23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar 6. janúar 2026 07:30 Reykjavíkurborg er eina höfuðborg Norðurlanda þar sem allir borgarfulltrúar eru í 100% starfi hjá borginni. Heildarkostnaður við borgarfulltrúa í Reykjavík er tæplega 700 m.kr. á ári. Það er upplifun borgarbúa að stjórnsýsla og ákvarðanataka hjá Reykjavíkurborg sé of flókin, að of mikill tími borgarstjórnar fari mál sem skipta litlu, ákvarðanir taki langan tíma og kostnaður sé of mikill. Þessi upplifun borgarbúa endurspeglast í könnunum sem sýna að traust til borgarstjórnar er undir 10%. Þetta þarf ekki að vera svona. Sem leiðtogi Viðreisnar í borgarstjórn mun ég nýta þekkingu mína og reynslu til að einfalda kerfið, bæta ákvarðanatöku og endurvekja traust. Ég hef mikla reynslu sem bæjarstjóri og ráðgjafi í opinberri stjórnsýslu, en líka úr atvinnulífinu og hef menntun í góðum stjórnarháttum. Þessi reynsla og þekking mun skipta máli við að endurskipuleggja þungt og ósveigjanlegt stjórnkerfi. Í hinum höfuðborgum Norðurlanda er meirihluti borgarfulltrúa í hlutastarfi og sinna öðrum störfum samhliða. Lykilaðilar, eins og borgarstjóri og borgarráðsfulltrúar eru í fullu starfi, sem eru 5% til 20% af fjölda fulltrúa. Á þann hátt verður skýrari lína milli pólitískrar stefnu, framkvæmdar og rekstrar. Að auki eru átta varaborgarfulltrúar í Reykjavík í 70% starfi, á launum sem eru hærri en meðallaun í landinu. Samtals eru því 31 fulltrúi sem vinna ekki við annað en að sitja í borgarstjórn. Er það kannski ástæða þess að hver borgarstjórnarfundur tekur 7-12 tíma og borgarbúar tengja lítið við það sem er að gerast? Alltof mikið af fólki sem þarf að koma sínu að. Einu rökin sem ég hef heyrt fyrir þessu fyrirkomulagi í Reykjavík er að borgarstjórn ber sig saman við Alþingi, en ekki önnur sveitarfélög. Það er misskilningur sem þarf að leiðrétta. Reykjavíkurborg á meira sameiginlegt með Árborg en Alþingi. Það er ekki bara dýrt að vera með 31 borgarfulltrúa á launum, það er líka slæmt út frá góðum stjórnarháttum. Í hlutafélagi myndu eigendur aldrei samþykkja að öll stjórnin væri í fullu starfi því það veikir stöðu stjórnar varðandi eftirlit og ábyrgð. Eigendur félaga vilja að stjórnarmenn hafi önnur störf, öðlist reynslu og séu í tengslum við atvinnulíf og samfélag. Ekki að þeir séu inni í daglegum rekstri og verði samdauna núverandi ástandi. Hlutverk stjórna, hvort sem það er í hlutafélagi eða sveitarfélagi er að að setja stefnu, sinna eftirliti með rekstri og halda stjórnendum ábyrgum. Sem leiðtogi Viðreisnar mun ég beita mér fyrir breytingum í borgarstjórn til að bæta stjórnarhætti, auka traust og lækka kostnað. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc og frambjóðandi í 1. sæti í leiðtogavali Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Ragnarsson Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Viðreisn Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er eina höfuðborg Norðurlanda þar sem allir borgarfulltrúar eru í 100% starfi hjá borginni. Heildarkostnaður við borgarfulltrúa í Reykjavík er tæplega 700 m.kr. á ári. Það er upplifun borgarbúa að stjórnsýsla og ákvarðanataka hjá Reykjavíkurborg sé of flókin, að of mikill tími borgarstjórnar fari mál sem skipta litlu, ákvarðanir taki langan tíma og kostnaður sé of mikill. Þessi upplifun borgarbúa endurspeglast í könnunum sem sýna að traust til borgarstjórnar er undir 10%. Þetta þarf ekki að vera svona. Sem leiðtogi Viðreisnar í borgarstjórn mun ég nýta þekkingu mína og reynslu til að einfalda kerfið, bæta ákvarðanatöku og endurvekja traust. Ég hef mikla reynslu sem bæjarstjóri og ráðgjafi í opinberri stjórnsýslu, en líka úr atvinnulífinu og hef menntun í góðum stjórnarháttum. Þessi reynsla og þekking mun skipta máli við að endurskipuleggja þungt og ósveigjanlegt stjórnkerfi. Í hinum höfuðborgum Norðurlanda er meirihluti borgarfulltrúa í hlutastarfi og sinna öðrum störfum samhliða. Lykilaðilar, eins og borgarstjóri og borgarráðsfulltrúar eru í fullu starfi, sem eru 5% til 20% af fjölda fulltrúa. Á þann hátt verður skýrari lína milli pólitískrar stefnu, framkvæmdar og rekstrar. Að auki eru átta varaborgarfulltrúar í Reykjavík í 70% starfi, á launum sem eru hærri en meðallaun í landinu. Samtals eru því 31 fulltrúi sem vinna ekki við annað en að sitja í borgarstjórn. Er það kannski ástæða þess að hver borgarstjórnarfundur tekur 7-12 tíma og borgarbúar tengja lítið við það sem er að gerast? Alltof mikið af fólki sem þarf að koma sínu að. Einu rökin sem ég hef heyrt fyrir þessu fyrirkomulagi í Reykjavík er að borgarstjórn ber sig saman við Alþingi, en ekki önnur sveitarfélög. Það er misskilningur sem þarf að leiðrétta. Reykjavíkurborg á meira sameiginlegt með Árborg en Alþingi. Það er ekki bara dýrt að vera með 31 borgarfulltrúa á launum, það er líka slæmt út frá góðum stjórnarháttum. Í hlutafélagi myndu eigendur aldrei samþykkja að öll stjórnin væri í fullu starfi því það veikir stöðu stjórnar varðandi eftirlit og ábyrgð. Eigendur félaga vilja að stjórnarmenn hafi önnur störf, öðlist reynslu og séu í tengslum við atvinnulíf og samfélag. Ekki að þeir séu inni í daglegum rekstri og verði samdauna núverandi ástandi. Hlutverk stjórna, hvort sem það er í hlutafélagi eða sveitarfélagi er að að setja stefnu, sinna eftirliti með rekstri og halda stjórnendum ábyrgum. Sem leiðtogi Viðreisnar mun ég beita mér fyrir breytingum í borgarstjórn til að bæta stjórnarhætti, auka traust og lækka kostnað. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc og frambjóðandi í 1. sæti í leiðtogavali Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar