Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2025 09:17 Sveitarstjórnarfólk í Skorradalshreppi kærði ákvarðanir Þjóðskrár um skráningu fólks í hreppinn í aðdraganda íbúakosninga um sameiningu við Borgarbyggð. Vísir/Vilhelm Þrettán manns sem sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi töldu hafa skráð sig til heimilis þar til að hafa áhrif á íbúakosningu um sameiningu við Borgarbyggð fá að vera á kjörskrá samkvæmt úrskurði innviðaráðuneytisins. Þremur öðrum var synjað um skráningu. Íbúakosning stendur nú yfir um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepp en henni lýkur 20. september. Sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi hafa haldið því fram að íbúum í hreppnum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og að um kerfisbundna aðgerð til þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna væri að ræða. Lögregla tók hús af fólki fyrir Þjóðskrá til þess að staðfesta búsetu þess í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnarfólkið krafðist þess að Þjóðskrá felldi þrettán einstaklinga af kjörskrá vegna þessara grunsemda um að þeir hefðu fasta búsetu annars staðar. Hætta væri á að vald íbúa Skorradalshrepps til þess að ráða eigin málum yrði tekið af þeim með sviksamlegum hætti ef ekkert yrði að gert. Sextíu og fimm manns voru skráðir búsettir í Skorradalshreppi 1. janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjóðskrá hafnaði kröfunni og staðfesti innviðaráðuneytið þá ákvörðun með úrskurði í gær. Heimildir Þjóðskrár til þess að breyta lögheimilisskráningu að eigin frumkvæði væru takmarkaðar. Ekki væru lagaskilyrði til staðar til að Þjóðskrá gæti leiðrétt kjörskrá eingöngu á grundvelli þess að kjósandi uppfyllti ekki skilyrði laga um lögheimili og aðsetur að fólk hefði fasta búsetu á skráðu lögheimili. Þremur hafnað um skráningu Hins vegar féllst ráðuneytið á kröfu sveitarstjórnarfólksins um að ákvörðun Þjóðskrár um að bæta tveimur einstaklingum, sem virðast búa saman, við kjörskrána yrði felld úr gildi. Ástæðan var sú að fólkið skráði lögheimili sitt í Skorradalshrepp eftir viðmiðunardag kjörskrárinnar. Í umsögn sem var send ráðuneytinu sagðist annar einstaklingurinn fæddur og uppalinn í Skorradal. Lögheimili hans hefði verið í hreppnum nær alla hans ævi en hann ferðaðist þó mikil vegna vinnu sinnar. Lögregla hefði verið send heim til þeirra og þau beðin um að staðfesta hver þau væru með skilríkjum. Í kjölfarið hefði Þjóðskrá fellt niður rannsókn á skráningu þeirra. Hafnaði íbúinn því að þau væru hluti af kerfisbundnum aðgerðum til þess að hafa áhrif á kosningarnar. Sakaði hann sveitarstjórnarfólkið um að reyna að hafa áhrif á kjörskrá út frá stjórnmálaskoðunum manna, raunverulegum eða ætluðum. Innviðaráðuneytið hafnaði einnig kröfu námsmanns sem er búsettur erlendis um að vera skráður á kjörskrá í Skorradalshreppi. Borgarbyggð Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Íbúakosning stendur nú yfir um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepp en henni lýkur 20. september. Sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi hafa haldið því fram að íbúum í hreppnum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og að um kerfisbundna aðgerð til þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna væri að ræða. Lögregla tók hús af fólki fyrir Þjóðskrá til þess að staðfesta búsetu þess í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnarfólkið krafðist þess að Þjóðskrá felldi þrettán einstaklinga af kjörskrá vegna þessara grunsemda um að þeir hefðu fasta búsetu annars staðar. Hætta væri á að vald íbúa Skorradalshrepps til þess að ráða eigin málum yrði tekið af þeim með sviksamlegum hætti ef ekkert yrði að gert. Sextíu og fimm manns voru skráðir búsettir í Skorradalshreppi 1. janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjóðskrá hafnaði kröfunni og staðfesti innviðaráðuneytið þá ákvörðun með úrskurði í gær. Heimildir Þjóðskrár til þess að breyta lögheimilisskráningu að eigin frumkvæði væru takmarkaðar. Ekki væru lagaskilyrði til staðar til að Þjóðskrá gæti leiðrétt kjörskrá eingöngu á grundvelli þess að kjósandi uppfyllti ekki skilyrði laga um lögheimili og aðsetur að fólk hefði fasta búsetu á skráðu lögheimili. Þremur hafnað um skráningu Hins vegar féllst ráðuneytið á kröfu sveitarstjórnarfólksins um að ákvörðun Þjóðskrár um að bæta tveimur einstaklingum, sem virðast búa saman, við kjörskrána yrði felld úr gildi. Ástæðan var sú að fólkið skráði lögheimili sitt í Skorradalshrepp eftir viðmiðunardag kjörskrárinnar. Í umsögn sem var send ráðuneytinu sagðist annar einstaklingurinn fæddur og uppalinn í Skorradal. Lögheimili hans hefði verið í hreppnum nær alla hans ævi en hann ferðaðist þó mikil vegna vinnu sinnar. Lögregla hefði verið send heim til þeirra og þau beðin um að staðfesta hver þau væru með skilríkjum. Í kjölfarið hefði Þjóðskrá fellt niður rannsókn á skráningu þeirra. Hafnaði íbúinn því að þau væru hluti af kerfisbundnum aðgerðum til þess að hafa áhrif á kosningarnar. Sakaði hann sveitarstjórnarfólkið um að reyna að hafa áhrif á kjörskrá út frá stjórnmálaskoðunum manna, raunverulegum eða ætluðum. Innviðaráðuneytið hafnaði einnig kröfu námsmanns sem er búsettur erlendis um að vera skráður á kjörskrá í Skorradalshreppi.
Borgarbyggð Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira