Nauðsynlegt að það foreldri sem beitir ofbeldi leiti sér aðstoðar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. nóvember 2022 22:02 Jenný Kristín Valberg starfar í dag sem ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð. Stöð 2 Oft getur reynst erfitt að komast út úr aðstæðum ofbeldis í nánum samböndum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Jenný Kristínu Valberg, sem komst út úr ofbeldissambandi fyrir nokkrum árum með aðstoð Kvennaathvarfsins og starfar nú sem ráðgjafi og aðstoðar fólk í sömu stöðu. Ítarlegra viðtal við Jenný má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Ég upplifði mig mjög fasta á sama tíma, á sama tíma og ég vissi ekki að ég væri í ofbeldissambandi. “ Jenný sleit sambandi sínu mörgum árum eftir að hún sá fyrstu rauðu flöggin. „Það er mjög erfitt, vegna þess að það sem gerist í sambandinu er að það sem við köllum ofbeldishringur byrjar að rúlla. Það koma góð tímabil sem endast yfirleitt ekki mjög lengi. Eftir smá tíma byggist upp spenna, þá er það kannski þar sem þeir eru að gagnrýna eitthvað sem þú gerðir eða gerðir ekki eða sagðir eða sagðir ekki.“ Sá eini sem getur endað ofbeldishringinn Jenný segir að svo verði einhver ákveðin uppákoma hvort sem hún er líkamleg, andleg, fjárhagsleg eða kynferðisleg. „Þar sem sá sem beitir ofbeldinu fær útrás fyrir þessar erfiðu tilfinningar sem hann hefur. Það sem er flókið við þetta er að þér verður kennt um ofbeldið sem þú verður fyrir. Þannig að þér finnst þú bera ábyrgð á þessum aðstæðum sem að skapast.“ Ofan á þetta bætist það sem kallast „trauma bonding“ eða áfallatengsl. „Þegar spennan byrjar að myndast þá ferðu að framleiða streituhormón sem nær hámarki þegar eitthvað gerist. Það er enginn annar en sá sem beitir ofbeldinu sem getur losað þessa streitu vegna þess að það er búið að samtvinna ykkur í þennan hring saman.“ Gerandinn byrjar ofbeldishringinn og hann er sá eini sem getur endað hann. „Þegar eitthvað er búið að gerast verður þú svo fegin að þú svo fegin að þú byrjar að framleiða dópamín. Þá færðu aukinn kraft og orku og jafnvel trú á það að sambandið muni ganga.“ Byrjaði upp á nýtt Hún leitaði til Kvennaathvarfsins eftir að hún flúði aðstæðurnar „Ég held að Kvennaathvarfið hafi bjargað lífi mínu.“ Hún fór út af heimilinu með ekkert og þurfti því að byrja á að kaupa sængur og rúm fyrir sig og börnin sín. Líkt og margar konur hélt hún áfram í viðtölum í athvarfinu. „Þetta var svona heimahöfn sem ég gat alltaf leitað til.“ Mikilvægt að setja börnin í forgang Jenný byrjaði svo sjálf að hjálpa konum í sömu aðstæðum, fyrst hjá Kvennaathvarfinu og nú Bjarkarhlíð. Hún segir mikilvægt að huga vel að hagsmunum barna í þessum aðstæðum. „Ef að ofbeldishegðun er ekki frávikshegðun og er meðhöndluð sem frávikshegðun, erum við þá að segja að þetta sé samfélagslega samþykkt hegðun? Og ætlum við þá ekkert að gera í því? Ég myndi vilja að næsta skref væri að burt séð frá því hvort þetta er andlegt, líkamlegt, fjárhagslegt eða kynferðislegt ofbeldi sem á sér stað, að það verði settar stífari kröfur um það að það foreldri sem beitir ofbeldi leiti sér aðstoðar.“ Söfnunarþáttur fyrir stærra og hentugra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið verður sýndur á Stöð 2 á fimmtudag þar sem rætt verður við fleiri konur um reynslu af ofbeldi í nánu sambandi. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jenný í heild sinni. Klippa: Jenný Kristín Valberg - Viðtalið í heild Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarþáttur er sýndur á Stöð 2 þann 10. nóvember. Söfnunarnúmerin má sjá hér fyrir neðan: -907-1010- 1.000 krónur -907-1030 -3.000 krónur -907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700 Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Afmælið þróaðist í uppboð fyrir Kvennaathvarfið: „Lítið fræ sem varð að fallegu blómi“ Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands hélt sextán sinnum upp á fimmtugs afmælið sitt. Hugmyndin vatt upp á sig og er nú orðin að stóru listaverkauppboði til styrktar Kvennaathvarfinu. 16. október 2022 10:01 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Ítarlegra viðtal við Jenný má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Ég upplifði mig mjög fasta á sama tíma, á sama tíma og ég vissi ekki að ég væri í ofbeldissambandi. “ Jenný sleit sambandi sínu mörgum árum eftir að hún sá fyrstu rauðu flöggin. „Það er mjög erfitt, vegna þess að það sem gerist í sambandinu er að það sem við köllum ofbeldishringur byrjar að rúlla. Það koma góð tímabil sem endast yfirleitt ekki mjög lengi. Eftir smá tíma byggist upp spenna, þá er það kannski þar sem þeir eru að gagnrýna eitthvað sem þú gerðir eða gerðir ekki eða sagðir eða sagðir ekki.“ Sá eini sem getur endað ofbeldishringinn Jenný segir að svo verði einhver ákveðin uppákoma hvort sem hún er líkamleg, andleg, fjárhagsleg eða kynferðisleg. „Þar sem sá sem beitir ofbeldinu fær útrás fyrir þessar erfiðu tilfinningar sem hann hefur. Það sem er flókið við þetta er að þér verður kennt um ofbeldið sem þú verður fyrir. Þannig að þér finnst þú bera ábyrgð á þessum aðstæðum sem að skapast.“ Ofan á þetta bætist það sem kallast „trauma bonding“ eða áfallatengsl. „Þegar spennan byrjar að myndast þá ferðu að framleiða streituhormón sem nær hámarki þegar eitthvað gerist. Það er enginn annar en sá sem beitir ofbeldinu sem getur losað þessa streitu vegna þess að það er búið að samtvinna ykkur í þennan hring saman.“ Gerandinn byrjar ofbeldishringinn og hann er sá eini sem getur endað hann. „Þegar eitthvað er búið að gerast verður þú svo fegin að þú svo fegin að þú byrjar að framleiða dópamín. Þá færðu aukinn kraft og orku og jafnvel trú á það að sambandið muni ganga.“ Byrjaði upp á nýtt Hún leitaði til Kvennaathvarfsins eftir að hún flúði aðstæðurnar „Ég held að Kvennaathvarfið hafi bjargað lífi mínu.“ Hún fór út af heimilinu með ekkert og þurfti því að byrja á að kaupa sængur og rúm fyrir sig og börnin sín. Líkt og margar konur hélt hún áfram í viðtölum í athvarfinu. „Þetta var svona heimahöfn sem ég gat alltaf leitað til.“ Mikilvægt að setja börnin í forgang Jenný byrjaði svo sjálf að hjálpa konum í sömu aðstæðum, fyrst hjá Kvennaathvarfinu og nú Bjarkarhlíð. Hún segir mikilvægt að huga vel að hagsmunum barna í þessum aðstæðum. „Ef að ofbeldishegðun er ekki frávikshegðun og er meðhöndluð sem frávikshegðun, erum við þá að segja að þetta sé samfélagslega samþykkt hegðun? Og ætlum við þá ekkert að gera í því? Ég myndi vilja að næsta skref væri að burt séð frá því hvort þetta er andlegt, líkamlegt, fjárhagslegt eða kynferðislegt ofbeldi sem á sér stað, að það verði settar stífari kröfur um það að það foreldri sem beitir ofbeldi leiti sér aðstoðar.“ Söfnunarþáttur fyrir stærra og hentugra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið verður sýndur á Stöð 2 á fimmtudag þar sem rætt verður við fleiri konur um reynslu af ofbeldi í nánu sambandi. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jenný í heild sinni. Klippa: Jenný Kristín Valberg - Viðtalið í heild Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarþáttur er sýndur á Stöð 2 þann 10. nóvember. Söfnunarnúmerin má sjá hér fyrir neðan: -907-1010- 1.000 krónur -907-1030 -3.000 krónur -907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700
Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarþáttur er sýndur á Stöð 2 þann 10. nóvember. Söfnunarnúmerin má sjá hér fyrir neðan: -907-1010- 1.000 krónur -907-1030 -3.000 krónur -907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700
Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Afmælið þróaðist í uppboð fyrir Kvennaathvarfið: „Lítið fræ sem varð að fallegu blómi“ Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands hélt sextán sinnum upp á fimmtugs afmælið sitt. Hugmyndin vatt upp á sig og er nú orðin að stóru listaverkauppboði til styrktar Kvennaathvarfinu. 16. október 2022 10:01 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Afmælið þróaðist í uppboð fyrir Kvennaathvarfið: „Lítið fræ sem varð að fallegu blómi“ Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands hélt sextán sinnum upp á fimmtugs afmælið sitt. Hugmyndin vatt upp á sig og er nú orðin að stóru listaverkauppboði til styrktar Kvennaathvarfinu. 16. október 2022 10:01