Ljóðlist

Fréttamynd

Val­geir af­henti Ingu texta­brot úr laginu Sigur­jón digri

Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, afhentu formönnunum þremur í ríkisstjórn ljóðagjöf fyrir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Textabrot úr laginu Sigurjón digri féll vel í kramið hjá formanni Flokki fólksins, Ingu Sæland. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég þori al­veg að full­yrða að ég er skítsæmileg móðir“

Ragnheiður Lárusdóttir hefur undanfarin tíu ár horft upp á dóttur sína hverfa inn í heim fíkniefna og sér ekki fyrir endann á baráttunni, þvert á móti. Hún kýs að tala opinskátt um vandann og sækir huggun í þá staðreynd að önnur börn hennar hafa spjarað sig vel í lífinu. Hún sé ekki verri uppalandi en það. Í nýrri ljóðabók fjallar hún um óttann, örvæntinguna og sorgina en einnig vonina og ástina sem aldrei deyr.

Lífið
Fréttamynd

Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur

Það eru ekki margir sem státa af þeirri reynslu að hafa dáið og komið aftur til lífs. Og það eru líklega enn færri sem geta sagt að þeir gangi bókstaflega fyrir rafhlöðum. Þorvaldur Sigurbjörn Helgason er einn af þeim.

Lífið
Fréttamynd

„Við vitum aldrei hve­nær draugarnir banka upp­á“

Einar Örn er holdtekja íslenska pönksins. Hann á í það minnsta slagorðið sem tekur vel utan um það tímabil sem reis hæst á Íslandi 1981-1982: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Í dag er Einar Örn myndlistarmaður. Hann er harður á því.

Lífið
Fréttamynd

Þau eru til­nefnd til Maí­stjörnunnar

Tilnefningar til ljóðabókaverðlaunanna Maístjörnunnar, vegna ljóðabóka útgefinna árið, 2023 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Sex bækur eru tilnefndar að þessu sinni.

Menning
Fréttamynd

Matthías Johannes­sen er látinn

Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og skáld, er látinn. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 94 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

​​ ​​Kvikusöfnun sárs­aukans

Í dag sá ég að kollegi minn á Instagram, skáldið og bókavörðurinn Mosab Abu-Toha, var að segja frá því að 150 manns sem hefðu verið að bíða komu nauðsynja; hveitis, vatns, lyfja o.s.frv. hefðu verið skotnir af Ísraelsher. Myrtir.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­gátan um ís­lenska ljóðið í kastalaþorpinu að skýrast

Ráðgátan um það hvernig ljóð á íslensku eftir óþekkt íslenskt skáld rataði á vegg í afskekktu kastalaþorpi á Norður-Spáni er tekin að skýrast. Staðfesting hefur fengist á því hver ritaði íslenska textann og hvaða ár það var gert. Enn vantar þó nokkur púsl í myndina.

Innlent
Fréttamynd

Gat ekki hætt að semja ljóð um blæðingar

Ester Hilmarsdóttir gaf á þessu ári út sína fyrstu ljóðabók og var í kjölfarið tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki fagurbókmennta. Bókin fjallar um blæðingar og er að sögn Esterar ekkert dregið undan.

Lífið
Fréttamynd

Ekki lengur bara blá augu í Myndinni hennar Lísu

Rithöfundurinn Olga Guðrún Árnadóttir hefur breytt einni línu í ljóðinu Myndin hennar Lísu svo lagið faðmi betur fjölbreytileika samfélagsins. Lagið er samið fyrir 46 árum og samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðan þá segir Olga. 

Lífið
Fréttamynd

Manna­kjöt vakti lukku á Hrekkja­vöku

Útgáfu ljóðabókarinnar Mannakjöts var fagnað rækilega í útgáfuhófi á Tryggvagötu 10 á þriðjudag. Um hundrað manns mættu til að hlusta á rithöfundinn Magnús Jochum Pálsson lesa upp úr bókinni, neyta veiga og kaupa árituð eintök beint frá höfundi.

Lífið
Fréttamynd

Birna verðlaunuð fyrir Örverpi

Birna Stefáns­dóttir hlaut í dag Bók­mennta­verð­laun Tómasar Guð­munds­sonar við há­tíð­lega at­höfn í Höfða. Borgar­stjóri veitti Birnu verð­launin.

Menning
Fréttamynd

Bergþóra hlaut Maístjörnuna fyrir Allt sem rennur

Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur hlaut verðlaunin Maístjörnuna fyrir bók sína Allt sem rennur. Verðlaunin voru veitt í sjöunda sinn í gær. Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verðlaunin.

Menning
Fréttamynd

Tilkynntu nafnið með frumsömdu ljóði

Hjónin Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona, og María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women, nefndu dóttur sína og fögnuðu þrítugsafmæli Ingileifar í gær á Uppstigningardaginn.

Lífið
Fréttamynd

„Eins og að setja startvökva á gamla díselvél“

Sunna Dís Másdóttir rithöfundur var sigursæl í liðinni viku eftir að hún hlaut hinn svonefnda Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir frumsamið ljóð. Tekið var hús á henni í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem rithöfundar ýmsir hafa aðsetur í góðu yfirlæti. Innslagið má sjá í Íslandi í dag hér að ofan og hefst á níundu mínútu.

Menning
Fréttamynd

Rannsakar hlut kvenna í íslenskri listasögu næsta árið

Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir hefur verið valin til að gegna rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að rannsaka hlut kvenna í íslenskri listasögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur.

Menning
Fréttamynd

Ljóða-Jói orti um Bestu deild kvenna

Jóhanni Gunnari Einarssyni er ýmislegt til lista lagt. Hann greinir ekki bara leikina í Olís-deild karla í handbolta fyrir áhorfendum Stöðvar 2 Sports og kennir börnum heldur er hann einnig ljóðskáld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hræðileg kvöð að þurfa að gera eitthvað magnað“

„Það gefur mér mest að lesa, þaðan sæki ég gjarnan innblástur,“ segir rithöfundurinn og sviðslistakonan Ragnheiður Harpa Leifsdóttir sem var að senda frá sér ljóðabókina Urðarflétta. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá listsköpun hennar.

Menning
Fréttamynd

„Ég myndi aldrei láta það uppi“

Ljóð sem fylgt hafa Vigdísi Finnbogadóttur í gegnum lífið voru gefin út á bók í dag. Hún ber titilinn Ljóðin hennar Vigdísar en fyrrverandi forsetinn valdi öll ljóðin sem birtast í henni. Sjálf segist hún aldrei ætla að láta það uppi hvort hún eigi ljóð eftir sjálfa sig, falin í einhverri skúffunni.

Menning
Fréttamynd

Brynja hlaut Hvatningaverðlaun Vigdísar

Brynja Hjálmsdóttir, skáld og rithöfundur, er handhafi Hvatningarverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur sem veitt voru í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti var viðstaddur athöfnina ásamt Vigdísi og fleiri gestum.

Lífið
Fréttamynd

Hugleiðing um fólk og fjársjóði

Ég fæ að kynnast svo mörgum í vinnunni, einstaklingum af öllum stærðum og gerðum. Ég vinn nefnilega með fólki á miðjum aldri sem lent hefur í einhvers konar áföllum, hvort sem heldur af andlegum eða líkamlegum toga.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2