Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2025 14:56 Carbfix dælir koltvísýringi niður í jörðin í borholum sem þessum við Hellisheiðarvirkjun. Kolefnisbindingartæknin var þróuð þar og hefur verið notuð í meira en áratug. Vísir/Arnar Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í áhuga Carbfix á að reisa kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að máli verði unnið í samvinnu við íbúa en áform Carbfix um kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði hefur mætt harðri andstöðu þar. Viljayfirlýsing sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarsjóðs Þorlákshafnar, Carbfix, Coda Terminal og Veitna um samstarf um úttekt á forsendum uppbyggingar og reksturs kolefnisförgunarstöðvar í Ölfusi var lögð fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Tók bæjarráðið jákvætt í erindið og lýsti yfir stuðningi við viljayfirlýsinguna sem verður gerð opinber íbúum til kynningar á næstunni. Áformin fela í sér að tekið yrði á móti koltvísýringi og honum dælt niður í jörðina og bundinn þar varanlega með Carbfix-tækninni. Carbfix stefnir að því að reisa slíka stöð við Straumsvík í Hafnarfirði sem fargaði koltvísýringi sem fluttur yrði til landsins. Koltvísýringurinn kæmi frá iðnaðarferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegundarinnar en ekki frá bruna á jarðefnaeldsneyti. Carbfix-tæknin var þróuð við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi þar sem um 75.000 tonnum koltvísýrings hefur verið dælt niður á vinnslusvæði virkjunarinnar frá 2012. Með þeirri aðferð hefur tekist að binda meirihluta koltvísýrings- og brennisteinslosunar frá Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun. Coda Terminal, kolefnisförgunarstöðin í Hafnarfirði, á að geta bundið að hámarki þrjár milljónir tonna af koltvísýringi á ári þegar hún verður fullbyggð. Loftslagsmál Ölfus Sveitarstjórnarmál Hafnarmál Tengdar fréttir Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50 Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Viljayfirlýsing sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarsjóðs Þorlákshafnar, Carbfix, Coda Terminal og Veitna um samstarf um úttekt á forsendum uppbyggingar og reksturs kolefnisförgunarstöðvar í Ölfusi var lögð fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Tók bæjarráðið jákvætt í erindið og lýsti yfir stuðningi við viljayfirlýsinguna sem verður gerð opinber íbúum til kynningar á næstunni. Áformin fela í sér að tekið yrði á móti koltvísýringi og honum dælt niður í jörðina og bundinn þar varanlega með Carbfix-tækninni. Carbfix stefnir að því að reisa slíka stöð við Straumsvík í Hafnarfirði sem fargaði koltvísýringi sem fluttur yrði til landsins. Koltvísýringurinn kæmi frá iðnaðarferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegundarinnar en ekki frá bruna á jarðefnaeldsneyti. Carbfix-tæknin var þróuð við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi þar sem um 75.000 tonnum koltvísýrings hefur verið dælt niður á vinnslusvæði virkjunarinnar frá 2012. Með þeirri aðferð hefur tekist að binda meirihluta koltvísýrings- og brennisteinslosunar frá Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun. Coda Terminal, kolefnisförgunarstöðin í Hafnarfirði, á að geta bundið að hámarki þrjár milljónir tonna af koltvísýringi á ári þegar hún verður fullbyggð.
Loftslagsmál Ölfus Sveitarstjórnarmál Hafnarmál Tengdar fréttir Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50 Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50
Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50