Nauðsynlegt að það foreldri sem beitir ofbeldi leiti sér aðstoðar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. nóvember 2022 22:02 Jenný Kristín Valberg starfar í dag sem ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð. Stöð 2 Oft getur reynst erfitt að komast út úr aðstæðum ofbeldis í nánum samböndum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Jenný Kristínu Valberg, sem komst út úr ofbeldissambandi fyrir nokkrum árum með aðstoð Kvennaathvarfsins og starfar nú sem ráðgjafi og aðstoðar fólk í sömu stöðu. Ítarlegra viðtal við Jenný má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Ég upplifði mig mjög fasta á sama tíma, á sama tíma og ég vissi ekki að ég væri í ofbeldissambandi. “ Jenný sleit sambandi sínu mörgum árum eftir að hún sá fyrstu rauðu flöggin. „Það er mjög erfitt, vegna þess að það sem gerist í sambandinu er að það sem við köllum ofbeldishringur byrjar að rúlla. Það koma góð tímabil sem endast yfirleitt ekki mjög lengi. Eftir smá tíma byggist upp spenna, þá er það kannski þar sem þeir eru að gagnrýna eitthvað sem þú gerðir eða gerðir ekki eða sagðir eða sagðir ekki.“ Sá eini sem getur endað ofbeldishringinn Jenný segir að svo verði einhver ákveðin uppákoma hvort sem hún er líkamleg, andleg, fjárhagsleg eða kynferðisleg. „Þar sem sá sem beitir ofbeldinu fær útrás fyrir þessar erfiðu tilfinningar sem hann hefur. Það sem er flókið við þetta er að þér verður kennt um ofbeldið sem þú verður fyrir. Þannig að þér finnst þú bera ábyrgð á þessum aðstæðum sem að skapast.“ Ofan á þetta bætist það sem kallast „trauma bonding“ eða áfallatengsl. „Þegar spennan byrjar að myndast þá ferðu að framleiða streituhormón sem nær hámarki þegar eitthvað gerist. Það er enginn annar en sá sem beitir ofbeldinu sem getur losað þessa streitu vegna þess að það er búið að samtvinna ykkur í þennan hring saman.“ Gerandinn byrjar ofbeldishringinn og hann er sá eini sem getur endað hann. „Þegar eitthvað er búið að gerast verður þú svo fegin að þú svo fegin að þú byrjar að framleiða dópamín. Þá færðu aukinn kraft og orku og jafnvel trú á það að sambandið muni ganga.“ Byrjaði upp á nýtt Hún leitaði til Kvennaathvarfsins eftir að hún flúði aðstæðurnar „Ég held að Kvennaathvarfið hafi bjargað lífi mínu.“ Hún fór út af heimilinu með ekkert og þurfti því að byrja á að kaupa sængur og rúm fyrir sig og börnin sín. Líkt og margar konur hélt hún áfram í viðtölum í athvarfinu. „Þetta var svona heimahöfn sem ég gat alltaf leitað til.“ Mikilvægt að setja börnin í forgang Jenný byrjaði svo sjálf að hjálpa konum í sömu aðstæðum, fyrst hjá Kvennaathvarfinu og nú Bjarkarhlíð. Hún segir mikilvægt að huga vel að hagsmunum barna í þessum aðstæðum. „Ef að ofbeldishegðun er ekki frávikshegðun og er meðhöndluð sem frávikshegðun, erum við þá að segja að þetta sé samfélagslega samþykkt hegðun? Og ætlum við þá ekkert að gera í því? Ég myndi vilja að næsta skref væri að burt séð frá því hvort þetta er andlegt, líkamlegt, fjárhagslegt eða kynferðislegt ofbeldi sem á sér stað, að það verði settar stífari kröfur um það að það foreldri sem beitir ofbeldi leiti sér aðstoðar.“ Söfnunarþáttur fyrir stærra og hentugra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið verður sýndur á Stöð 2 á fimmtudag þar sem rætt verður við fleiri konur um reynslu af ofbeldi í nánu sambandi. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jenný í heild sinni. Klippa: Jenný Kristín Valberg - Viðtalið í heild Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarþáttur er sýndur á Stöð 2 þann 10. nóvember. Söfnunarnúmerin má sjá hér fyrir neðan: -907-1010- 1.000 krónur -907-1030 -3.000 krónur -907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700 Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Afmælið þróaðist í uppboð fyrir Kvennaathvarfið: „Lítið fræ sem varð að fallegu blómi“ Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands hélt sextán sinnum upp á fimmtugs afmælið sitt. Hugmyndin vatt upp á sig og er nú orðin að stóru listaverkauppboði til styrktar Kvennaathvarfinu. 16. október 2022 10:01 Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Ítarlegra viðtal við Jenný má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Ég upplifði mig mjög fasta á sama tíma, á sama tíma og ég vissi ekki að ég væri í ofbeldissambandi. “ Jenný sleit sambandi sínu mörgum árum eftir að hún sá fyrstu rauðu flöggin. „Það er mjög erfitt, vegna þess að það sem gerist í sambandinu er að það sem við köllum ofbeldishringur byrjar að rúlla. Það koma góð tímabil sem endast yfirleitt ekki mjög lengi. Eftir smá tíma byggist upp spenna, þá er það kannski þar sem þeir eru að gagnrýna eitthvað sem þú gerðir eða gerðir ekki eða sagðir eða sagðir ekki.“ Sá eini sem getur endað ofbeldishringinn Jenný segir að svo verði einhver ákveðin uppákoma hvort sem hún er líkamleg, andleg, fjárhagsleg eða kynferðisleg. „Þar sem sá sem beitir ofbeldinu fær útrás fyrir þessar erfiðu tilfinningar sem hann hefur. Það sem er flókið við þetta er að þér verður kennt um ofbeldið sem þú verður fyrir. Þannig að þér finnst þú bera ábyrgð á þessum aðstæðum sem að skapast.“ Ofan á þetta bætist það sem kallast „trauma bonding“ eða áfallatengsl. „Þegar spennan byrjar að myndast þá ferðu að framleiða streituhormón sem nær hámarki þegar eitthvað gerist. Það er enginn annar en sá sem beitir ofbeldinu sem getur losað þessa streitu vegna þess að það er búið að samtvinna ykkur í þennan hring saman.“ Gerandinn byrjar ofbeldishringinn og hann er sá eini sem getur endað hann. „Þegar eitthvað er búið að gerast verður þú svo fegin að þú svo fegin að þú byrjar að framleiða dópamín. Þá færðu aukinn kraft og orku og jafnvel trú á það að sambandið muni ganga.“ Byrjaði upp á nýtt Hún leitaði til Kvennaathvarfsins eftir að hún flúði aðstæðurnar „Ég held að Kvennaathvarfið hafi bjargað lífi mínu.“ Hún fór út af heimilinu með ekkert og þurfti því að byrja á að kaupa sængur og rúm fyrir sig og börnin sín. Líkt og margar konur hélt hún áfram í viðtölum í athvarfinu. „Þetta var svona heimahöfn sem ég gat alltaf leitað til.“ Mikilvægt að setja börnin í forgang Jenný byrjaði svo sjálf að hjálpa konum í sömu aðstæðum, fyrst hjá Kvennaathvarfinu og nú Bjarkarhlíð. Hún segir mikilvægt að huga vel að hagsmunum barna í þessum aðstæðum. „Ef að ofbeldishegðun er ekki frávikshegðun og er meðhöndluð sem frávikshegðun, erum við þá að segja að þetta sé samfélagslega samþykkt hegðun? Og ætlum við þá ekkert að gera í því? Ég myndi vilja að næsta skref væri að burt séð frá því hvort þetta er andlegt, líkamlegt, fjárhagslegt eða kynferðislegt ofbeldi sem á sér stað, að það verði settar stífari kröfur um það að það foreldri sem beitir ofbeldi leiti sér aðstoðar.“ Söfnunarþáttur fyrir stærra og hentugra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið verður sýndur á Stöð 2 á fimmtudag þar sem rætt verður við fleiri konur um reynslu af ofbeldi í nánu sambandi. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jenný í heild sinni. Klippa: Jenný Kristín Valberg - Viðtalið í heild Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarþáttur er sýndur á Stöð 2 þann 10. nóvember. Söfnunarnúmerin má sjá hér fyrir neðan: -907-1010- 1.000 krónur -907-1030 -3.000 krónur -907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700
Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarþáttur er sýndur á Stöð 2 þann 10. nóvember. Söfnunarnúmerin má sjá hér fyrir neðan: -907-1010- 1.000 krónur -907-1030 -3.000 krónur -907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700
Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Afmælið þróaðist í uppboð fyrir Kvennaathvarfið: „Lítið fræ sem varð að fallegu blómi“ Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands hélt sextán sinnum upp á fimmtugs afmælið sitt. Hugmyndin vatt upp á sig og er nú orðin að stóru listaverkauppboði til styrktar Kvennaathvarfinu. 16. október 2022 10:01 Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Afmælið þróaðist í uppboð fyrir Kvennaathvarfið: „Lítið fræ sem varð að fallegu blómi“ Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands hélt sextán sinnum upp á fimmtugs afmælið sitt. Hugmyndin vatt upp á sig og er nú orðin að stóru listaverkauppboði til styrktar Kvennaathvarfinu. 16. október 2022 10:01