COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Þorgils Jónsson skrifar 31. október 2021 13:19 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í Glasgow í morgun. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. Miðað verður við að koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 1,5 gráður við lok þessarar aldar, frá því sem var fyrir iðnvæðingu. Samkomulag náðist um það viðmið með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Alok Sharma, breskur ráðherra sem stýrir ráðstefnunni, sagði við setninguna að þessi samkoma væri „okkar síðasta og besta von um að halda 1,5 gráðu takmarkinu innan seilingar“. Breski ráðherrann Alok Sharma stýrir loftslagsráðstefnunni.Mynd/AP Í frétt AP segir að vísindamenn telji möguleika á að ná settu marki fara sífellt minnkandi. Heimurinn hafi þegar hlýnað um 1,1 gráðu og miðað við núverandi skuldbindingar í útblæstri gróðurhúsalofttegunda muni hlýnunin nema 2,7 gráðum í lok aldar. Verði það niðurstaðan muni flestir jöklar jarðar hafa bráðnað með tilheyrandi hækkun sjávarmáls og öfgafyllri veðurbrigðum. Sharma sagði við setninguna í morgun að hægt væri að leggja upp í áratug þar sem aukinn metnaður og framtakssemi yrði í fyrirrúmi. „Við höfum tækifæri á grænum vexti, góðum grænum störfum og ódýrari hreinni orku.“ Hann bætti því við að jafnvel Kína, sem mengar mest allra ríkja, hefði nýlega sett meiri metnað í útblástursmarkmið. „En við vonuðumst auðvitað eftir meiru,“ bætti hann við í samtali við BBC. Skoska veðráttan tók ekki blíðlega á móti gestum loftslagsráðstefnunnar í morgun.Mynd/AP G20-ríkin, helstu iðnríki heims, sem standa samanlagt að um þremur fjórðu af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, náðu á leiðtogafundi í morgun samkomulagi um að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Auk þess komu þau sér saman um að binda endi á opinberar fjárfestingar í kolaraforkuverum í þróunarlöndum. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, varað nýlega við afleiðingum þess að ná ekki takmörkum Parísarsamkomulagsins. Hann var hins vegar bjartsýnn á að ríki heimsins væru á réttri leið. Þessi fyrsti dagur ráðstefnunnar fer aðallega í að ræða fundarsköp og þess háttar, en helstu þjóðarleiðtogar eru væntanleg til Glasgow á komandi dögum. Loftslagsmál Skotland Bretland COP26 Tengdar fréttir Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. 30. október 2021 11:31 Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Miðað verður við að koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 1,5 gráður við lok þessarar aldar, frá því sem var fyrir iðnvæðingu. Samkomulag náðist um það viðmið með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Alok Sharma, breskur ráðherra sem stýrir ráðstefnunni, sagði við setninguna að þessi samkoma væri „okkar síðasta og besta von um að halda 1,5 gráðu takmarkinu innan seilingar“. Breski ráðherrann Alok Sharma stýrir loftslagsráðstefnunni.Mynd/AP Í frétt AP segir að vísindamenn telji möguleika á að ná settu marki fara sífellt minnkandi. Heimurinn hafi þegar hlýnað um 1,1 gráðu og miðað við núverandi skuldbindingar í útblæstri gróðurhúsalofttegunda muni hlýnunin nema 2,7 gráðum í lok aldar. Verði það niðurstaðan muni flestir jöklar jarðar hafa bráðnað með tilheyrandi hækkun sjávarmáls og öfgafyllri veðurbrigðum. Sharma sagði við setninguna í morgun að hægt væri að leggja upp í áratug þar sem aukinn metnaður og framtakssemi yrði í fyrirrúmi. „Við höfum tækifæri á grænum vexti, góðum grænum störfum og ódýrari hreinni orku.“ Hann bætti því við að jafnvel Kína, sem mengar mest allra ríkja, hefði nýlega sett meiri metnað í útblástursmarkmið. „En við vonuðumst auðvitað eftir meiru,“ bætti hann við í samtali við BBC. Skoska veðráttan tók ekki blíðlega á móti gestum loftslagsráðstefnunnar í morgun.Mynd/AP G20-ríkin, helstu iðnríki heims, sem standa samanlagt að um þremur fjórðu af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, náðu á leiðtogafundi í morgun samkomulagi um að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Auk þess komu þau sér saman um að binda endi á opinberar fjárfestingar í kolaraforkuverum í þróunarlöndum. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, varað nýlega við afleiðingum þess að ná ekki takmörkum Parísarsamkomulagsins. Hann var hins vegar bjartsýnn á að ríki heimsins væru á réttri leið. Þessi fyrsti dagur ráðstefnunnar fer aðallega í að ræða fundarsköp og þess háttar, en helstu þjóðarleiðtogar eru væntanleg til Glasgow á komandi dögum.
Loftslagsmál Skotland Bretland COP26 Tengdar fréttir Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. 30. október 2021 11:31 Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. 30. október 2021 11:31
Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00
Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16