Ekki lengur bara blá augu í Myndinni hennar Lísu Lovísa Arnardóttir skrifar 29. nóvember 2023 15:32 Olga Guðrún vonar að ný ljóðlína faðmi betur alla áheyrendur. Aðsend Rithöfundurinn Olga Guðrún Árnadóttir hefur breytt einni línu í ljóðinu Myndin hennar Lísu svo lagið faðmi betur fjölbreytileika samfélagsins. Lagið er samið fyrir 46 árum og samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðan þá segir Olga. Breytingin er í ljóðlínu í seinna erindi lagsins. Áður var sungið um blá augu en eftir breytingu er einnig sungið um brún augu. Olga Guðrún sendi fyrir helgi frá sér orðsendingu á Facebook-síðu sinni til kennara, kórstjóra, foreldra og alls hins syngjandi fjölda varðandi texta lagsins. Þar segir Olga Guðrún að hún hafi, í seinni tíð, oft orðið vör við það að kórstjórar, leikskólakennarar og tónmenntakennarar sem stýri fjölbreyttum hópum í söng eigi í vandræðum með með eina ljóðlínu í seinna erindi og stelist jafnvel til að breyta henni einhvern veginn til þess að hún virki síður útilokandi fyrir söngvara sem eru dökkir á brún og brá. Óþarfa þröskuldur Það er línan „Augu svo blá“ sem Olga Guðrún hefur nú breytt í „Brún augu og blá“. Upphaflega ljóðmyndin vísar, að sögn Olgu Guðrúnar, til sakleysisins, en sú vísun virðist æ oftar fara forgörðum og þannig myndast óþarfa þröskuldur á milli ljóðsins og viðtakanda þess að mati skáldsins. „Þess vegna hef ég ákveðið að breyta ljóðlínunni sem um ræðir þannig að í stað ,,augu svo blá" komi ,,BRÚN AUGU OG BLÁ", sem mér finnst samræmast vel fagurfræði ljóðsins,“ segir Olga Guðrún í orðsendingu sinni en bætir því svo við að þeim sem vilji halda sig við eldri útgáfuna sé auðvitað frjálst að gera það áfram. Olga segist vonast til þess að með breytingunni nái lagið að umfaðma sem flesta í samfélagi fjölbreytileikans, útiloki engan og enginn þurfi að kreppa tærnar í marglitum sönghópum eða vögguvísurauli fyrir svefninn. Hægt er að hlusta á eldri útgáfuna hér að ofan og svo lesa ljóðið í heild sinni, með nýjum texta, þar fyrir neðan. Myndin hennar Lísu Gult fyrir sól, grænt fyrir líf, grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð. Hvítt fyrir börn sem biðja um frið, biðja þess eins að mega lifa eins og við. Er ekki jörðin fyrir alla? Taktu þér blað, málaðu á það mynd þar sem allir eiga öruggan stað. Brún augu og blá, hjörtu sem slá, hendur sem fegnar halda frelsinu á. Þá verður jörðin fyrir alla. Tónlist Ljóðlist Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Breytingin er í ljóðlínu í seinna erindi lagsins. Áður var sungið um blá augu en eftir breytingu er einnig sungið um brún augu. Olga Guðrún sendi fyrir helgi frá sér orðsendingu á Facebook-síðu sinni til kennara, kórstjóra, foreldra og alls hins syngjandi fjölda varðandi texta lagsins. Þar segir Olga Guðrún að hún hafi, í seinni tíð, oft orðið vör við það að kórstjórar, leikskólakennarar og tónmenntakennarar sem stýri fjölbreyttum hópum í söng eigi í vandræðum með með eina ljóðlínu í seinna erindi og stelist jafnvel til að breyta henni einhvern veginn til þess að hún virki síður útilokandi fyrir söngvara sem eru dökkir á brún og brá. Óþarfa þröskuldur Það er línan „Augu svo blá“ sem Olga Guðrún hefur nú breytt í „Brún augu og blá“. Upphaflega ljóðmyndin vísar, að sögn Olgu Guðrúnar, til sakleysisins, en sú vísun virðist æ oftar fara forgörðum og þannig myndast óþarfa þröskuldur á milli ljóðsins og viðtakanda þess að mati skáldsins. „Þess vegna hef ég ákveðið að breyta ljóðlínunni sem um ræðir þannig að í stað ,,augu svo blá" komi ,,BRÚN AUGU OG BLÁ", sem mér finnst samræmast vel fagurfræði ljóðsins,“ segir Olga Guðrún í orðsendingu sinni en bætir því svo við að þeim sem vilji halda sig við eldri útgáfuna sé auðvitað frjálst að gera það áfram. Olga segist vonast til þess að með breytingunni nái lagið að umfaðma sem flesta í samfélagi fjölbreytileikans, útiloki engan og enginn þurfi að kreppa tærnar í marglitum sönghópum eða vögguvísurauli fyrir svefninn. Hægt er að hlusta á eldri útgáfuna hér að ofan og svo lesa ljóðið í heild sinni, með nýjum texta, þar fyrir neðan. Myndin hennar Lísu Gult fyrir sól, grænt fyrir líf, grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð. Hvítt fyrir börn sem biðja um frið, biðja þess eins að mega lifa eins og við. Er ekki jörðin fyrir alla? Taktu þér blað, málaðu á það mynd þar sem allir eiga öruggan stað. Brún augu og blá, hjörtu sem slá, hendur sem fegnar halda frelsinu á. Þá verður jörðin fyrir alla.
Tónlist Ljóðlist Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira