Viðreisn

Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot
Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á sviði miðlægrar deildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot eigi að vera þyngri. Þá telur hann að bæði lögregla og pólitík eigi að taka betur tillit til öryggistilfinningar almennings. Mikilvægt sé að gæta að rétti grunaðra en á sama tíma þurfi að taka vel utan um þolendur.

Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík vill úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús borgarinnar. Þá vill hún selja fasteignir sem hún segir borgina ekki þurfa að eiga eins og Iðnó og húsnæði Tjarnarbíós. Þetta er meðal hagræðingartillagna sem hún hefur skilað til borgarstjórnar.

Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða
Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum.

Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru
Stjórnmálaflokkarnir á Alþingi senda misfrumlegar og mislangar páskakveðjur. Segja má að ríkisstjórnarflokkarnir leggi meira púður í kveðjur sínar sem eru þó allar þrjár ólíkar. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur senda einfaldar kveðjur en þingflokkur Framsóknar enga.

Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti
Þingmaður Viðreisnar vill að nýr barnamálaráðherra skoði það að alvöru að reka aftur meðferðarheimili fyrir börn að Háholti í Skagafirði. Skrítið sé að nýta húsnæðið ekki á meðan málaflokkurinn er á jafnslæmum stað og hann er núna.

Skipar starfshóp um dvalarleyfi
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar.

Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“
Utanríkisráðherra fundaði með utanríkismálastjóra og framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál um varnarsamstarf. Málið er farið í formlegan farveg en hún leggur áherslu á að auka þurfi stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum.

Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál
Utanríkisráðherra hefur skipað nýjan samráðshóp þingmanna sem á að leggja grunn að öryggis- og varnarstefnu Íslands. Aðalsteinn Leifsson, varaþingmaður Viðreisnar og aðstoðarmaður ráðherra, hefur verið fenginn til að leiða hópinn.

Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf
Mikið gekk á á Alþingi í gær þegar einungis tvö mál komust á dagskrá, annars vegar niðurfelling fasteignaskatta í Grindavíkurbæ og svo umræða um menntamál. Þingfundur hófst klukkan hálf tvö og lauk ekki fyrr en á miðnætti.

„Það eru ekki skattahækkanir“
Fjármála- og efnahagsráðherra vísar því á bug að ríkisstjórnin ætli að hækka skatta á almenning. Hlutfall tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu falli samfellt allt tímabil fjármálaáætlunar til ársins 2030. Þá muni afnám samsköttunar hjóna milli skattþrepa einungis koma niður á þeim sem eru í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þannig skili það ekki skattahækkunum til almennings.

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Á ferðum okkar um borgina og raun landið allt blasa við okkur skilti og skjáir. Þessi litli færanlegi oftast kallaður sími, skjárinn í bílnum, auglýsingaskjáir og skilti á verslunum sem og auglýsingaskjáir sem finna má við fjölfarna staði.

Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“
Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra, segist ekki hafa verið að ganga pólitískra erinda þegar hún lét forsætisráðuneytið og svo fréttamann vita af máli ráðherrans sem varð til þess að hún sagði af sér.

Að mennta til lífs, ekki prófa
Í liðinni viku tók ég sæti á Alþingi sem varaþingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Einstaklega lærdómsrík vika í mjög skemmtilegu og líflegu starfsumhverfi. Ég fékk tækifæri til að láta til mín taka í umræðunni og ræddi meðal annars um menntamál.

Tollar – Fyrir hverja?
Á miðvikudaginn s.l. tilkynnti forseti Bandaríkjana um víðtæka álagningu tolla á innfluttar vörur til Bandaríkjanna. Þessir tollar eru er frá 10% og upp úr. Þeir geta svo hækkað ef tollastríð hefst. Forsetinnn tengir þetta við frelsi og að tollarnir væru lagðir á til þess að vernda bandaríska framleiðslu, færa framleiðsluna heim.

Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna
Atvinnuvegaráðherra segir tolla Trump geta haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi. Mikilvægt sé að Ísland festist ekki milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í tollastríði.

Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni
Steinþór Einarsson hefur verið ráðinn í starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Hann tekur við starfinu af Eiríki Birni Björgvinssyni sem er í fimm ára leyfi frá borginni eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir Viðreisn í nóvember í fyrra.

„Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki.

Bókun 35 þokast nær afgreiðslu
Bókun 35, lagafrumvarp um breytingu á lögum EES-svæðsins sem leysir úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða, er komið út úr utanríkismálanefnd og á leið í 2. umræðu.

Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ fyrr í vikunni. Snorri segir Viðreisn hafa tekið upp „jafnréttisáætlun“ Vinstri grænanna óbreytta.

Þórdís Lóa brast í söng í pontu
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, brast í söng í umræðu um breytingar á reglum um umferð einkaþotna og þyrlna og kennsluflug um Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórnarfundi í gær.

Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi
Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem 27 prósent aðspurðra segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist næststærstur með 22 prósenta fylgi.

Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað
Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn.

„Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja gefa lítið fyrir tal um ætlað reynsluleysi Flokks fólksins og áhrif þess á stjórnarsambandið. Formaður Viðreisnar segir slíkt tal merki um hroka og yfirlæti og bendir á að Viðreisn og Flokkur fólksins hafi boðið fram fyrst sama árið.

Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum
Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi.

Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú verið við störf í hundrað daga. Almannatengill segir ríkisstjórnina hafa verið pólitískt stórtækari en hann átti von á og forystukonurnar hafa staðið sig vel.

Menningarslys verði frumvarpið samþykkt
Rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd segir að um menningarslys yrði að ræða ef frumvarp um breytingu á mannanafnalögum verði samþykkt. Lagabreytingin myndi grafa undan núverandi kerfi, sem væri fljótt að láta undan síga.

Gerðu upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra boða til fréttamannafundar klukkan 13 í dag. Til umræðu eru fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar.

Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi
Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani.

„Þetta er afnotagjald“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu.

Minnist móður sinnar sem lést í morgun
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar minnist móður sinnar Katrínar Arason sem kvaddi í morgun á hundraðasta aldursári.