Heimilisofbeldi

Fréttamynd

Sjö konur látnar innan þriggja ára frá innlögn vegna heimilisofbeldis

Fjörutíu og níu konur voru lagðar inn á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi á fimmtán ára tímabili samkvæmt nýrri rannsókn. Sjö kvennanna létust innan þriggja ára frá innlögn. Doktorsnemi og hjúkrunarfræðingur segja samræmt verklag í málaflokknum skorta innan heilbrigðiskerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Chris Brown sakaður um að hafa barið konu

Tónlistarmaðurinn Chris Brown hefur verið sakaður um að berja konu eftir að þau rifust í Los Angeles á dögunum. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Brown er sakaður um slíkan verknað en hann var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi árið 2009 fyrir að hafa ráðist á þáverandi kærustu sína, söngkonuna Rihönnu.

Lífið
Fréttamynd

Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir líkams­á­rás og hótanir

Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa tvívegis veist að fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ítrekað sent annarri fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður hótanir í gegn um samskiptaforrit. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi og honum gert að greiða konunum miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

„Þó að ég gengi með barnið hans sýndi hann mér enga miskunn“

Séra Karen Lind Ólafsdóttir var í heilt ár að skipuleggja flótta frá manni sem beitti hana alvarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi, sem síðar leiddu til ofsókna í áraraðir. Hann hafði læst hana inni og lokað hana af frá umheiminum með því að taka af henni bæði síma og internet.

Innlent
Fréttamynd

Var föst í óheilbrigðu og ofbeldisfullu sambandi

„Lagið er tileinkað öllum þeim sem hafa einhvern tímann upplifað ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt,“ segir söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir um lagið sitt Reality sem kom út í gær.

Lífið
Fréttamynd

Of ung til að átta sig á að hún væri í of­beldis­sam­bandi

Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum.

Lífið
Fréttamynd

Fjórðungur kvenna beittur ofbeldi af maka

Ein af hverjum fjórum konum hefur verið beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu eiginmanns eða karlkyns maka samkvæmt stærstu rannsókn sem gerð hefur verið á ofbeldi gegn konum.

Erlent
Fréttamynd

Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur

Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af ákæru fyrir árás á fyrrverandi maka

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði karlmann af ákæru um ofbeldi í nánu sambandi í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að ráðast á fyrrverandi maka sinn og barnsmóður, tekið hana hálstaki og hent henni út á stétt.

Innlent
Fréttamynd

„Ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur“

Breska tónlistarkonan FKA Twigs segir að ekki eigi að spyrja þolendur heimilisofbeldis að því hvers vegna þeir hættu ekki fyrr í sambandi með ofbeldismanninum. Frekar eigi að spyrja þann sem beiti ofbeldi hvers vegna hann haldi manneskju í gíslingu með ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Rúmlega helmingur býr enn við ofbeldisaðstæður

Rúmlega helmingur þeirra sem varð fyrir heimilisofbeldi í fyrra býr enn við aðstæðurnar og er hlutfallið talsvert hærra miðað við fyrri ár, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Skýrsluhöfundur telur að aukið atvinnuleysi og óvissa í samfélaginu hafi áhrif á stöðuna. 

Innlent
Fréttamynd

Allir búnir að gleyma ofbeldismáli í Eyjum

Karlmaður í Vestmannaeyjum hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa veist að tveimur konum á heimili þeirra í Heimaey árið 2018. Konurnar lýstu báðar líkamsárás af hálfu karlmannsins á vettvangi og hjá lögreglu umrædda nótt. Sömuleiðis ýtti framburður karlmanns sem mætti á vettvang undir að karlmaðurinn hefði ráðist á konurnar.

Innlent
Fréttamynd

Fimm konur saka Man­son um gróft of­beldi

Evan Rachel Wood hefur sakað fyrrverandi maka sinn Marilyn Manson, tónlisetarmann, um að hafa beitt sig „hryllilegu“ ofbeldi um árabil. Hún greindi frá meintum brotum í færslu sem hún birti á Instagram í dag.

Erlent