Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 5. janúar 2026 11:09 Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Arnar Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. „En þetta eru þannig tímar að það er mjög gott fyrir utanríkisráðherra og nefndina að funda reglulega saman vegna þeirrar stöðu sem er uppi í alþjóðastjórnmálum,“ sagði Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu að loknum fundi nefndarinnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki þótt afdráttarlaus í svörum sínum um það hvort Bandaríkin hafi brotið alþjóðalög með innrás sinni í Venesúela. Pawel, sem er flokksbróðir utanríkisráðherra, var því inntur eftir svörum um það hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þessa. „Ég held að ef maður lítur á lögmæti aðgerðanna sem slíkra þá sér maður kannski ekki í fljótu bragði með hvaða hætti þær samrýmast þeim grunngildum Sameinuðu þjóðanna og öðru því líku. Það er kannski stutta svarið í því. Á hinn bóginn hef ég auðvitað líka sagt að stjórn Maduros er ekki endilega stjórn sem hefur verið til fyrirmyndar, þetta er stjórn sem hefur fangelsað fullt af fólki án dóms og laga, það er fjöldi pólitískra fanga í landinu, fullt af fólki sem hefur horfið og verið drepið. Þannig að það verður líka kannski að hafa það í huga,“ svaraði Pawel. Veki „hófsama bjartsýni“ flóttafólks frá Venesúela Hann líti svo á að ástæða Bandaríkjanna fyrir aðgerðum sínum í Venesúela endurspeglist í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna þar sem þau líti svo á að Ameríka öll eigi að tilheyra áhrifasvæði Bandaríkjanna og þau séu að beita sér í takt við þá stefnu. „Í mínum samtölum við flóttamenn frá Venesúela, sem eru núna á áttundu milljón í heiminum, fólk sem hefur flúið þetta ógeðslega stjórnarfar, þá mæta þau oft þessum fréttum með alla veganna svona hófsamri bjartsýni,“ bætir Pawel við. Má ekki segja að þetta sé hættuleg þróun þegar þjóð eins og Bandaríkin gera þetta með þessum hætti? „Við skulum alla vegana segja það þannig að heimurinn þar sem að stórveldi beita valdi til þess að ná sínu fram er ekki endilega heimur sem er betri fyrir ríki eins og okkar, smáríki sem að reiða sig á alþjóðalög í öllum sínum samskiptum. Það er ekki endilega betri heimur til að búa í,“ svarar Pawel. Ísland þurfi að halda áfram að tala fyrir því að alþjóðalög séu virt, vera hófsöm í yfirlýsingum og halda áfram að vinna náið með nágranna- og bandalagsríkjum. Spurður hvort yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda séu ekki litaðar af þeirri staðreynd að Ísland eigi í tvíhliða varnarsamstarfi við Bandaríkin viðurkennir Pawel að það sé alveg ljóst að Bandaríkin séu eitt sterkasta bandalagsríki Íslands og séu mikilvæg vörnum landsins. Grænlendingar ákvarði framtíð Grænlands Inntur eftir svörum um Grænland, eftir endurtekin ummæli Bandaríkjastjórnar um að Bandaríkin verði að eignast Grænland, ítrekar Pawel að íslensk stjórnvöld, síðast forsætisráðherra í morgun, um stuðning Íslands við Grænland. „Það er náttúrlega Grænlendinga að ákveða um framtíð Grænlands en ekki einhverra annarra með sínum hnefarétti,“ segir Pawel. Utanríkismál Viðreisn Grænland Venesúela Bandaríkin Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„En þetta eru þannig tímar að það er mjög gott fyrir utanríkisráðherra og nefndina að funda reglulega saman vegna þeirrar stöðu sem er uppi í alþjóðastjórnmálum,“ sagði Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu að loknum fundi nefndarinnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki þótt afdráttarlaus í svörum sínum um það hvort Bandaríkin hafi brotið alþjóðalög með innrás sinni í Venesúela. Pawel, sem er flokksbróðir utanríkisráðherra, var því inntur eftir svörum um það hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þessa. „Ég held að ef maður lítur á lögmæti aðgerðanna sem slíkra þá sér maður kannski ekki í fljótu bragði með hvaða hætti þær samrýmast þeim grunngildum Sameinuðu þjóðanna og öðru því líku. Það er kannski stutta svarið í því. Á hinn bóginn hef ég auðvitað líka sagt að stjórn Maduros er ekki endilega stjórn sem hefur verið til fyrirmyndar, þetta er stjórn sem hefur fangelsað fullt af fólki án dóms og laga, það er fjöldi pólitískra fanga í landinu, fullt af fólki sem hefur horfið og verið drepið. Þannig að það verður líka kannski að hafa það í huga,“ svaraði Pawel. Veki „hófsama bjartsýni“ flóttafólks frá Venesúela Hann líti svo á að ástæða Bandaríkjanna fyrir aðgerðum sínum í Venesúela endurspeglist í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna þar sem þau líti svo á að Ameríka öll eigi að tilheyra áhrifasvæði Bandaríkjanna og þau séu að beita sér í takt við þá stefnu. „Í mínum samtölum við flóttamenn frá Venesúela, sem eru núna á áttundu milljón í heiminum, fólk sem hefur flúið þetta ógeðslega stjórnarfar, þá mæta þau oft þessum fréttum með alla veganna svona hófsamri bjartsýni,“ bætir Pawel við. Má ekki segja að þetta sé hættuleg þróun þegar þjóð eins og Bandaríkin gera þetta með þessum hætti? „Við skulum alla vegana segja það þannig að heimurinn þar sem að stórveldi beita valdi til þess að ná sínu fram er ekki endilega heimur sem er betri fyrir ríki eins og okkar, smáríki sem að reiða sig á alþjóðalög í öllum sínum samskiptum. Það er ekki endilega betri heimur til að búa í,“ svarar Pawel. Ísland þurfi að halda áfram að tala fyrir því að alþjóðalög séu virt, vera hófsöm í yfirlýsingum og halda áfram að vinna náið með nágranna- og bandalagsríkjum. Spurður hvort yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda séu ekki litaðar af þeirri staðreynd að Ísland eigi í tvíhliða varnarsamstarfi við Bandaríkin viðurkennir Pawel að það sé alveg ljóst að Bandaríkin séu eitt sterkasta bandalagsríki Íslands og séu mikilvæg vörnum landsins. Grænlendingar ákvarði framtíð Grænlands Inntur eftir svörum um Grænland, eftir endurtekin ummæli Bandaríkjastjórnar um að Bandaríkin verði að eignast Grænland, ítrekar Pawel að íslensk stjórnvöld, síðast forsætisráðherra í morgun, um stuðning Íslands við Grænland. „Það er náttúrlega Grænlendinga að ákveða um framtíð Grænlands en ekki einhverra annarra með sínum hnefarétti,“ segir Pawel.
Utanríkismál Viðreisn Grænland Venesúela Bandaríkin Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira