
KR

Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR
Óhætt er að segja að leikir KR í Bestu deild karla í sumar hafi verið afar skemmtilegir. Það vantar allavega ekki mörkin í þá.

Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslandsmeistarar Breiðabliks náðu að bjarga stigi með marki í uppbótartíma eftir frábæran fótboltaleik gegn KR í 5. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Blikar tveimumr mörkum yfir í seinni hálfleik. KR tók forystuna en Blikar jöfnuðu á 92. mínútu. Lokastaðan 3-3. Frábær fótboltaleikur.

„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er afar hrifinn af Eiði Gauta Sæbjörnssyni, framherja KR.

Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR
Miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir tekur slaginn með uppeldisfélagi sínu KR í Lengjudeild kvenna í fótbolta í sumar. Hún á að baki 45 A-landsleiki, mörg ár í atvinnumennsku og 163 leiki í efstu deild.

Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik
Sigur KR á ÍA á sunnudaginn, 5-0, var stærsti sá stærsti sem KR-ingar hafa unnið á Skagamönnum í efstu deild frá upphafi.

„Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“
„Við skulduðum heilsteypta frammistöðu, leikirnir búnir að vera frekar kaflaskiptir en mér fannst þetta bara níutíu mínútur af frábærum fótbolta, vinnusemi og liðsheild“ sagði fyrirliðinn Aron Sigurðarson eftir 5-0 sigur KR gegn ÍA. Hann sneri aftur úr leikbanni, í hörkuformi að eigin sögn, lagði upp mark og skoraði tvö.

Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
KR tók á móti ÍA og bauð upp á fimm marka flengingu í fjórðu umferð Bestu deildar karla. 5-0 niðurstaðan í Laugardalnum og KR enn ósigrað. ÍA hefur hins vegar tapað síðustu þremur leikjum. Fyrirliðinn Aron Sigurðarson sneri aftur úr leikbanni, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Atli Sigurjónsson kom inn af varamannabekknum og lagði upp síðustu tvö mörkin.

Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, segir að eftir tapið gegn Vestra í síðustu umferð Bestu deildarinnar hafi hann í fyrsta skiptið í mjög langan tíma verið virkilega ósáttur við sitt lið. Hann vill svar frá sínum mönnum í kvöld þegar KR tekur á móti ÍA og býst Jón Þór við skemmtilegum leik gegn öflugu, hröðu en oft á tíðum kaótísku liði KR.

Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum
Ungstirnin Alexander Rafn Pálmason og Sigurður Breki Kárason munu ekki geta leikið með KR gegn Breiðabliki í fimmtu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þeir verða erlendis í landsliðsverkefni.

„Ég fer bara sáttur á koddann“
KR gerði jafntefli við FH í þriðju umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þetta er þriðja jafntefli KR-inga í röð og var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, þokkalega sáttur með niðurstöðuna í leikslok.

Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs
FH og KR skildu jöfn í fjörugu jafntefli í fyrsta grasleik tímabilsins á Kaplakrikavelli í Bestu-deild karla í kvöld. Leikurinn fór 2-2 en Hafnfirðingar spiluðu einum færri lungann af seinni hálfleik og vörðust pressu KR undir lok leiks.

Hörður undir feldinn
Eftir fjögurra ára vegferð er KR komið aftur í Bónusdeild kvenna í körfubolta. Þjálfarinn segist vera stoltur af liðinu sem er mikið til skipað ungum og uppöldum leikmönnum.

Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja
Vicente Valor er genginn í raðir ÍBV á nýjan leik eftir stutt stopp hjá KR. Á hann að hjálpa nýliðum ÍBV að halda sæti sínu í Bestu deild karla í knattspyrnu.

KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð
KR mun leika í Bónus deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir sigur liðsins á Hamar/Þór í umspili í kvöld.

Valur og KR unnu Scania Cup
Áttundi flokkur stúlkna hjá Val og tíundi flokkur drengja unnu Scania Cup í Svíþjóð um páskana.

Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“
Framkvæmdir við nýjan aðalvöll KR hafa gengið hægar en vonast var til og fyrstu tveir heimaleikir liðsins voru færðir á annan völl. Samkvæmt núverandi plani á sá þriðji að fara fram á nýjum aðalvelli en framkvæmdastjóri félagsins telur það þó ólíklegt. Stefnt er frekar á að vígja völlinn í lok maí eða byrjun júní, en hann slær einnig varnagla við þær dagsetningar.

Ástbjörn missir af næstu leikjum KR
Ástbjörn Þórðarson verður frá í einhvern tíma eftir að verða fyrir meiðslum í leik KR og Vals í Bestu deild karla á dögunum. Fjölmargir leikmenn KR hafa verið frá vegna meiðsla en það ættu nokkrir að vera snúnir aftur fyrir leik liðsins gegn FH í miðri viku.

HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum
Fjöldi leikja í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna fór fram í dag. HK vann Aftureldingu í Lengjudeildarslag og þá skoraði KR sex mörk í Laugardalnum.

KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina
Kvennalið KR í körfubolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í Bónus-deild kvenna á næstu leiktíð eftir sigur á Hamar/Þór.

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
FHL spilar í efstu deild í fyrsta sinn sem sameiginlegt lið en í þættunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi ræddi þjálfari liðsins fyrri reynslu sína af því að þjálfa í úrvalsdeild kvenna í fótbolta.

Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir að það hafi verið vandræðalegt fyrir Val að vinna ekki KR í Bestu deild karla á mánudaginn.

Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu
Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni.

Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“
Jóhannes Kristinn Bjarnason tryggði KR jafntefli á móti Val í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi með marki úr umdeildri vítaspyrnu á níundu mínútu í uppbótatíma. Gummi Ben og sérfræðingar hans Stúkunni ræddu þennan dóm.

„Við erum búnir að brenna skipin“
Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans einstaklega skemmtilega tegund af fótbolta skilaði KR hádramatísku 3-3 jafntefli gegn Val. Hann segir mistök einu leiðina til að læra, liðið mætti missa boltann sjaldnar, en frá leikfræðinni mun hann aldrei hörfa. Líkt og Hernán Cortés árið 1519 er Óskar búinn að brenna öll sín skip.

„Þetta er fyrir utan teig“
Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli með rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma, sem dómarinn hélt að hefði verið inni í vítateig. Hólmar hélt fyrst að það væri verið að dæma aukaspyrnu fyrir Val, svo var ekki, en brotið átti sér stað fyrir utan teig. Engu að síður steig Jóhannes Kristinn Bjarnason á vítapunktinn og tryggði KR 3-3 jafntefli.

Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum
Valur og KR skildu jöfn í hádramatískum leik sex marka leik í annarri umferð Bestu deildar karla. Valsmenn virtust ætla að vinna leikinn en vafasöm vítaspyrna skilaði KR stigi.

Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
KR-ingar eru ósáttir við tveggja leikja bannið sem Aron Sigurðarson var úrskurðaður í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla um síðustu helgi og vinnubrögð aganefndar KSÍ.

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Þrátt fyrir að hafa alist upp hjá ÍA var Bjarki Gunnlaugsson ekki vinsælasti maðurinn á Akranesi sumarið 1999.

Aron í tveggja leikja bann
Fyrirliði KR, Aron Sigurðarson, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla á sunnudaginn.

Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“
Skiptar skoðanir eru á rauðu spjaldi Arons Sigurðarsonar, fyrirliða KR, í 2-2 jafntefli við KA á Akureyri um liðna helgi. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en var sýnt í Stúkunni í gær. Sérfræðingar þar virtust sammála um að Aron hefði ekki átt að fá reisupassann, við dræmar undirtektir Akureyringa sem létu í sér heyra á samfélagsmiðlum.