Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson, Gunnar Tryggvason og Pétur Ólafsson skrifa 13. nóvember 2024 09:31 Komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum. Þeim vexti hefur fylgt áskoranir fyrir samfélögin sem þessum skipum þjóna en jafnframt tækifæri fyrir hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki. Örlítill samdráttur virðist hafa verið á þessu ári og útlit fyrir að sama verði upp á teningnum á því næsta. Við þessar aðstæður ætla stjórnvöld nú að kalla fram mikla óvissu í greininni með tveimur skyndilegum breytingum á skattaumhverfi hennar. Höfundar þessarar greinar telja að vanda verði betur til við slíkar ákvarðanir og skora á Alþingi að fresta þeim áformum á meðan líkleg áhrif þeirra verði metin. Hafnir landsins eru í þann mund eða hafa þegar tekið ákvarðanir um stórar fjárfestingar sem ætlað er að þjónusta þessum geira, en mögulegt er að með þessum breytingum verði forsendur fyrir þeim ákvörðunum snúið á hvolf. Áskoranirnar sem skemmtiferðaskipum fylgja eru ýmiskonar, bæði varðandi áhrif þeirra á umhverfið og skattalega umgjörð og eðlilegt að gerðar séu auknar kröfur til þeirra vegna beggja þátta. Hins vegur hefur fyrrgreind aukning í komu skemmtiferðaskipa nokkra kosti sem vert er að hafa í huga: Í fyrsta lagi dreifa skemmtiferðaskip ferðamönnum betur um landið en aðrar greinar ferðaþjónustunnar. Þannig hafa bæjir og þorp fjarri SV-horni landsins notið góðs af komu þessara skipa. Í öðru lagi felst ákveðin áhættudreifing fyrir ferðaþjónustuna að hafa tekjur af þessari grein sem lítur öðrum lögmálum en ferðamenn sem koma með flugi. Að jafnaði bóka skipin komu sína með 4ra ára fyrirvara og því er fyrirsjánleikinn töluverður. Yfir 85% ferðamanna sem heimsækja Ísland koma um Keflavíkurflugvöll, flestir hinna með ferju til Seyðisfjarðar eða skemmtiferðaskipum. Einhverjum gæti þótt það of lítil áhættudreifing. Í þriðja lagi gista farþegar skemmtiferðaskipa um borð í skipinu á meðan viðkomu stendur og eru því ekki í samkeppni við almenning um húsnæði, en húsnæðisvandinn virðist vera eitt helsta viðfangsefni stjórnmálanna nú um stundir. Í fjórða lagi hefur losun frá ferjum og skemmtiferðaskipum verið felld undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (s.k. ETS-kerfi). Það þýðir að skipafélögin verða að vera sér úti um losunarkvóta hyggist þau sigla innan efnahagslögsögu ESB og EES ríkja. Ferðamaður sem kemur til Íslands með ferju eða skemmtiferðaskipi veldur því ekki aukningu í losun. Það gerir hann hins vegar komi hann fljúgandi því flug til og frá Íslandi hefur fengið undanþágu frá þessari innleiðingu. Eðlilegt er að hið opinbera horfi til þess að hámarka opinberar tekjur af komum skemmtiferðaskipa til landsins. Ólíklegt verður að teljast að þessi aðgerð leiði til þess, og hugsanlegt að hún leiði til hins gagnstæða og þar með aukinnar þarfar á annarri tekjuöflun hins opinbera eða niðurskurð útgjalda. Höfundar eru: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnafjarðarhafnar og formaður Hafnasambands Íslands Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum. Þeim vexti hefur fylgt áskoranir fyrir samfélögin sem þessum skipum þjóna en jafnframt tækifæri fyrir hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki. Örlítill samdráttur virðist hafa verið á þessu ári og útlit fyrir að sama verði upp á teningnum á því næsta. Við þessar aðstæður ætla stjórnvöld nú að kalla fram mikla óvissu í greininni með tveimur skyndilegum breytingum á skattaumhverfi hennar. Höfundar þessarar greinar telja að vanda verði betur til við slíkar ákvarðanir og skora á Alþingi að fresta þeim áformum á meðan líkleg áhrif þeirra verði metin. Hafnir landsins eru í þann mund eða hafa þegar tekið ákvarðanir um stórar fjárfestingar sem ætlað er að þjónusta þessum geira, en mögulegt er að með þessum breytingum verði forsendur fyrir þeim ákvörðunum snúið á hvolf. Áskoranirnar sem skemmtiferðaskipum fylgja eru ýmiskonar, bæði varðandi áhrif þeirra á umhverfið og skattalega umgjörð og eðlilegt að gerðar séu auknar kröfur til þeirra vegna beggja þátta. Hins vegur hefur fyrrgreind aukning í komu skemmtiferðaskipa nokkra kosti sem vert er að hafa í huga: Í fyrsta lagi dreifa skemmtiferðaskip ferðamönnum betur um landið en aðrar greinar ferðaþjónustunnar. Þannig hafa bæjir og þorp fjarri SV-horni landsins notið góðs af komu þessara skipa. Í öðru lagi felst ákveðin áhættudreifing fyrir ferðaþjónustuna að hafa tekjur af þessari grein sem lítur öðrum lögmálum en ferðamenn sem koma með flugi. Að jafnaði bóka skipin komu sína með 4ra ára fyrirvara og því er fyrirsjánleikinn töluverður. Yfir 85% ferðamanna sem heimsækja Ísland koma um Keflavíkurflugvöll, flestir hinna með ferju til Seyðisfjarðar eða skemmtiferðaskipum. Einhverjum gæti þótt það of lítil áhættudreifing. Í þriðja lagi gista farþegar skemmtiferðaskipa um borð í skipinu á meðan viðkomu stendur og eru því ekki í samkeppni við almenning um húsnæði, en húsnæðisvandinn virðist vera eitt helsta viðfangsefni stjórnmálanna nú um stundir. Í fjórða lagi hefur losun frá ferjum og skemmtiferðaskipum verið felld undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (s.k. ETS-kerfi). Það þýðir að skipafélögin verða að vera sér úti um losunarkvóta hyggist þau sigla innan efnahagslögsögu ESB og EES ríkja. Ferðamaður sem kemur til Íslands með ferju eða skemmtiferðaskipi veldur því ekki aukningu í losun. Það gerir hann hins vegar komi hann fljúgandi því flug til og frá Íslandi hefur fengið undanþágu frá þessari innleiðingu. Eðlilegt er að hið opinbera horfi til þess að hámarka opinberar tekjur af komum skemmtiferðaskipa til landsins. Ólíklegt verður að teljast að þessi aðgerð leiði til þess, og hugsanlegt að hún leiði til hins gagnstæða og þar með aukinnar þarfar á annarri tekjuöflun hins opinbera eða niðurskurð útgjalda. Höfundar eru: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnafjarðarhafnar og formaður Hafnasambands Íslands Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun