Uri Geller segir skoska einkaeyju sína vera sjálfstæða smáþjóð Bjarki Sigurðsson skrifar 7. ágúst 2022 11:17 Uri Geller er ansi umdeildur í Bretlandi. EPA/Atef Safadi Hinn umdeildi töframaður, sjónvarpsmaður og sjáandi, Uri Geller, heldur því fram að eyja við strendur Skotlands sem er í hans eigu sé nú orðin að smáþjóð (e. micronation). Hann keypti eyjuna árið 2009 en smáþjóðin mun á næstunni fá sinn eigin þjóðsöng, fána og stjórnarskrá. Eyjan ber heitið Lamb og er um fimm ferkílómetrar að stærð. Geller keypti hana fyrir þrjátíu þúsund pund, rúma fjóra og hálfa milljón króna, á uppboði árið 2009. Í viðtali sagðist hann alltaf hafa viljað eignast eyju en hann taldi á þeim tíma að fjársjóður væri grafinn á eyjunni. Eyjan er hins vegar friðuð og ekki er leyfilegt að grafa á henni á meðan hún er hluti af Skotlandi. Fjársjóðurinn er því enn ófundinn. Geller heldur því fram að hann geti beygt skeiðar með huganum.EPA/Bruno Bebert Corbis Til eru fjölmargar smáþjóðir um allan heim, til dæmis Sjáland undan ströndum Bretlands sem er sjóvirki með þyrlupalli, Rósaeyja í Adríahafi sem var manngerð eyja sem var sprengd ári eftir að hún var byggð og keisaradæmið Atlantium í Ástralíu. Nú hefur Lambeyja bæst í hóp smáþjóða. Það sem aðgreinir smáþjóðir frá öðrum ríkjum er að þær skortir alla viðurkenningu annarra ríkja eða helstu alþjóðastofnanna. Rétt er að taka fram að í íslenskri tungu þýðir orðið einnig þjóð sem er smá, samanber Smáþjóðaleikarnir, en þær þjóðir sem taka þátt í leikunum eru þó viðurkenndar af flestum ríkjum heims. Hver sem er mun geta sótt um ríkisborgararétt hjá Lambeyju, þó gegn gjaldi. Samkvæmt BBC munu allar tekjur renna til ísraelsku hjálparsamtakanna Save a Child‘s Heart sem aðstoða börn með hjartasjúkdóma um allan heim. Geller sjálfur er fæddur og uppalinn í Ísrael en hann hefur ekki búið þar síðan árið 1971. Lambeyja er um tvo kílómetra austur af Fidraeyju sem er sögusvið bókarinnar Fjársjóðseyjan eftir Robert Stevenson. Fidraeyja er líkt og Lambeyja friðuð og því ekki vitað hvort Stevenson hafi haft rétt fyrir sér um hvort fjársjóð megi finna á eyjunni eða ekki. Það er þó ekki einungis fjársjóður sem gæti leynst á Lambeyju þar sem Geller heldur því fram að bein fórnarlamba Norður-Berwick nornaréttarhaldanna frá tíunda áratug sextándu aldar séu grafin á eyjunni. Sérfræðingar telja þó að beinin séu grafin nálægt þeim stað sem meintu nornirnar voru brenndar. Geller ákvað að gera eyjuna að smáþjóð eftir að honum var neitað um að verða barón. Í gegnum tíðina hafa eigendur eyjunnar verið barónar en samkvæmt BBC var þeirri hefð hætt þegar Geller keypti eyjuna. „Ég gat ekki orðið barón svo ég ákvað að gera betur og stofna mitt eigið ríki. Það sem gerir þetta mun meira sérstakt eru allar þessar sterku, þýðingarmiklu andlegu tengingar. Þetta er enginn venjulegur staður,“ segir Geller. Engin bryggja er á eyjunni og ekki hægt að geyma bát sinn þar nema uppi á landi. Því hefur eyjan oft verið kölluð sjálfsvígseyja þar sem erfitt er að komast af henni. Eyjan komst í fréttirnar fyrr í sumar þegar það þurfti 35 leiðangra þangað til þess að drepa eina rottu sem hafði komið sér fyrir þar. Geller vildi ekkert með hana hafa en það gekk illa að finna hana. Skotland Bretland Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Eyjan ber heitið Lamb og er um fimm ferkílómetrar að stærð. Geller keypti hana fyrir þrjátíu þúsund pund, rúma fjóra og hálfa milljón króna, á uppboði árið 2009. Í viðtali sagðist hann alltaf hafa viljað eignast eyju en hann taldi á þeim tíma að fjársjóður væri grafinn á eyjunni. Eyjan er hins vegar friðuð og ekki er leyfilegt að grafa á henni á meðan hún er hluti af Skotlandi. Fjársjóðurinn er því enn ófundinn. Geller heldur því fram að hann geti beygt skeiðar með huganum.EPA/Bruno Bebert Corbis Til eru fjölmargar smáþjóðir um allan heim, til dæmis Sjáland undan ströndum Bretlands sem er sjóvirki með þyrlupalli, Rósaeyja í Adríahafi sem var manngerð eyja sem var sprengd ári eftir að hún var byggð og keisaradæmið Atlantium í Ástralíu. Nú hefur Lambeyja bæst í hóp smáþjóða. Það sem aðgreinir smáþjóðir frá öðrum ríkjum er að þær skortir alla viðurkenningu annarra ríkja eða helstu alþjóðastofnanna. Rétt er að taka fram að í íslenskri tungu þýðir orðið einnig þjóð sem er smá, samanber Smáþjóðaleikarnir, en þær þjóðir sem taka þátt í leikunum eru þó viðurkenndar af flestum ríkjum heims. Hver sem er mun geta sótt um ríkisborgararétt hjá Lambeyju, þó gegn gjaldi. Samkvæmt BBC munu allar tekjur renna til ísraelsku hjálparsamtakanna Save a Child‘s Heart sem aðstoða börn með hjartasjúkdóma um allan heim. Geller sjálfur er fæddur og uppalinn í Ísrael en hann hefur ekki búið þar síðan árið 1971. Lambeyja er um tvo kílómetra austur af Fidraeyju sem er sögusvið bókarinnar Fjársjóðseyjan eftir Robert Stevenson. Fidraeyja er líkt og Lambeyja friðuð og því ekki vitað hvort Stevenson hafi haft rétt fyrir sér um hvort fjársjóð megi finna á eyjunni eða ekki. Það er þó ekki einungis fjársjóður sem gæti leynst á Lambeyju þar sem Geller heldur því fram að bein fórnarlamba Norður-Berwick nornaréttarhaldanna frá tíunda áratug sextándu aldar séu grafin á eyjunni. Sérfræðingar telja þó að beinin séu grafin nálægt þeim stað sem meintu nornirnar voru brenndar. Geller ákvað að gera eyjuna að smáþjóð eftir að honum var neitað um að verða barón. Í gegnum tíðina hafa eigendur eyjunnar verið barónar en samkvæmt BBC var þeirri hefð hætt þegar Geller keypti eyjuna. „Ég gat ekki orðið barón svo ég ákvað að gera betur og stofna mitt eigið ríki. Það sem gerir þetta mun meira sérstakt eru allar þessar sterku, þýðingarmiklu andlegu tengingar. Þetta er enginn venjulegur staður,“ segir Geller. Engin bryggja er á eyjunni og ekki hægt að geyma bát sinn þar nema uppi á landi. Því hefur eyjan oft verið kölluð sjálfsvígseyja þar sem erfitt er að komast af henni. Eyjan komst í fréttirnar fyrr í sumar þegar það þurfti 35 leiðangra þangað til þess að drepa eina rottu sem hafði komið sér fyrir þar. Geller vildi ekkert með hana hafa en það gekk illa að finna hana.
Skotland Bretland Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira