr þeim. Eftir hápunkt sumarsins hefur eitthvað borið á því að stöku áhrifamenn í íslenskri ferðaþjónustu grípi til hugtaksins troðningstúrisma en það er sértaklega slæmt vegna þess að slíkur málflutningur er mjög skaðlegur fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­magnað sam­band skemmti­ferða­skipa

Það verða tímamót í dag í gömlu höfninni í Reykjavík við Faxagarð. Þá verður fyrsta skemmtiferðaskipið, Hurtigruten Expeditions, tengt við rafmagn í höfn en Faxaflóahafnir er ein af 2% hafna á heimsvísu með slíka tengingu.

Skoðun
Fréttamynd

Met í komum skemmti­ferða­skipa til Ísa­fjarðar

Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar.

Innlent
Fréttamynd

Vill nefna rostunginn Lalla

Ágúst Kárason, hafnarvörður á Sauðárkróki, vill nefna rostung, sem flatmagar nú á höfninni, í höfuðið á fyrrverandi hafnarverði. Starfsmenn hafnarinnar eru þegar farnir að kalla rostunginn nafninu Lárus, eða Lalli. 

Innlent
Fréttamynd

Annar vor­boði kominn til landsins

Tveimur dögum eftir að sagt var frá því að lóan væri komin til landsins hefur annar vorboði gert vart við sig. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár lagðist nefnilega við bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafnar­fjörður, fremstir í raf­væðingu

Fyrsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi var Reykdalsvirkjun í Hafnarfirði, árið 1904, og stigu Hafnfirðingar þá fyrsta skrefið í rafvæðingunni. Núna undanfarið hefur verið nokkur umræða, um mikla fjölgun skemmtiferðaskipa og mengun þeim fylgjandi.

Skoðun
Fréttamynd

Skemmti­ferða­skip í Reykja­vík greiði í takt við mengun

Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í met­ár í komu skemmti­ferða­skipa

Greinileg vaxtarleitni hefur verið í umferð skemmtiferðaskipa hér við land á síðustu árum, þótt Covid-faraldurinn hafi auðvitað þýtt tímabundna niðursveiflu. Í ár má gera ráð fyrir um um helmingi fleiri komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir en í fyrra og að farþegum fjölgi um allt að 80 prósent. Því er ekki ofmælt að stefni í afgerandi metár í þessari grein ferðaþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Ís­firðingar fengu loksins dýpkunar­skip

Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári.

Innlent