Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2025 08:54 Anna Rós Árnadóttir er fædd árið 1998 á Selfossi en hún er búsett í Reykjavík. Kópavogsbær Anna Rós Árnadóttir hlaut í gær Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt Skeljar. Ljóðstafur Jóns úr Vör er haldinn af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar en efnt var til samkeppninnar fyrst árið 2002 í minningu skáldsins Jóns úr Vör. Það var Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, sem afhenti Önnu Rós viðurkenninguna. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að Ragnar H. Blöndal hafi hlotið önnur verðlaun fyrir ljóðið Japanskir morgnar og þriðju verðlaun hlaut Kari Ósk Grétudóttir fyrir ljóðið Aðrar lendur. „Að auki hlutu fimm ljóð sérstaka viðurkenningu dómnefndar. Aukaleikari greinir hlutverk sitt eftir Jón Hjartarson; Draumur um Þórberg eftir Baldur Garðarsson; Speki tímavillinga eftir Bjargeyju Ólafsdóttur, Sverðgleypir eftir Sunnu Dís Másdóttur og Svipting eftir Völu Hauksdóttur. Alls bárust um 270 ljóð í keppnina að þessu sinni en þau mega ekki hafa birst áður og skulu send inn undir dulnefni höfundar. Dómnefndina í ár skipuðu þau Guðrún Hannesdóttir, Þórður Sævar Jónsson og Þórdís Helgadóttir (formaður). Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogsbæjar Við sama tilefni voru veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogsbæjar og var dómnefnd sú sama. Fyrstu verðlaun hlaut Jóhanna Katla Kristjánsdóttir, 6. bekk Kársnesskóla, fyrir ljóðið Hugleiðsluljóð. Önnur verðlaun hlaut Friðrik Bjarki Sigurðsson, 6. bekk Salaskóla fyrir ljóðið „Veðrið(Hæka) og þriðju verðlaun hlaut Kristjana Lillý Pétursdóttir fyrir ljóðið Hríðin. Viðurkenningar hlutu Máni Bergmann Sigfússon, 8. bekk Lindaskóla, fyrir ljóðið Andheitið, Matthías Haukur Daníelsson, 6. bekk Kársnesskóla, fyrir ljóðið Dafnandi stjörnur, Gabríela Sif O. Þórhallsdóttir, 10. bekk Lindaskóla, fyrir ljóðið Dansandi tunglið, Kristín Vala Stefánsdóttir, 10. bekk Lindaskóla, fyrir ljóðið Jólanótt, Eva María Ríkharðsdóttir, 8. bekk Lindaskóla, fyrir ljóðið Lífið, Eva Benediktsdóttir og Fjóla Breiðfjörð Arnþórsdóttir, 6. bekk Salaskóla, fyrir ljóðið Ströndin og Inga Bríet Valberg, 6. bekk Snælandsskóla fyrir ljóðið Von. Verðaunahafar á sviðinu í Salnum í Kópavogi í gær.Kópavogsbær Sigurskáldið Anna Rós Árnadóttir er fædd árið 1998 á Selfossi en hún er búsett í Reykjavík. Hún stundar meistaranám í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands og er með BA gráðu í sama fagi. Meðfram námi starfar hún við útlánadeild Landsbókasafns Íslands. Anna Rós er meðlimur ljóðahópsins MÚKK, félagsskap ungra skálda sem hefur látið til sín taka síðustu misseri. Rökstuðningur dómnefndar Ljóðstafur Jóns úr Vör árið 2025 er veittur Önnu Rós Árnadóttur fyrir ljóðið Skeljar. Sigurljóðið er í senn seiðandi og blátt áfram. Skáldið yrkir af nákvæmni og næmni fyrir tungumálinu, sem er listilega einfalt og flæðir áreynslulaust. En undirtónninn er djúpur og uggvænlegur. Þetta er ljóð um lífsháska, kvíða og óumflýjanlegt skapadægur. Strax í upphafi býður óvænt staðhæfing okkur að íhuga samband okkur við hafið, sem er okkur Íslendingum nærtæk og óhjákvæmileg birtingarmynd ógnar. Eftir því sem á líður færist náttúruaflið nær, með stigvaxandi háska. Ljóðið bregður upp skýrum, ágengum og jafnvel skondnum myndum og segir eftirminnilega sögu, án þess þó að endanleg merking þess sé höggin í stein. Það talast á við bæði þjóðsagnaarfinn og bókmenntasöguna. Loks slær skemmtilega óræður og óvæntur snúningur í síðasta erindinu ískyggilegan tón og festir ljóðið rækilega í minni,“ segir í tilkynningunni. skeljar öll hús eru hús við sjóinn ef maður bara fylgir lögnunum nógu langt eftir stundum þegar hún krýpur á köldum flísunum finnst henni hún heyra daufan óm af fuglagargi upp úr klósettskálinni og þá hugsar hún um söguna af sjómanninum sem var spáð sjódauða og hætti að róa út hvernig hann flutti eins langt inn í land og hann komst hætti að borða sjávarfang varð tortrygginn út í hvern einasta vota stein sem varð á vegi hans í mörg ár þangað til einn daginn að hann sofnaði á verðinum bauð tveimur skipbrotsmönnum gistingu hún hugsar um sjóstakkana þeirra hvernig þeir hengdu þá upp og hvernig það draup af þeim á forstofugólfið yfir nóttina um hreyfingarlaust andlit mannsins í pollinum í dögun að lifa er að sofna á verðinum að deyja er að sofna á verðinum eins og járnsmiður hugsar hún sem gerir vettvangsrannsóknir á skósólum eins og konu sem er spáð sjódauða en flytur samt inn í hús þakið skeljum Kópavogur Ljóðlist Menning Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Ljóðstafur Jóns úr Vör er haldinn af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar en efnt var til samkeppninnar fyrst árið 2002 í minningu skáldsins Jóns úr Vör. Það var Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, sem afhenti Önnu Rós viðurkenninguna. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að Ragnar H. Blöndal hafi hlotið önnur verðlaun fyrir ljóðið Japanskir morgnar og þriðju verðlaun hlaut Kari Ósk Grétudóttir fyrir ljóðið Aðrar lendur. „Að auki hlutu fimm ljóð sérstaka viðurkenningu dómnefndar. Aukaleikari greinir hlutverk sitt eftir Jón Hjartarson; Draumur um Þórberg eftir Baldur Garðarsson; Speki tímavillinga eftir Bjargeyju Ólafsdóttur, Sverðgleypir eftir Sunnu Dís Másdóttur og Svipting eftir Völu Hauksdóttur. Alls bárust um 270 ljóð í keppnina að þessu sinni en þau mega ekki hafa birst áður og skulu send inn undir dulnefni höfundar. Dómnefndina í ár skipuðu þau Guðrún Hannesdóttir, Þórður Sævar Jónsson og Þórdís Helgadóttir (formaður). Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogsbæjar Við sama tilefni voru veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogsbæjar og var dómnefnd sú sama. Fyrstu verðlaun hlaut Jóhanna Katla Kristjánsdóttir, 6. bekk Kársnesskóla, fyrir ljóðið Hugleiðsluljóð. Önnur verðlaun hlaut Friðrik Bjarki Sigurðsson, 6. bekk Salaskóla fyrir ljóðið „Veðrið(Hæka) og þriðju verðlaun hlaut Kristjana Lillý Pétursdóttir fyrir ljóðið Hríðin. Viðurkenningar hlutu Máni Bergmann Sigfússon, 8. bekk Lindaskóla, fyrir ljóðið Andheitið, Matthías Haukur Daníelsson, 6. bekk Kársnesskóla, fyrir ljóðið Dafnandi stjörnur, Gabríela Sif O. Þórhallsdóttir, 10. bekk Lindaskóla, fyrir ljóðið Dansandi tunglið, Kristín Vala Stefánsdóttir, 10. bekk Lindaskóla, fyrir ljóðið Jólanótt, Eva María Ríkharðsdóttir, 8. bekk Lindaskóla, fyrir ljóðið Lífið, Eva Benediktsdóttir og Fjóla Breiðfjörð Arnþórsdóttir, 6. bekk Salaskóla, fyrir ljóðið Ströndin og Inga Bríet Valberg, 6. bekk Snælandsskóla fyrir ljóðið Von. Verðaunahafar á sviðinu í Salnum í Kópavogi í gær.Kópavogsbær Sigurskáldið Anna Rós Árnadóttir er fædd árið 1998 á Selfossi en hún er búsett í Reykjavík. Hún stundar meistaranám í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands og er með BA gráðu í sama fagi. Meðfram námi starfar hún við útlánadeild Landsbókasafns Íslands. Anna Rós er meðlimur ljóðahópsins MÚKK, félagsskap ungra skálda sem hefur látið til sín taka síðustu misseri. Rökstuðningur dómnefndar Ljóðstafur Jóns úr Vör árið 2025 er veittur Önnu Rós Árnadóttur fyrir ljóðið Skeljar. Sigurljóðið er í senn seiðandi og blátt áfram. Skáldið yrkir af nákvæmni og næmni fyrir tungumálinu, sem er listilega einfalt og flæðir áreynslulaust. En undirtónninn er djúpur og uggvænlegur. Þetta er ljóð um lífsháska, kvíða og óumflýjanlegt skapadægur. Strax í upphafi býður óvænt staðhæfing okkur að íhuga samband okkur við hafið, sem er okkur Íslendingum nærtæk og óhjákvæmileg birtingarmynd ógnar. Eftir því sem á líður færist náttúruaflið nær, með stigvaxandi háska. Ljóðið bregður upp skýrum, ágengum og jafnvel skondnum myndum og segir eftirminnilega sögu, án þess þó að endanleg merking þess sé höggin í stein. Það talast á við bæði þjóðsagnaarfinn og bókmenntasöguna. Loks slær skemmtilega óræður og óvæntur snúningur í síðasta erindinu ískyggilegan tón og festir ljóðið rækilega í minni,“ segir í tilkynningunni. skeljar öll hús eru hús við sjóinn ef maður bara fylgir lögnunum nógu langt eftir stundum þegar hún krýpur á köldum flísunum finnst henni hún heyra daufan óm af fuglagargi upp úr klósettskálinni og þá hugsar hún um söguna af sjómanninum sem var spáð sjódauða og hætti að róa út hvernig hann flutti eins langt inn í land og hann komst hætti að borða sjávarfang varð tortrygginn út í hvern einasta vota stein sem varð á vegi hans í mörg ár þangað til einn daginn að hann sofnaði á verðinum bauð tveimur skipbrotsmönnum gistingu hún hugsar um sjóstakkana þeirra hvernig þeir hengdu þá upp og hvernig það draup af þeim á forstofugólfið yfir nóttina um hreyfingarlaust andlit mannsins í pollinum í dögun að lifa er að sofna á verðinum að deyja er að sofna á verðinum eins og járnsmiður hugsar hún sem gerir vettvangsrannsóknir á skósólum eins og konu sem er spáð sjódauða en flytur samt inn í hús þakið skeljum
Kópavogur Ljóðlist Menning Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira