Matthías Johannessen er látinn Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2024 07:15 Matthías Johanenssen tók við stöðu ritstjóra Morgunblaðsins árið 1959, þegar hann var 29 ára gamall. Bókmenntaborgin Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og skáld, er látinn. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 94 ára að aldri. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun, en Matthías ritstýrði blaðinu í rúm fjörutíu ár, frá árinu 1959 til 2000. Matthías fæddist 3. janúar 1930 og var sonur hjónanna Haraldar Johannessen, aðalféhirðis Landsbankans, og Önnu Jóhannesdóttur Johannessen húsmóður. Hann lauk kandídatsprófi frá Háskóla Íslands í íslenskum fræðum og hóf fyrst störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu samhliða námi árið 1951 þegar hann var 21 árs að aldri. Hann var svo ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins við hlið Valtýs Stefánssonar, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Bjarnasonar árið 1959, þá einungis 29 ára að aldri. Hann gegndi á ritstjóraferli sínum einnig stöðu ritstjóra við hlið Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Styrmis Gunnarssonar. Auk þess að starfa sem ritstjóri skrifaði Matthías einnig tugi bóka, ljóðabækur, leikrit og viðtalsbækur. Hann hlaut fjölda verðlauna á ferli sínum meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Kjarval árið 2005. Þá var Matthías einnig virkur í félagsmálum og sat meðal annars í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags, í menntamálaráði, í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins, stjórn Krabbameinsfélagsins og Hjartaverndar, auk þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Matthías giftist Hönnu Ingólfsdóttur árið 1953 og eignuðust þau tvo syni, þá Harald, lögfræðing og fyrrverandi ríkislögreglustjóra, og Ingólf, lækni og lektor við Edinborgarháskóla. Hanna lést árið 2009. Andlát Fjölmiðlar Menning Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun, en Matthías ritstýrði blaðinu í rúm fjörutíu ár, frá árinu 1959 til 2000. Matthías fæddist 3. janúar 1930 og var sonur hjónanna Haraldar Johannessen, aðalféhirðis Landsbankans, og Önnu Jóhannesdóttur Johannessen húsmóður. Hann lauk kandídatsprófi frá Háskóla Íslands í íslenskum fræðum og hóf fyrst störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu samhliða námi árið 1951 þegar hann var 21 árs að aldri. Hann var svo ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins við hlið Valtýs Stefánssonar, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Bjarnasonar árið 1959, þá einungis 29 ára að aldri. Hann gegndi á ritstjóraferli sínum einnig stöðu ritstjóra við hlið Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Styrmis Gunnarssonar. Auk þess að starfa sem ritstjóri skrifaði Matthías einnig tugi bóka, ljóðabækur, leikrit og viðtalsbækur. Hann hlaut fjölda verðlauna á ferli sínum meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Kjarval árið 2005. Þá var Matthías einnig virkur í félagsmálum og sat meðal annars í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags, í menntamálaráði, í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins, stjórn Krabbameinsfélagsins og Hjartaverndar, auk þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Matthías giftist Hönnu Ingólfsdóttur árið 1953 og eignuðust þau tvo syni, þá Harald, lögfræðing og fyrrverandi ríkislögreglustjóra, og Ingólf, lækni og lektor við Edinborgarháskóla. Hanna lést árið 2009.
Andlát Fjölmiðlar Menning Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira