Fjöldi kvenna í Kvennaathvarfinu þegar orðinn meiri en í fyrra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. september 2022 14:27 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir samtökin finna fyrir aukinni aðsókn í þjónustu þeirra. Mynd/Ásta Kristjáns Fleiri konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu það sem af er ári en gerðu allt árið í fyrra. Aðsókn í viðtalsþjónustu athvarfsins hefur þá margfaldast frá árinu 2021. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um fyrstu sex mánuði ársins kom í ljós að á hverjum degi berist lögreglu á landsvísu að meðaltali sjö tilkynningar um heimilisofbeldi og hafa tilkynningarnar aldrei verið fleiri. Tilkynningum um nauðganir fjölgaði einnig mikið eða um nærri þriðjung á milli ára. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, að þessar sláandi tölur yfir tilkynningar um ofbeldi geti átt sér skýringar í því að stjórnvöld hafi í störfum sínum lagt áherslu á að fækka brotum en ekki síst að fjölga tilkynningum. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir að aðsókn í viðtals-og dvalarþjónustu athvarfsins hafi aukist jafnt og þétt á síðustu árum. „Í ár eru konurnar sem dvelja hjá okkur í athvarfinu þegar orðnar fleiri en dvöldu hjá okkur allt árið í fyrra. Það gista svona að meðaltali 120-130 konur á ári með að meðaltali hundrað börn með sér og við erum sem sagt að ná upp í þá tölu á árinu,“ segir Linda Dröfn. „En stærsta stökkið sjáum við í viðtölunum hjá okkur. Við bjóðum sem sagt upp á viðtalsþjónustu fyrir konur sem búa við ofbeldi í nánu sambandi eða eru jafnvel að hugsa sér að komast út úr þannig sambandi eða vantar ráðgjöf og stuðning. Tölur yfir það hafa alveg margfaldast.“ En hvers vegna þessi mikla fjölgun, hafið þið einhverjar skýringar? „Það eru alltaf þessar pælingar með hvort þetta sé raunveruleg fjölgun eða meiri meðvitund og fleiri skráningar eða hvort fólk sé duglegra við að leita sér hjálpar. Það er alltaf pínu erfitt að greina þar á milli. Það er ekkert endilega okkar upplifun að ofbeldi í nánum samböndum hafi mikið aukist heldur frekar það að konur séu í auknum mæli að leita sér aðstoðar.“ Þá bendir Linda Dröfn á að aukningu í athvarfinu meiri einnig rekja til fleiri kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. „Þær þurfa oft meira á því að halda að leita sér athvarfs og hafa síður bakland til að leita í,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14 Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45 Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um fyrstu sex mánuði ársins kom í ljós að á hverjum degi berist lögreglu á landsvísu að meðaltali sjö tilkynningar um heimilisofbeldi og hafa tilkynningarnar aldrei verið fleiri. Tilkynningum um nauðganir fjölgaði einnig mikið eða um nærri þriðjung á milli ára. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, að þessar sláandi tölur yfir tilkynningar um ofbeldi geti átt sér skýringar í því að stjórnvöld hafi í störfum sínum lagt áherslu á að fækka brotum en ekki síst að fjölga tilkynningum. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir að aðsókn í viðtals-og dvalarþjónustu athvarfsins hafi aukist jafnt og þétt á síðustu árum. „Í ár eru konurnar sem dvelja hjá okkur í athvarfinu þegar orðnar fleiri en dvöldu hjá okkur allt árið í fyrra. Það gista svona að meðaltali 120-130 konur á ári með að meðaltali hundrað börn með sér og við erum sem sagt að ná upp í þá tölu á árinu,“ segir Linda Dröfn. „En stærsta stökkið sjáum við í viðtölunum hjá okkur. Við bjóðum sem sagt upp á viðtalsþjónustu fyrir konur sem búa við ofbeldi í nánu sambandi eða eru jafnvel að hugsa sér að komast út úr þannig sambandi eða vantar ráðgjöf og stuðning. Tölur yfir það hafa alveg margfaldast.“ En hvers vegna þessi mikla fjölgun, hafið þið einhverjar skýringar? „Það eru alltaf þessar pælingar með hvort þetta sé raunveruleg fjölgun eða meiri meðvitund og fleiri skráningar eða hvort fólk sé duglegra við að leita sér hjálpar. Það er alltaf pínu erfitt að greina þar á milli. Það er ekkert endilega okkar upplifun að ofbeldi í nánum samböndum hafi mikið aukist heldur frekar það að konur séu í auknum mæli að leita sér aðstoðar.“ Þá bendir Linda Dröfn á að aukningu í athvarfinu meiri einnig rekja til fleiri kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. „Þær þurfa oft meira á því að halda að leita sér athvarfs og hafa síður bakland til að leita í,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14 Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45 Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14
Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45
Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11