Skotland

Verkföll lama lestarsamgöngur í Bretlandi
Lestarsamgöngur lömuðust í Bretlandi í morgun þegar allt að 40 þúsund starfsmenn lögðu niður störf í umfangsmestu verkfallsaðgerðum lestarstarfsmanna í landinu í heil þrjátíu ár. Verkfallið hefur áhrif á ferðir milljóna farþega.

Fyrrverandi markvörður Man Utd og Rangers á aðeins hálft ár eftir ólifað
Goðsögnin Andy Goram á aðeins hálft ár eftir ólifað eftir að hafa greinst nýverið með vélindakrabbamein á lokastigi. Goram gerði garðinn frægan með Rangers á tíunda áratug síðustu aldar og lék svo um skamma stund með Manchester United eftir aldamót.

Mikil gleði þegar strákurinn frétti að hann væri að fara á úrslitaleikinn
Ungur strákur og mikill stuðningsmaður Rangers hélt að foreldrar hans ætluðu að skilja hann eftir heima í Skotlandi en annað kom á daginn. Úr varð stórskemmtileg stund.

Bretar ganga til sveitarstjórnakosninga í dag
Bretar ganga til sveitarstjórnakosninga í dag rétt eins og Íslendingar eftir rúma viku. Í Englandi eru 4.360 sæti í boði í 146 sveitarstjórnum auk þess sem kosið er um borgarstjóra víða.

Segir það rétta ákvörðun að fresta leik Skotlands og Úkraínu
Ekkert verður af leik Skota og Úkraínumanna í umspili um sæti á HM en leikurinn átti að fara fram 24. mars næstkomandi.

Aberdeen heiðraði Sir Alex Ferguson með styttu | Afhjúpaði hana sjálfur
Sir Alex Ferguson er hvað frægastur fyrir að gera Manchester United að einu mesta stórveldi knattspyrnusögunnar. Hann afrekaði ekki síðri hluti með Aberdeen í Skotlandi áður en hann hélt til Manchester-borgar árið 1986 og nú hefur skoska félagið ákveðið að heiðra Skotann magnaða.

Biðjast afsökunar á að hafa samið við nauðgarann og íhuga að láta hann fara
Skoska B-deildarliðið Raith Rovers ætlar ekki að nota nauðgarann David Goodwillie og íhugar að rifta samningi sínum við hann, áður en hann spilar leik fyrir félagið.

Fyrirliði kvennaliðsins hætti því karlaliðið samdi við nauðgara
Ákvörðun forráðamanna skoska fótboltaliðsins Raith Rovers að semja við David Goodwillie, dæmdan nauðgara, hefur vakið hörð viðbrögð.

Bylgja Babýlons þriðji fyndnasti grínistinn í Skotlandi
Grínistinn Bylgja Babýlons hafnaði í þriðja sæti á lista Rotunda Comedy Club í Skotlandi yfir bestu grínistana árið 2021.

COP26 fer í framlengingu: Enn er þrasað um loftslagsmál í Glasgow
Samningaviðræður standa enn yfir á lokametrum loftslagsráðstefnunnar í Glasgow sem átti að ljúka klukkan sex í kvöld. Drög að nýju og bitlausara samkomulagi voru birt í dag.

Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“
Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum.

Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs
Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun.

Dagbók frá Glasgow
Ég renndi í hlað á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á fimmtudaginn. Ráðstefnan stendur til 12. nóvember og er óhætt að segja að það séu spennandi dagar fram undan, enda er þetta mikilvægasta ráðstefnan síðan í París 2015. Núna þurfa löndin að sýna hvernig þau ætla að hrinda því í framkvæmd sem þau lofuðu árið 2015.

Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26
Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana.

Greta Thunberg segir loftslagsráðstefnuna mislukkaða
Loftslagsbaráttukonan unga Greta Thunberg sagði í ávarpi til þátttakenda í kröfugöngu í Glasgow að yfirstandandi loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, hefði mislukkast.

Bein útsending: Katrín ávarpar gesti á COP26 í Glasgow
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag.

Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum
Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag.

Munu kolefnisjafna flugið tvöfalt og sæta ströngum reglum um sóttvarnir
Sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í Glasgow mun telja í kringum 60 manns en þar af verða 26 á vegum íslenskra stjórnvalda. Gripið verður til víðtækra sóttvarnaráðstafana vegna ráðstefnunnar og þá munu þau ráðuneyti sem senda fulltrúa kolefnisjafna flugið tvöfalt, í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins.

COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun.

Hvað er COP26?
Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi.

Biden sækir G20-fund og hittir páfann fyrir loftslagsráðstefnuna
Joe Biden Bandaríkjaforseti er kominn til Evrópu þar sem hann verður viðstaddur tvo fundi á næstu dögum. Forsetinn byrjar í Róm þar sem G20 ríkin hittast til að ræða skattamál og þá mun hann hitta Frans Páfa í Vatíkaninu en Biden er aðeins annar kaþólikkinn í sögu Bandaríkjanna sem sest á forsetastól.

Walter Smith látinn
Walter Smith, fyrrverandi knattspyrnustjóri Rangers og Everton, og fyrrverandi landsliðsþjálfari Skotlands, er látinn, 73 ára að aldri.

Biður forseta loftslagsráðstefnunnar um að úthýsa olíuforkólfum
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur sent forseta loftslagsráðstefnunnar COP-26 sem fer fram í Glasgow í næsta mánuði um að sparka fulltrúum mengandi iðnaðar út af gestalista ráðstefnunnar.

Sorphirðumenn Glasgow í verkfalli á meðan risafundurinn er
Sorphirðumenn Glasgow-borgar í Skotlandi hafa samþykkt að fara í vikuverkfall, á sama tíma og risaloftlagsráðstefnan COP26 verður haldin í borginni.

Andstæðingar Blika hyggjast reisa styttu af Ferguson
Skoska knattspyrnufélagið Aberdeen hyggst reisa styttu af goðsögninni Sir Alex Ferguson fyrir utan heimavöll félagsins, Pittodrie. Ferguson er sigursælasti knattspyrnustjóri í sögu félagsins.

Innlögnum fjölgar um 38,4 prósent milli vikna í Bretlandi
Alls greindust 46.558 með Covid-19 á Bretlandseyjum undanfarinn sólarhring og 96 dóu. Það er mesti fjöldi látinna þar frá 24. mars þegar 98 dóu.

Vann Opna skoska eftir bráðabana
Ástralinn Min Woo Lee fagnaði sigri á Opna skoska meistaramótinu í golfi í dag eftir gríðarjafna keppni. Þrír kylfingar voru jafnir á toppnum og bráðabana þurfti til að útkljá úrslit mótsins.

Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn leikkonu
Skoski leikarinn Kevin Guthrie var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 29 ára leikkonu. Brotið átti sér stað í lok september árið 2017 á heimili leikarans Scott Reid.

Bættu við sig þingmanni og vantaði einn til að vera í meirihluta
Skoski þjóðarflokkurinn vann sigur í þingkosningunum í Skotlandi sem fram fóru í gær, en endanleg úrslit kosninganna liggja nú fyrir. Flokkurinn bætti við sig einum þingmanni frá síðustu kosningum og er því með 64 þingmenn af 129.

Stefnir á þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði eftir kosningasigur
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur heitið því að ráðist verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi eftir þingkosningarnar sem fram fóru í gær. Hún segir engan vafa um að kosningarnar myndu skila þingmeirihluta sem væri fylgjandi sjálfstæði.