Réttarhöldin yfir Ryan Giggs: Átti erfitt með að svara spurningum saksóknara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2022 12:00 Ryan Giggs gæti átt yfir höfði sér nokkurra ára fangelsisvist. Christopher Furlong/Getty Images Níundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. Þriðja daginn í röð bar Ryan Giggs vitni. Hann brotnaði niður og grét í gær er hann rifjaði upp að eyða nóttu í haldi lögreglu. Hann neitar ásökunum þó hann viðurkenni að hann hafi ekki verið hinn fullkomni kærasti. Ryan Giggs admits giving the police a statement that was partly untrue.Day 9 of the Giggs trial. Former #MUFC player is accused of creating "false narrative" to cover up behaviour towards girlfriend.Jury expected to deliberate verdict early next week.https://t.co/7LCN3YqtdC— Daniel Taylor (@DTathletic) August 18, 2022 Eftir að hafa upphaflega sagst vera ánægður með að lögreglan skildi mæta þann 20. nóvember, er hann er ásakaður um að hafa skallað Kate og gefið Emmu olnbogaskot. Þá viðurkenndi Giggs að hann hefði í raun ekki viljað fá lögregluna á svæðið og að hann hafi látið Emmu heyra það fyrir að hringja í Neyðarlínuna. Peter Wright, saksóknari, ásakaði Giggs um að búa til falska lýsingu á því sem átti sér stað. Wright sagði að Giggs væri að reyna láta það líta þannig út að hann væri fórnarlamb en ekki gerandi. Símtal Emmu við Neyðarlínuna Afrit af símtali Emmu Greville í Neyðarlínuna var lesið upp. Þar kom fram að Giggs hefði truflað Emmu með því að segja „Þú fokking orsakaðir þetta.“ Emma var þá að segja Neyðarlínunni að Giggs hefði skallað systur hennar og hótað að gera það sama við hana. Wright spurði Giggs einfaldlega: „Af hverju sagðir þú ekki þá að um algjöra þvælu væri að ræða eða spurðir um hvað hún væri að tala.“ „Ég veit það ekki,“ svaraði Giggs aftur og aftur er Wright þjarmaði að honum. Giggs viðurkenndi að hann hefði reynt að sannfæra Emmu um að hringja ekki í Neyðarlínuna. Hann sagði henni að hugsa um hvaða áhrif þetta myndi hafa á dóttur hans ef lögreglan myndi mæta á svæðið og þetta kæmist í fjölmiðla. Hvað gerist næst? Réttarhöldin áttu upphaflega að vera í tvær vikur eða tíu virka daga. Nú hefur verið staðfest að þau munu halda áfram inn í þriðju vikuna. Enn eiga báðir aðilar, saksóknari og lögmenn, eftir að halda lokaræður sínar. Talið er að kviðdómur muni ráða ráðum sínum og ákveða sekt eða sakleysi Giggs á þriðjudaginn í næstu viku. Fótbolti Heimilisofbeldi Mál Ryan Giggs Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2026? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sjá meira
Þriðja daginn í röð bar Ryan Giggs vitni. Hann brotnaði niður og grét í gær er hann rifjaði upp að eyða nóttu í haldi lögreglu. Hann neitar ásökunum þó hann viðurkenni að hann hafi ekki verið hinn fullkomni kærasti. Ryan Giggs admits giving the police a statement that was partly untrue.Day 9 of the Giggs trial. Former #MUFC player is accused of creating "false narrative" to cover up behaviour towards girlfriend.Jury expected to deliberate verdict early next week.https://t.co/7LCN3YqtdC— Daniel Taylor (@DTathletic) August 18, 2022 Eftir að hafa upphaflega sagst vera ánægður með að lögreglan skildi mæta þann 20. nóvember, er hann er ásakaður um að hafa skallað Kate og gefið Emmu olnbogaskot. Þá viðurkenndi Giggs að hann hefði í raun ekki viljað fá lögregluna á svæðið og að hann hafi látið Emmu heyra það fyrir að hringja í Neyðarlínuna. Peter Wright, saksóknari, ásakaði Giggs um að búa til falska lýsingu á því sem átti sér stað. Wright sagði að Giggs væri að reyna láta það líta þannig út að hann væri fórnarlamb en ekki gerandi. Símtal Emmu við Neyðarlínuna Afrit af símtali Emmu Greville í Neyðarlínuna var lesið upp. Þar kom fram að Giggs hefði truflað Emmu með því að segja „Þú fokking orsakaðir þetta.“ Emma var þá að segja Neyðarlínunni að Giggs hefði skallað systur hennar og hótað að gera það sama við hana. Wright spurði Giggs einfaldlega: „Af hverju sagðir þú ekki þá að um algjöra þvælu væri að ræða eða spurðir um hvað hún væri að tala.“ „Ég veit það ekki,“ svaraði Giggs aftur og aftur er Wright þjarmaði að honum. Giggs viðurkenndi að hann hefði reynt að sannfæra Emmu um að hringja ekki í Neyðarlínuna. Hann sagði henni að hugsa um hvaða áhrif þetta myndi hafa á dóttur hans ef lögreglan myndi mæta á svæðið og þetta kæmist í fjölmiðla. Hvað gerist næst? Réttarhöldin áttu upphaflega að vera í tvær vikur eða tíu virka daga. Nú hefur verið staðfest að þau munu halda áfram inn í þriðju vikuna. Enn eiga báðir aðilar, saksóknari og lögmenn, eftir að halda lokaræður sínar. Talið er að kviðdómur muni ráða ráðum sínum og ákveða sekt eða sakleysi Giggs á þriðjudaginn í næstu viku.
Fótbolti Heimilisofbeldi Mál Ryan Giggs Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2026? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sjá meira