
Borgarbyggð

SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur miklar áhyggjur af mikilli hækkun á kostnaði vegna fjárhagsaðstoðar við flóttamenn og áhrif þess á fjárhag sveitarfélagsins. Mikill fjöldi þeirra 180 flóttamanna sem býr á Bifröst þiggur fjárhagsaðstoð og fellur kostnaðurinn á sveitarfélagið í fyrsta sinn í ár.

„Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“
Það var snemma dags fimmtudaginn 30. mars árið 2006 sem RAX fékk ábendingu um mikla sinuelda á Mýrum norðan við Borgarnes.

Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð í morgun. Annars jafnstór mældist í síðasta mánuði og skjálftarnir eru þeir stærstu síðan jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021.

Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum
Þann 30. mars árið 2006 kviknaði sinueldur við þjóðveg 54, norðvestan við Borgarnes, en þessi sinueldur átti eftir að verða sá stærsti í Íslandssögunni.

Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell
Tilkynning barst slökkviliði Borgarfjarðar um sinueld við Húsafell um hádegið í dag. Búið var að ráða niðurlögum eldsins um þrjúleytið.

Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag
Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna.

Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst
Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021.

Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu
Tugir jarðskjálfta hafa mælst síðustu klukkustundir í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, á milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi.

Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst
Hans Guttormur Þormar hefur verið ráðinn verkefnastjóri í viðræðum um mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.

Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi
Fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi var tekin í gær. Áætlað er að húsið verði tekið í notkun haustið 2026.

Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum
Björgunarsveitir af Vesturlandi sem voru kallaðar út til leitar vestan við Borgarnes í gær hættu aðgerðum á miðnætti.

Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi
Björgunarsveitir á Vesturlandi leita nú vestan við Borgarnes. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði við leit en aðgerðinni sé stýrt af lögreglu.

Þrjú banaslys á fjórum dögum
Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar.

Barn á öðru aldursári lést
Barn á öðru aldursári lést í umferðarslysi þegar rúta og jepplingur skullu saman á Vesturlandsvegi.

Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára
Hagnaður samstæðu Orkuveitunnar í fyrra nam 9,3 milljörðum króna í fyrra. Það gerir aukningu upp á 45 prósent milli ára.

Holtavörðuheiðinni lokað
Holtavörðuheiðinni hefur verið lokað vegna færðar og veðurs. Appelsínugul veðurviðvörun fer í gildi á svæðinu í kvöld.

Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST
Matvælastofnun hefur lokið aðgerðum á sauðfjárbúi í Borgarfirði vegna ítrekaðra brota á velferð dýra og ábúendur höfðu endurtekið ekki orðið við kröfum um úrbætur með fullnægjandi hætti. Alls hefur kindum verið fækkað um sex hundruð í aðgerðum stofnunarinnar.

„Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“
Dýraverndunarsinni gagnrýnir að Matvælastofnun sendi um 200 kindur af bænum Höfða í Þverárhlíð til slátrunar rétt fyrir sauðburð. Tímasetning aðgerðanna sé grimmileg. Yfirdýralæknir segir Matvælastofnun ekki tjá sig um einstaka mál en segir þó að loks sjái fyrir endann á krónísku dýravelferðarmáli í Borgarfirðinum.

Fjárfestum í vegakerfinu
Það er óviðunandi ástand að vegakerfið á Íslandi sé að brotna undan eigin þunga. Sá augljósi skortur sem orðið hefur á viðhaldi og nýfjárfestingu í vegakerfi landsins leiðir af sér kostnað fyrir atvinnulíf og íbúa og tækifæri glatast til nýrrar verðmætasköpunar.

Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu
Heitur pottur sem hefur staðið um áratugaskeið við heimili Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi þingmanns, í Borgarbyggð fauk í óveðrinu áðan.

Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst
Karlmaður sem var ákærður fyrir að keyra undir áhrifum og valda hörðum árekstri var metinn ósakhæfur af Héraðsdómi Vesturlands. Manninum var þó gert að greiða kona sem slasaðist alvarlega í árekstrinum þrjár milljónir í miskabætur. Þá þarf hann að greiða 410 þúsund króna sekt innan fjögurra vikna, ellegar þarf hann að sitja 24 daga í fangelsi.

Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði
Veiðifélag í Borgarfirðir stundaði það sem er talið ólöglegt fiskeldi í húsnæði í Borgarfirði án tilskilanna rekstrar- og starfsleyfa. Matvælastofnun segist vera með málið til rannsóknar.

Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö
Nýleg brú hrundi í vatnavöxtum á Vesturlandi. Að sögn Vegagerðar átti hún að standa mun lengur en íbúar á svæðinu höfðu gagnrýnt smíðina og segja málið algjört klúður.

Brúin yfir Ferjukotssíki fallin
Brúin yfir Ferjukotssíki í Borgarfirði er fallin í talsverðum vatnavöxtum. Brúin var reist árið 2023 í kjölfar þess að eldri brú skemmdist í vatnavöxtum. Heimamenn á svæðinu gagnrýndu smíði brúarinnar á sínum tíma og töldu víst að hún myndi ekki endast.

Holtavörðuheiðin opin á ný
Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði á nýjan leik.

Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi
Björgunarsveitir í Borgarfirði voru kallaðar út vegna tilkynningar frá ferðamönnum í vandræðum við Kattarhryggi, á leið upp á Holtavörðuheiði, á fimmta tímanum í nótt.

Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu
Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum.

Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði
Veðurstofan hefur hækkað vöktunarstig á Ljósufjöllum. GPS og gervitunglagögn sýna enga mælanlega aflögun og eru engar sérstakar vísbendingar um að kvikuhreyfingar séu nærri yfirborði. Skjálfar hafa mælst á svæðinu en þeir eru á „óvenjulegri dýpt“ samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar um málið.

Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa
Veðurstofan hyggst auka vöktunarstig við Ljósufjöll vegna skjálftavirkni á svæðinu undanfarnar vikur. Náttúruvársérfræðingur segir sérstakt að skjálftavirkni mælist svo lengi á jafnmiklu dýpi og raunin er nú.

Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu
Skjálfti 2,9 að stærð varð við Grjótárvatn, norður af Borgarnesi, klukkan 5:13 í nótt. Þá varð skjálfti 4,1 að stærð við Bárðarbungu upp úr hálf fjögur í nótt.