Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 5. janúar 2026 11:09 Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Arnar Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. „En þetta eru þannig tímar að það er mjög gott fyrir utanríkisráðherra og nefndina að funda reglulega saman vegna þeirrar stöðu sem er uppi í alþjóðastjórnmálum,“ sagði Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu að loknum fundi nefndarinnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki þótt afdráttarlaus í svörum sínum um það hvort Bandaríkin hafi brotið alþjóðalög með innrás sinni í Venesúela. Pawel, sem er flokksbróðir utanríkisráðherra, var því inntur eftir svörum um það hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þessa. „Ég held að ef maður lítur á lögmæti aðgerðanna sem slíkra þá sér maður kannski ekki í fljótu bragði með hvaða hætti þær samrýmast þeim grunngildum Sameinuðu þjóðanna og öðru því líku. Það er kannski stutta svarið í því. Á hinn bóginn hef ég auðvitað líka sagt að stjórn Maduros er ekki endilega stjórn sem hefur verið til fyrirmyndar, þetta er stjórn sem hefur fangelsað fullt af fólki án dóms og laga, það er fjöldi pólitískra fanga í landinu, fullt af fólki sem hefur horfið og verið drepið. Þannig að það verður líka kannski að hafa það í huga,“ svaraði Pawel. Veki „hófsama bjartsýni“ flóttafólks frá Venesúela Hann líti svo á að ástæða Bandaríkjanna fyrir aðgerðum sínum í Venesúela endurspeglist í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna þar sem þau líti svo á að Ameríka öll eigi að tilheyra áhrifasvæði Bandaríkjanna og þau séu að beita sér í takt við þá stefnu. „Í mínum samtölum við flóttamenn frá Venesúela, sem eru núna á áttundu milljón í heiminum, fólk sem hefur flúið þetta ógeðslega stjórnarfar, þá mæta þau oft þessum fréttum með alla veganna svona hófsamri bjartsýni,“ bætir Pawel við. Má ekki segja að þetta sé hættuleg þróun þegar þjóð eins og Bandaríkin gera þetta með þessum hætti? „Við skulum alla vegana segja það þannig að heimurinn þar sem að stórveldi beita valdi til þess að ná sínu fram er ekki endilega heimur sem er betri fyrir ríki eins og okkar, smáríki sem að reiða sig á alþjóðalög í öllum sínum samskiptum. Það er ekki endilega betri heimur til að búa í,“ svarar Pawel. Ísland þurfi að halda áfram að tala fyrir því að alþjóðalög séu virt, vera hófsöm í yfirlýsingum og halda áfram að vinna náið með nágranna- og bandalagsríkjum. Spurður hvort yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda séu ekki litaðar af þeirri staðreynd að Ísland eigi í tvíhliða varnarsamstarfi við Bandaríkin viðurkennir Pawel að það sé alveg ljóst að Bandaríkin séu eitt sterkasta bandalagsríki Íslands og séu mikilvæg vörnum landsins. Grænlendingar ákvarði framtíð Grænlands Inntur eftir svörum um Grænland, eftir endurtekin ummæli Bandaríkjastjórnar um að Bandaríkin verði að eignast Grænland, ítrekar Pawel að íslensk stjórnvöld, síðast forsætisráðherra í morgun, um stuðning Íslands við Grænland. „Það er náttúrlega Grænlendinga að ákveða um framtíð Grænlands en ekki einhverra annarra með sínum hnefarétti,“ segir Pawel. Utanríkismál Viðreisn Grænland Venesúela Bandaríkin Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fleiri fréttir Töluvert viðbragð vegna týndra göngumanna Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Sjá meira
„En þetta eru þannig tímar að það er mjög gott fyrir utanríkisráðherra og nefndina að funda reglulega saman vegna þeirrar stöðu sem er uppi í alþjóðastjórnmálum,“ sagði Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu að loknum fundi nefndarinnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki þótt afdráttarlaus í svörum sínum um það hvort Bandaríkin hafi brotið alþjóðalög með innrás sinni í Venesúela. Pawel, sem er flokksbróðir utanríkisráðherra, var því inntur eftir svörum um það hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þessa. „Ég held að ef maður lítur á lögmæti aðgerðanna sem slíkra þá sér maður kannski ekki í fljótu bragði með hvaða hætti þær samrýmast þeim grunngildum Sameinuðu þjóðanna og öðru því líku. Það er kannski stutta svarið í því. Á hinn bóginn hef ég auðvitað líka sagt að stjórn Maduros er ekki endilega stjórn sem hefur verið til fyrirmyndar, þetta er stjórn sem hefur fangelsað fullt af fólki án dóms og laga, það er fjöldi pólitískra fanga í landinu, fullt af fólki sem hefur horfið og verið drepið. Þannig að það verður líka kannski að hafa það í huga,“ svaraði Pawel. Veki „hófsama bjartsýni“ flóttafólks frá Venesúela Hann líti svo á að ástæða Bandaríkjanna fyrir aðgerðum sínum í Venesúela endurspeglist í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna þar sem þau líti svo á að Ameríka öll eigi að tilheyra áhrifasvæði Bandaríkjanna og þau séu að beita sér í takt við þá stefnu. „Í mínum samtölum við flóttamenn frá Venesúela, sem eru núna á áttundu milljón í heiminum, fólk sem hefur flúið þetta ógeðslega stjórnarfar, þá mæta þau oft þessum fréttum með alla veganna svona hófsamri bjartsýni,“ bætir Pawel við. Má ekki segja að þetta sé hættuleg þróun þegar þjóð eins og Bandaríkin gera þetta með þessum hætti? „Við skulum alla vegana segja það þannig að heimurinn þar sem að stórveldi beita valdi til þess að ná sínu fram er ekki endilega heimur sem er betri fyrir ríki eins og okkar, smáríki sem að reiða sig á alþjóðalög í öllum sínum samskiptum. Það er ekki endilega betri heimur til að búa í,“ svarar Pawel. Ísland þurfi að halda áfram að tala fyrir því að alþjóðalög séu virt, vera hófsöm í yfirlýsingum og halda áfram að vinna náið með nágranna- og bandalagsríkjum. Spurður hvort yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda séu ekki litaðar af þeirri staðreynd að Ísland eigi í tvíhliða varnarsamstarfi við Bandaríkin viðurkennir Pawel að það sé alveg ljóst að Bandaríkin séu eitt sterkasta bandalagsríki Íslands og séu mikilvæg vörnum landsins. Grænlendingar ákvarði framtíð Grænlands Inntur eftir svörum um Grænland, eftir endurtekin ummæli Bandaríkjastjórnar um að Bandaríkin verði að eignast Grænland, ítrekar Pawel að íslensk stjórnvöld, síðast forsætisráðherra í morgun, um stuðning Íslands við Grænland. „Það er náttúrlega Grænlendinga að ákveða um framtíð Grænlands en ekki einhverra annarra með sínum hnefarétti,“ segir Pawel.
Utanríkismál Viðreisn Grænland Venesúela Bandaríkin Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fleiri fréttir Töluvert viðbragð vegna týndra göngumanna Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Sjá meira