Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. september 2025 21:02 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er deildarstjóri við Háskólann á Bifröst og Heimir Örn Árnason er formaður bæjarráðs Akureyrar. Vísir/Samsett Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor Háskólans á Akureyri vegna fyrirhugaðrar sameiningar skólans og Háskólans á Bifröst. Krafa um að sameinaður háskóli fái nýtt nafn jafngildi því að Háskólinn á Akureyri verði lagður niður sem bæjarráð segir óásættanlegt. Nemendur óttast útibúsvæðingu en deildarstjóri við Háskólann á Bifröst segir sveitarstjórnina standa í vegi stórra tækifæra með þröngsýni sinni. Í fyrra var ákveðið að Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst hæfu sameiningarviðræður. Sú ákvörðun hefur hins vegar reynst umdeild meðal nemenda og starfsmanna þess fyrrnefnda. Á fimmtudaginn fékk bæjarráð Akureyrar til sín fulltrúa stúdenta á sinn fund sem lýstu djúpstæðum áhyggjum sínum af áformunum. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að miklu máli skipti að bæjarstjórn, þingheimur og samfélagið taki mark á áhyggjum stúdenta. Þær áhyggjur þurfi að ræða á opinberum vettvangi, enda varði framtíð skólans samfélagið allt. „Fjölmargir kostir geta fylgt umræddri sameiningu, sem ber að skoða. Sé það rétt að um sé að ræða ófrávíkjanlega kröfu að verði af sameininingu eigi nýr háskóli að fá nýtt nafn, þá er ekki annað hægt að ætla en að í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri, sem sjálfstæða menntastofnun skv. lögum nr. 85/2008. Það er óásættanlegt. Nafn skólans, er ekki aðeins vörumerki sem litlu máli skiptir, heldur staðfesting á því hvar skólinn er staðsettur, því samfélagslega hlutverki sem hann gegnir í nærumhverfinu til lengri tíma sem og að val um staðnám skipti ekki síður máli en sveigjanlegt nám,“ segir í fundargerð bæjarráðs Akureyrar. Óttast að HA verði útibú Einn þeirra fulltrúa nemenda sem sótti fund bæjarráðs á fimmtudaginn var Aðalbjörn Jóhannsson, stúdent við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, en hann skrifaði einnig skoðanagrein á dögunum þar sem hann sagði stúdenta óttast að Háskólinn á Akureyri verði „einfalt útibú frá Háskóla Íslands.“ Um byggðamál sé að ræða sem stríði gegn hagsmunum nærsamfélagsins á Akureyri. „Ef þungamiðjan færist smám saman öll á höfuðborgarsvæðið, líkt og hefur verið að gerast í tilfelli háskólans á Bifröst sem nú er með skrifstofur í Borgartúni 18 í Reykjavík, þá missir Norðurland fjölda starfa og hjarta menntunar, rannsóknastarfs og nýsköpunar á landsbyggðinni,“ skrifar Aðalbjörn. „Ég kalla því eftir því að sveitarstjórnir á Akureyri og í nágrannasveitarfélögum taki virkan þátt í þessu samtali. Í staðinn fyrir óðagot og sameiningar þurfum við opinbera umræðu, skýra afstöðu og sameiginlega framtíðarsýn um hvernig við viljum að Háskólinn á Akureyri dafni og styrkist til næstu áratuga,“ skrifar hann svo. Þröngsýni bæjarráðs hindri framfarir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, segir sig hafa rekið í rogastans við að lesa ályktun bæjarráðs Akureyrar. Hún furðar sig á því sem þar kemur fram sem hún segir bera vott um þröngsýni. „Hér stendur hið pólitíska vald svæðisins frammi fyrir stærsta möguleika sem opnast hefur um áratugaskeið í háskólamálum á Íslandi – möguleika á öflugum háskóla sem sótt gæti fram ekki aðeins á Norðurlandi, heldur landbyggðinni allri og langt út fyrir landsteina, háskóla sem yrði annar stærsti háskóli landsins með höfuðstöðvar á Akureyri og starfsstöðvar á Vesturlandi, á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Háskóli sem gæti sérhæft sig í fjarnámi og sótt á áður óþekkt mið ásamt því að efla staðkennslu og styrkja stöðu sína í höfuðstað Norðurlands,“ segir hún í færslu á samfélagsmiðlum. Hún segir engan hafa gert kröfu um að sameinaður háskóli taki upp nýtt nafn heldur hafi skólarnir komist sameiginlega að niðurstöðu. „Það vekur furðu að bæjarráð Akureyrar skuli nú, ári síðar, þegar svo virðist sem sameiningarviðræður nái fram að ganga, vilja rjúfa þá sátt sem orðin var, og hleypa þar með viðræðunum í uppnám. Einsýni bæjarráðsins á nafn skólans – en ekki þá framför og möguleika sem opnast geta – ber satt að segja ekki vott um framsýni né framfarahyggju, verð ég að segja,“ skrifar Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Háskólar Akureyri Skóla- og menntamál Borgarbyggð Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira
Í fyrra var ákveðið að Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst hæfu sameiningarviðræður. Sú ákvörðun hefur hins vegar reynst umdeild meðal nemenda og starfsmanna þess fyrrnefnda. Á fimmtudaginn fékk bæjarráð Akureyrar til sín fulltrúa stúdenta á sinn fund sem lýstu djúpstæðum áhyggjum sínum af áformunum. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að miklu máli skipti að bæjarstjórn, þingheimur og samfélagið taki mark á áhyggjum stúdenta. Þær áhyggjur þurfi að ræða á opinberum vettvangi, enda varði framtíð skólans samfélagið allt. „Fjölmargir kostir geta fylgt umræddri sameiningu, sem ber að skoða. Sé það rétt að um sé að ræða ófrávíkjanlega kröfu að verði af sameininingu eigi nýr háskóli að fá nýtt nafn, þá er ekki annað hægt að ætla en að í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri, sem sjálfstæða menntastofnun skv. lögum nr. 85/2008. Það er óásættanlegt. Nafn skólans, er ekki aðeins vörumerki sem litlu máli skiptir, heldur staðfesting á því hvar skólinn er staðsettur, því samfélagslega hlutverki sem hann gegnir í nærumhverfinu til lengri tíma sem og að val um staðnám skipti ekki síður máli en sveigjanlegt nám,“ segir í fundargerð bæjarráðs Akureyrar. Óttast að HA verði útibú Einn þeirra fulltrúa nemenda sem sótti fund bæjarráðs á fimmtudaginn var Aðalbjörn Jóhannsson, stúdent við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, en hann skrifaði einnig skoðanagrein á dögunum þar sem hann sagði stúdenta óttast að Háskólinn á Akureyri verði „einfalt útibú frá Háskóla Íslands.“ Um byggðamál sé að ræða sem stríði gegn hagsmunum nærsamfélagsins á Akureyri. „Ef þungamiðjan færist smám saman öll á höfuðborgarsvæðið, líkt og hefur verið að gerast í tilfelli háskólans á Bifröst sem nú er með skrifstofur í Borgartúni 18 í Reykjavík, þá missir Norðurland fjölda starfa og hjarta menntunar, rannsóknastarfs og nýsköpunar á landsbyggðinni,“ skrifar Aðalbjörn. „Ég kalla því eftir því að sveitarstjórnir á Akureyri og í nágrannasveitarfélögum taki virkan þátt í þessu samtali. Í staðinn fyrir óðagot og sameiningar þurfum við opinbera umræðu, skýra afstöðu og sameiginlega framtíðarsýn um hvernig við viljum að Háskólinn á Akureyri dafni og styrkist til næstu áratuga,“ skrifar hann svo. Þröngsýni bæjarráðs hindri framfarir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, segir sig hafa rekið í rogastans við að lesa ályktun bæjarráðs Akureyrar. Hún furðar sig á því sem þar kemur fram sem hún segir bera vott um þröngsýni. „Hér stendur hið pólitíska vald svæðisins frammi fyrir stærsta möguleika sem opnast hefur um áratugaskeið í háskólamálum á Íslandi – möguleika á öflugum háskóla sem sótt gæti fram ekki aðeins á Norðurlandi, heldur landbyggðinni allri og langt út fyrir landsteina, háskóla sem yrði annar stærsti háskóli landsins með höfuðstöðvar á Akureyri og starfsstöðvar á Vesturlandi, á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Háskóli sem gæti sérhæft sig í fjarnámi og sótt á áður óþekkt mið ásamt því að efla staðkennslu og styrkja stöðu sína í höfuðstað Norðurlands,“ segir hún í færslu á samfélagsmiðlum. Hún segir engan hafa gert kröfu um að sameinaður háskóli taki upp nýtt nafn heldur hafi skólarnir komist sameiginlega að niðurstöðu. „Það vekur furðu að bæjarráð Akureyrar skuli nú, ári síðar, þegar svo virðist sem sameiningarviðræður nái fram að ganga, vilja rjúfa þá sátt sem orðin var, og hleypa þar með viðræðunum í uppnám. Einsýni bæjarráðsins á nafn skólans – en ekki þá framför og möguleika sem opnast geta – ber satt að segja ekki vott um framsýni né framfarahyggju, verð ég að segja,“ skrifar Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Háskólar Akureyri Skóla- og menntamál Borgarbyggð Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira