Frá Félagi hafnarverkamanna á Íslandi Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 7. október 2024 08:45 Enn og aftur er Félag Hafnarverkamanna að fara fyrir félagsdóm, en næstkomandi mánudag verður fyrirtaka í máli okkar gegn SA fyrir hönd Eimskips og ASÍ fyrir hönd Eflingar. Þetta er í þriðja skiptið á tveimur árum sem FHVI fer fyrir félagsdóm til að fá úrskurð í sínum málum. Nú er það vegna þess að SA segir að það sé forgangsréttur á höfninni og Efling hafi í raun einkarétt á störfum á svæðinu og að ekki sé leyfilegt að semja við önnur félög. Þetta telur stjórn FHVI vera brot á félagafrelsi og algjörlega óásættanlegt miðað við þá stöðu sem Félag Hafnarverkamanna er í núna. SA neitar að semja við félagsmenn FHVI þar sem Efling sé með forgangsréttar ákvæði. Félagsmenn FHVI hafa verið mjög þolinmóðir og beðið eftir samningi við Eimskip, en ekki fengið, og núna er önnur töf á því að fá samning eða bara viðræður um samning. Þetta sýnir félagsmönnum FHVI að Eimskip er einungis að hugsa um sjálft sig en ekki starfsmenn sína. Starfsmenn eru nú þegar farnir að ræða um aðgerðir milli sín hvað hægt er að gera til að sýna stjórn og eigendum Eimskips að þeim sé alvara. Það eina sem félagsmenn vilja er að Eimskip viðurkenni tilvist þeirra félags og að samningsrétturinn sé hjá þeim, og að Eimskip muni nú setjast niður og semja við þá. Félag Hafnarverkamanna á Íslandi stendur fast á sínu og leggur áherslu á mikilvægi þess að virða félagafrelsi og rétt allra starfsmanna til að velja sér stéttarfélag. Við trúum því að samstaða og samvinna séu lykilatriði í að ná sanngjörnum og réttlátum samningum sem tryggja betri starfsskilyrði fyrir alla hafnarverkamenn. Við hvetjum alla félagsmenn okkar til að standa saman á þessum krefjandi tímum og sýna samstöðu í baráttunni fyrir réttindum okkar. Með sameinuðum krafti getum við náð fram breytingum sem munu hafa jákvæð áhrif á framtíð okkar og framtíð komandi kynslóða hafnarverkamanna. Við vonumst til að Eimskip sjái mikilvægi þess að eiga uppbyggileg samskipti og vonum að við getum náð farsælum samningum sem gagnast öllum aðilum. Við erum staðráðin í að halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar og munum ekki láta deigan síga fyrr en markmiðum okkar hefur verið náð. Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Hafnarmál Eimskip Sverrir Fannberg Júlíusson Tengdar fréttir Er verkalýðsbarátta á Íslandi að hnigna? Verkalýðsbarátta hefur lengi verið hornsteinn í íslenskri samfélagsgerð, þar sem verkalýðsfélög hafa barist fyrir betri kjörum, réttindum og vinnuaðstæðum fyrir launafólk. 17. september 2024 13:03 Barátta hafnarverkamanna á Íslandi: Átök við Eimskip Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. 27. ágúst 2024 11:02 Mest lesið Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Enn og aftur er Félag Hafnarverkamanna að fara fyrir félagsdóm, en næstkomandi mánudag verður fyrirtaka í máli okkar gegn SA fyrir hönd Eimskips og ASÍ fyrir hönd Eflingar. Þetta er í þriðja skiptið á tveimur árum sem FHVI fer fyrir félagsdóm til að fá úrskurð í sínum málum. Nú er það vegna þess að SA segir að það sé forgangsréttur á höfninni og Efling hafi í raun einkarétt á störfum á svæðinu og að ekki sé leyfilegt að semja við önnur félög. Þetta telur stjórn FHVI vera brot á félagafrelsi og algjörlega óásættanlegt miðað við þá stöðu sem Félag Hafnarverkamanna er í núna. SA neitar að semja við félagsmenn FHVI þar sem Efling sé með forgangsréttar ákvæði. Félagsmenn FHVI hafa verið mjög þolinmóðir og beðið eftir samningi við Eimskip, en ekki fengið, og núna er önnur töf á því að fá samning eða bara viðræður um samning. Þetta sýnir félagsmönnum FHVI að Eimskip er einungis að hugsa um sjálft sig en ekki starfsmenn sína. Starfsmenn eru nú þegar farnir að ræða um aðgerðir milli sín hvað hægt er að gera til að sýna stjórn og eigendum Eimskips að þeim sé alvara. Það eina sem félagsmenn vilja er að Eimskip viðurkenni tilvist þeirra félags og að samningsrétturinn sé hjá þeim, og að Eimskip muni nú setjast niður og semja við þá. Félag Hafnarverkamanna á Íslandi stendur fast á sínu og leggur áherslu á mikilvægi þess að virða félagafrelsi og rétt allra starfsmanna til að velja sér stéttarfélag. Við trúum því að samstaða og samvinna séu lykilatriði í að ná sanngjörnum og réttlátum samningum sem tryggja betri starfsskilyrði fyrir alla hafnarverkamenn. Við hvetjum alla félagsmenn okkar til að standa saman á þessum krefjandi tímum og sýna samstöðu í baráttunni fyrir réttindum okkar. Með sameinuðum krafti getum við náð fram breytingum sem munu hafa jákvæð áhrif á framtíð okkar og framtíð komandi kynslóða hafnarverkamanna. Við vonumst til að Eimskip sjái mikilvægi þess að eiga uppbyggileg samskipti og vonum að við getum náð farsælum samningum sem gagnast öllum aðilum. Við erum staðráðin í að halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar og munum ekki láta deigan síga fyrr en markmiðum okkar hefur verið náð. Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna.
Er verkalýðsbarátta á Íslandi að hnigna? Verkalýðsbarátta hefur lengi verið hornsteinn í íslenskri samfélagsgerð, þar sem verkalýðsfélög hafa barist fyrir betri kjörum, réttindum og vinnuaðstæðum fyrir launafólk. 17. september 2024 13:03
Barátta hafnarverkamanna á Íslandi: Átök við Eimskip Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. 27. ágúst 2024 11:02
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar