Orkuskipti við hafnir á Norðurlandi eystra Ottó Elíasson skrifar 10. október 2024 14:30 Stjórnvöld stefna að fullum orkuskiptum og jarðefnalausu Íslandi fyrir árið 2040. Það er ærið verkefni. Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru þegar á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða. Þótt stjórnvöld hafi lagt fram heildarmyndina um samdrátt í losun og þar með olíunotkun, vantar talsvert uppá svæðisbundna umræðu um þessi málefni. Einn af þeim þáttum sem huga þarf að er væntanleg aflþörf í raforku við hafnir landsins. Skip og bátar hafa ólíka aflþörf og það er mikilvægt að skilja hvaða orkugjafar eru líklegir til að henta hverjum notanda. Skammur tími er til stefnu fram til ársins 2040 og því ríður á að byrja strax að setja orkuskipti í samhengi við skipulag hafnarsvæða svo unnt sé að taka betri ákvarðanir tímanlega um innviðauppbyggingu sem styður við ferlið. Til að efla þessa umræðu er nú komin út komin skýrsla um orkuskipti í haftengdri starfsemi á Norðurlandi eystra, unnin af okkur hjá Eimi: samstarfsvettvangi orkufyrirtækja, ríkis og sveitar á Norðurlandi um bætta nýtingu auðlinda. Verkefnið var fjármagnað af LIFE styrkaráætlun ESB gegnum verkefnið Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET), og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. Fyrir utan að þjóna skipum og bátum geta hafnarsvæði leikið lykilhlutverk í orkuskiptum fyrir farartæki á landi. Víða, sérstaklega á landsbyggðinni, eru hafnarsvæði hjarta atvinnulífsins og krefjast því bæði orku og öflugra innviða sem mætti með góðu skipulagi samnýta fyrir flutningabíla, hverra akstur um hafnarsvæði er iðulega þungur. Í þessu samhengi þarf að hugsa fyrir því fram í tímann hvernig anna eigi raforkuþörf við hafnir og koma fyrir raf- eða lífeldsneyti til afhendingar. Í skýrslunni eru áhrif væntanlegrar rafvæðingar allra hafna á Norðurlandi eystra greind útfrá stærð flota smærri báta í heimahöfn og vænt umfang þeirra metið. Sambærilegar greiningar hafa þegar verið unnar af kollegum okkar í Bláma fyrir Vestfirði, sjá hér og hér. Ein mikilvægasta niðurstaðan úr þessari vinnu er það að ekkert eiginlegt innviðavandamál er til staðar fyrir orkuskipti smærri báta og skipa. Víða þarf að fjárfesta í öflugri raftengingum svo tryggt sé að þær beri bilinu 1-3 MW, en sums staðar, t.d. á Akureyri og í stærri plássum, ber rafkerfið þetta vel eins og það er sett upp í dag. Raforkukerfið á svæðinu ætti þannig hæglega að geta borið þá aflaukningu sem nauðsynleg er fyrir smærri báta svæðisins enda er það niðurstaðan að mest aukanotkun á raforku komi til nóttunni þegar samfélagið notar almennt minni orku, og svo á sumrin í takt við ferðamannastraum þegar framboð af raforku er betra en á veturna. Landtengingar fyrir stór skip og báta með aflþörf sem jafnast getur á við framleiðslu nokkurra smávirkjana (5 til 15 MW) geta hinsvegar verið afar krefjandi í rekstri fyrir rafkerfi sér í lagi í minni bæjum. Ef skemmtiferðaskip leggst að höfn í litlu bæjarfélagi, getur landtenging slíks skips margfaldað raforkunotkun bæjarins á hverjum tíma. Hugsa þarf fyrir því hvar stórir og aflfrekir bátar eiga að leggjast að í framtíðinni, því það er ekki endilega sjálfgefið að allar hafnir eigi að byggja upp raforkukerfi sem geta tekið á móti slíkum skipum til landtenginga. Skynsamlegt væri að sveitarfélög sammælist um móttöku á stærri skipum með hliðsjón af framgangi orkuskipta. Orkuskiptin verða ekki af sjálfu sér. Sveitarfélög, ríki og atvinnulíf þurfa að leysa þessi vandamál í sameiningu og knappur tími er til stefnu. Margt gott er í farvatninu en til að ná alvöru árangri þarf að setja aukinn kraft og fjármagn í orkuskiptin og skipulagningu þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Sjávarútvegur Orkumál Hafnarmál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld stefna að fullum orkuskiptum og jarðefnalausu Íslandi fyrir árið 2040. Það er ærið verkefni. Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru þegar á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða. Þótt stjórnvöld hafi lagt fram heildarmyndina um samdrátt í losun og þar með olíunotkun, vantar talsvert uppá svæðisbundna umræðu um þessi málefni. Einn af þeim þáttum sem huga þarf að er væntanleg aflþörf í raforku við hafnir landsins. Skip og bátar hafa ólíka aflþörf og það er mikilvægt að skilja hvaða orkugjafar eru líklegir til að henta hverjum notanda. Skammur tími er til stefnu fram til ársins 2040 og því ríður á að byrja strax að setja orkuskipti í samhengi við skipulag hafnarsvæða svo unnt sé að taka betri ákvarðanir tímanlega um innviðauppbyggingu sem styður við ferlið. Til að efla þessa umræðu er nú komin út komin skýrsla um orkuskipti í haftengdri starfsemi á Norðurlandi eystra, unnin af okkur hjá Eimi: samstarfsvettvangi orkufyrirtækja, ríkis og sveitar á Norðurlandi um bætta nýtingu auðlinda. Verkefnið var fjármagnað af LIFE styrkaráætlun ESB gegnum verkefnið Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET), og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. Fyrir utan að þjóna skipum og bátum geta hafnarsvæði leikið lykilhlutverk í orkuskiptum fyrir farartæki á landi. Víða, sérstaklega á landsbyggðinni, eru hafnarsvæði hjarta atvinnulífsins og krefjast því bæði orku og öflugra innviða sem mætti með góðu skipulagi samnýta fyrir flutningabíla, hverra akstur um hafnarsvæði er iðulega þungur. Í þessu samhengi þarf að hugsa fyrir því fram í tímann hvernig anna eigi raforkuþörf við hafnir og koma fyrir raf- eða lífeldsneyti til afhendingar. Í skýrslunni eru áhrif væntanlegrar rafvæðingar allra hafna á Norðurlandi eystra greind útfrá stærð flota smærri báta í heimahöfn og vænt umfang þeirra metið. Sambærilegar greiningar hafa þegar verið unnar af kollegum okkar í Bláma fyrir Vestfirði, sjá hér og hér. Ein mikilvægasta niðurstaðan úr þessari vinnu er það að ekkert eiginlegt innviðavandamál er til staðar fyrir orkuskipti smærri báta og skipa. Víða þarf að fjárfesta í öflugri raftengingum svo tryggt sé að þær beri bilinu 1-3 MW, en sums staðar, t.d. á Akureyri og í stærri plássum, ber rafkerfið þetta vel eins og það er sett upp í dag. Raforkukerfið á svæðinu ætti þannig hæglega að geta borið þá aflaukningu sem nauðsynleg er fyrir smærri báta svæðisins enda er það niðurstaðan að mest aukanotkun á raforku komi til nóttunni þegar samfélagið notar almennt minni orku, og svo á sumrin í takt við ferðamannastraum þegar framboð af raforku er betra en á veturna. Landtengingar fyrir stór skip og báta með aflþörf sem jafnast getur á við framleiðslu nokkurra smávirkjana (5 til 15 MW) geta hinsvegar verið afar krefjandi í rekstri fyrir rafkerfi sér í lagi í minni bæjum. Ef skemmtiferðaskip leggst að höfn í litlu bæjarfélagi, getur landtenging slíks skips margfaldað raforkunotkun bæjarins á hverjum tíma. Hugsa þarf fyrir því hvar stórir og aflfrekir bátar eiga að leggjast að í framtíðinni, því það er ekki endilega sjálfgefið að allar hafnir eigi að byggja upp raforkukerfi sem geta tekið á móti slíkum skipum til landtenginga. Skynsamlegt væri að sveitarfélög sammælist um móttöku á stærri skipum með hliðsjón af framgangi orkuskipta. Orkuskiptin verða ekki af sjálfu sér. Sveitarfélög, ríki og atvinnulíf þurfa að leysa þessi vandamál í sameiningu og knappur tími er til stefnu. Margt gott er í farvatninu en til að ná alvöru árangri þarf að setja aukinn kraft og fjármagn í orkuskiptin og skipulagningu þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun