„Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. mars 2025 21:22 Hús við Nátthaga sem er umlukið sjó sem flætt hefur upp á land. Vísir/Bjarki Stór svæði eru á floti í Suðurnesjabæ eftir veðrið sem hefur gengið þar yfir síðustu daga. Bæjarstjórinn segist lengi hafa kallað eftir bættum sjóflóðavörnum á svæðinu. Bryggjunni í Vogum hefur verið lokað vegna skemmda. Aftakaveður hefur gengið yfir Suðurnesin síðustu daga. Í gær losnuðu bátar sem lágu við Sandgerðishöfn og einn kastaðist upp á bryggjuna. Þá var þak við það að fjúka af húsi í Sandgerði og þurfti björgunarsveit að taka þakjárnið af húsinu og koma því inn. Við Nátthaga, rétt utan við Sandgerði, var allt á floti þegar fréttastofu bar að garði í dag. Vatn hafði flætt langt upp á land en Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, segir mikið hafa gengið þar á. „Það voru mjög krefjandi aðstæður hérna um helgina. Það var mikill vindur og læti. Mikill áhlaðandi samfara stórstreymi og háflæði. Allt er þetta eitruð blanda. Það flæddi víða hérna í Suðurnesjabæ með ströndinni, óvenju mikið,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson er bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.Suðurnesjabær Bæjaryfirvöld hafi lengi reynt að vekja athygli á því að það þurfi að stórefla sjóflóðavarnir á svæðinu. „Því miður hefur okkur ekki orðið nógu ágengt í því. Við höfum sýnt fram á með alls konar gögnum ákveðna hættu á ákveðnum stöðum. Það liggur allt fyrir og er að raungerast þessa dagana sem við höfum óttast og verið að benda á. Það er alveg klárt mál að það þarf að ráðast í miklu meiri sjóflóðavarnir. Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir, ein tegund af náttúruhamförum sem áttu sér stað hér um helgina,“ segir Magnús. Sjórinn var til vandræða á fleiri stöðum um helgina. Í Reykjavík náði flóð langt upp á land úti á Granda og varð þar mikið tjón. Í Vogum á Vatnsleysuströnd er búið að loka bryggjunni vegna tjóns. „Við könnumst við ofanflóð, snjóflóð og aurflóð. Í raun og veru mætti skilgreina þetta á sama hátt,“ segir Magnús. Veður Náttúruhamfarir Vogar Suðurnesjabær Hafnarmál Tengdar fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. 3. mars 2025 20:11 Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 4. mars 2025 10:43 Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Aftakaveður hefur gengið yfir Suðurnesin síðustu daga. Í gær losnuðu bátar sem lágu við Sandgerðishöfn og einn kastaðist upp á bryggjuna. Þá var þak við það að fjúka af húsi í Sandgerði og þurfti björgunarsveit að taka þakjárnið af húsinu og koma því inn. Við Nátthaga, rétt utan við Sandgerði, var allt á floti þegar fréttastofu bar að garði í dag. Vatn hafði flætt langt upp á land en Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, segir mikið hafa gengið þar á. „Það voru mjög krefjandi aðstæður hérna um helgina. Það var mikill vindur og læti. Mikill áhlaðandi samfara stórstreymi og háflæði. Allt er þetta eitruð blanda. Það flæddi víða hérna í Suðurnesjabæ með ströndinni, óvenju mikið,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson er bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.Suðurnesjabær Bæjaryfirvöld hafi lengi reynt að vekja athygli á því að það þurfi að stórefla sjóflóðavarnir á svæðinu. „Því miður hefur okkur ekki orðið nógu ágengt í því. Við höfum sýnt fram á með alls konar gögnum ákveðna hættu á ákveðnum stöðum. Það liggur allt fyrir og er að raungerast þessa dagana sem við höfum óttast og verið að benda á. Það er alveg klárt mál að það þarf að ráðast í miklu meiri sjóflóðavarnir. Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir, ein tegund af náttúruhamförum sem áttu sér stað hér um helgina,“ segir Magnús. Sjórinn var til vandræða á fleiri stöðum um helgina. Í Reykjavík náði flóð langt upp á land úti á Granda og varð þar mikið tjón. Í Vogum á Vatnsleysuströnd er búið að loka bryggjunni vegna tjóns. „Við könnumst við ofanflóð, snjóflóð og aurflóð. Í raun og veru mætti skilgreina þetta á sama hátt,“ segir Magnús.
Veður Náttúruhamfarir Vogar Suðurnesjabær Hafnarmál Tengdar fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. 3. mars 2025 20:11 Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 4. mars 2025 10:43 Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. 3. mars 2025 20:11
Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 4. mars 2025 10:43
Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28