Sir Alex Ferguson var staddur fyrir utan Pittodrie-leikvanginn í Aberdeen í dag þar sem afhjúpa átti styttu honum til heiðurs. Sir Alex þjálfaði Aberdeen frá 1978 til 1986 og gerði magnaða hluti með liðið.
Lið hans stöðvaði ekki aðeins einokun Celtic og Rangers á toppi deildarinnar en það gerði sér einnig lítið fyrir og varð Evrópumeistari bikarhafa árið 1983 eftir sigur á Real Madríd.
Alls varð Aberdeen þrisvar skoskur meistari, bikarmeistari fjórum sinnum og Evrópumeistari einu sinni undir stjórn Sir Alex.
Sir Alex Ferguson unveiling his statue at Aberdeen pic.twitter.com/BKEy49G0C2
— Football Daily (@footballdaily) February 25, 2022
Það var því löngu kominn tími til að félagið myndi heiðra hinn áttræða Ferguson sem hefur ekki verið á hliðarlínunni síðan árið 2013 er hann hætti sem þjálfari Manchester United. Hér að ofan má sjá myndband af því er Sir Alex afhjúpar styttuna.