Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar 19. september 2025 10:30 Eftir langdregnar sameiningarþreifingar milli Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst á enn eftir að svara grundvallarspurningum um raunverulegan tilgang, fjárhagslegan grundvöll og menntapólitískar forsendur sameiningar. Skýr svör þarf við þessum spurningunum áður en lengra verður haldið. Glapræði væri að renna blint í sjóinn með sameiningu háskólanna þegar jafn mikið er í húfi og raun ber vitni. Í þessari grein reifa ég helstu spurningar sem þarf að svara og held auk þess til haga nauðsynlegum atriðum fyrir upplýsta umræðu. Háskólinn á Akureyri hefur skotið djúpum rótum og blómstrað frá stofnun árið 1987. Þessu bera vitni þær staðreyndir að frá árinu 2008 hefur HA meira en tvöfaldað nemendafjölda sinn, aukið námsframboð, fjölgað deildum, stóraukið rannsóknavirkni, komið á fót doktorsnámi, rekið sig réttu megin við núllið og ávallt komið vel út í stofnanaúttektum Gæðaráðs íslenskra háskóla. Aukinheldur þá eru stúdentar HA ánægðir með nám sitt og ánægja starfsfólks HA með vinnustað sinn er sú mesta meðal opinberra háskóla hérlendis. Augljóst er því að HA er að gera margt rétt þótt alltaf megi gera betur. Sem þriðji fjölmennasti háskóli landsins og í stöðugum vexti hefur Háskólinn á Akureyri skapað sér sess sem ein af grunnstoðum samfélagsins á Norðurlandi, landsbyggðarinnar allrar og landsins í heild. Sem aflvaki þekkingar og framfara og sannkallaður vaxtarsproti á landsbyggðinni er Háskólinn á Akureyri aukinheldur öflugt mótvægi við háskólastarf á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu ár hafa hins vegar verið blikur á lofti varðandi framtíð Háskólans á Akureyri og vísa ég þar til umdeildra sameiningarþreifinga við Háskólann á Bifröst. Þeir sem lýst hafa efasemdum um þessa vegferð óttast helst að illa ígrunduð og vanfjármögnuð sameining myndi veikja háskólastarf á Akureyri og landsbyggðinni, að frekar yrði þrengt að staðarnámi á kostnað fjarnáms, að þungamiðja háskólastarfs færist enn þá nær höfuðborgarsvæðinu, að sameiningu verði beitt til frekari niðurskurðar í háskólakerfinu og að það muni reynast þrautinni þyngri að sameina einkaskóla og opinberan háskóla sökum ósamrýmanleika stofnanna. Með öðrum orðum hafa viðkomandi áhyggjur af því að sú blómlega grein íslenskra háskóla sem vaxið hefur og dafnað á Akureyri verði beygð í áttina að höfuðborgarsvæðinu og mögulega brotin í óðagotinu. Í ljósi ofangreindra atriða fagna ég því að bæjarráð Akureyrarbæjar, fulltrúar í stúdentaráði Háskólans á Akureyri og aðrir áhugasamir tjái sig með afgerandi hætti um sameiningarþreifingarnar, enda er „Háskólinn á Akureyri hvorki einkamál ríkisins né stjórnenda skólans“, svo vitnað sé í fulltrúa stúdenta, Aðalbjörn Jóhannsson. Möguleg sameining háskólanna er risastórt hagsmunamál fyrir Akureyri, Norðurland, landsbyggðirnar og Ísland í heild. Mikilvægi þessa hefur verið reifað í ótal fréttum og skoðanagreinum að ógleymdum ályktunum frá Félagsvísindadeild, Lagadeild og Viðskiptadeild HA þar sem akademískir starfsmenn lýsa efasemdum um grundvöll og tilgang sameiningar. Við þetta má bæta að háskólafundur HA ályktaði á síðasta ári að falla eigi frá sameiningunni að svo stöddu. Óhætt er því að segja að hugmyndir um sameiningu hafi fallið í grýttan jarðveg hjá nemum og akademískum starfsmönnum HA. Sjálfur hef ég lýst yfir miklum efasemdum varðandi trúverðugleika ferlisins, meintan ávinning og augljós vandkvæði. Ég skil jafnframt vel að bæjarráð Akureyrarbæjar, stúdentar við HA, starfsmenn og fleiri vilji standa vörð um nafnið „Háskólinn á Akureyri“. Nafnið er gamalgróin tenging og táknræn staðfesting á því að háskólinn sé staðsettur á Akureyri og að Akureyri sé háskólabær. Háskólinn á Akureyri var stofnaður sem slíkur og hefur aldrei heitið annað. Ólíkt Háskólanum á Bifröst sem stofnaður var og starfræktur í Reykjavík í tæpa fjóra áratugi áður en skólinn fluttist á Bifröst í Borgarfirði á 6. áratugnum og hefur heitið fjórum mismunandi nöfnum frá stofnun. Þegar öllu er á botninn hvolft er þó enn mikilvægari spurningum ósvarað heldur en nafn mögulegs sameinaðs háskóla. Fyrsta spurningin er augljós: Hver er raunverulegur tilgangur þess að sameina þessa háskóla? Þeir sem tala fyrir sameiningu segja að tilgangurinn sé að búa til stærri, öflugri og „samkeppnishæfari“ háskóla. Það eina sem er þó fast í hendi er að sameinaður háskóli hefði fleiri nemendur en hvor háskólinn fyrir sig. Til þess hins vegar að efla sannarlega kjarnastarfsemi sameinaðs háskóla (þ.e.a.s. kennslu og rannsóknir) umfram þá starfsemi sem nú þegar er fyrir hendi í hvorum háskólanum fyrir sig þarf raunhæft fjármagn, mannskap og tíma. Fátt ef nokkuð bendir til þess að ríkið hafi raunverulega í hyggju að fjármagna slíka sameiningu. Önnur mikilvæg spurning sem af þessu leiðir er eftirfarandi: Er einbeittur vilji hjá ríkisstjórninni til að fjármagna sameiningu af myndarbrag? Talnagleggri einstaklingar en ég hafa skotið á að „alvöru“ sameining háskólanna tveggja myndi fyrst um sinn kosta um 1,5 til 2 milljarða til viðbótar við rekstrarframlög háskólanna tveggja. Mig grunar að viðbótarupphæðin yrði hærri. Eitt er þó víst og það er að hvorki er hægt að ráða af fjárlagaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára (sem skerðir framlög til menntamála) né af nýframlögðu fjármálafrumvarpi að búið sé að eyrnamerkja „alvöru“ fjármagn til að sameina af myndarbrag. Hvað segir það okkur? Það má a.m.k. gera því skóna að ríkisstjórnin ætli ekki í raun og veru að láta kné fylgja kviði í þessu máli. Fyrir liggur að íslenskt háskólakerfi er vanfjármagnað. Fjárframlag á hvern ársnema hér á landi er tæplega þriðjungi lægra en meðaltal Norðurlandanna. Ef svo ólíklega vill til að háskólarnir verði sameinaðir tel ég einsýnt að það verði gert af vanefnum. Það kann alls ekki góðri lukku að stýra. Þá eru yfirgnæfandi líkur á því að tími og orka hlutaðeigandi fari í rústabjörgun fremur en uppbyggingu. Slík vegferð mun veikja fremur en efla íslenskt háskólastarf. Ég fæ a.m.k. ekki annað séð en ef það á að sameina háskólana tvo af einhverju viti og myndarbrag þyrfti að fara með auka-fjárframlög til mögulegrar sameiningar í gegnum þingið á einhverjum tímapunkti. Ég sé það hins vegar ekki í hendi mér að slík fjárútlát til sameiningar færu svo auðveldlega í gegnum þingið. Því fylgir heilmikill aukakostnaður að sameina ef vel á að takast. Þeir sem halda öðru fram eru að blekkja sjálfa sig, svo ekki sé meira sagt. Þrátt fyrir fagurgala fyrrum háskólaráðherra (sem ýtti þessum sameiningarþreifingum úr vör og kynti vel undir) og annarra „sameiningarsinna“ um að ekki yrði um hagræðingaraðgerð að ræða, er ekki annað að ráða af spilum ríkisins en að möguleg sameining sé hugsuð sem niðurskurður í háskólakerfinu. Ef ekki, hvers vegna er þá ekki búið að lofa alvöru fjármagni ef af sameiningu verður? Hvers vegna er þá möguleg sameining HA og Bifrastar á nýjum lista Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins yfir mögulegar hagræðingaraðgerðir? Þessi spilamennska ríkisins eykur a.m.k. ekki tiltrú mína á þessum sameiningarþreifingum. Önnur mikilvæg spurning snýst um hvort og þá hversu há upphæð fáist fyrir skuldsettar eignir Háskólans á Bifröst í samnefndu þorpi. Söluandvirðið á að standa undir digrum rannsóknasjóði sameinaðs háskóla, sem er girnilegasta gulrótin fyrir mögulegri sameiningu samkvæmt yfirborðskenndri fýsileikaskýrslu sem liggur til grundvallar sameiningarþreifingunum. Allsendis óvíst er hins vegar hvort og þá hversu mikið fengist fyrir sölu skuldsettra eignanna og þá skilst einnig mér að SÍS eigi jafnframt kröfu í hluta þeirra. Við þetta má bæta að enginn hefur fram til þessa selt íslenskt þorp á einu bretti og því er þetta mögulega söluandvirði og digur rannsóknasjóður í besta falli tveir fuglar í skógi frekar en einn í hendi. Ríkið er aukinheldur stærsti kröfuhafinn í eignirnar á Bifröst svo aftur snýst málið um þátt ríkisins, þ.e.a.s hversu ríkulegan „heimanmund“ mögulegur sameinaður háskóli fengi í formi fjárframlaga og í krafti skuldaafskrifta. Ég á, sem fyrr segir, enn eftir að sjá ríkisstjórnina láta kné verkin tala í þessum efnum og hvort alvöru fjárframlög til sameiningar háskólanna fengju brautargengi í þinginu. Mikilvægasta spurningin hverfist hins vegar um hvort hægt sé að sameina starfsemi opinbera háskólans HA og einkaskólans Bifrastar þannig að ekki komi niður á gæðum náms og rannsóknavirkni og aðgengi að háskólanámi almennt. Kennarar, annað starfsfólk og nemar beggja háskóla brenna augljóslega fyrir gæðum náms og rannsókna en ég efast um að sá metnaður og velvilji reynist nógu þungir á metunum ef steypa á ólíkum módelum saman, svo ég tali nú ekki um ef það er gert af vanefnum. Kennslutilhögun hjá HA og Bifröst er að ýmsu leyti ólík og hentar ólíkum nemendahópum. Fyrir það fyrsta er HA bæði með staðarnema (þ.m.t. erlenda skiptinema) og fjarnema meðan svo til öll starfsemi Bifrastar er „í skýjunum“ (eins og stjórnendur og starfsfólk þar orðar það sjálft). Þar með talið er nám og kennsla. Allir nemar á Bifröst eru fjarnemar og allir kennarar eru í störfum án staðsetningar. Í HA fer kennsla fram á virkum dögum og staðarlotur eru í vinnuvikunni meðan kennsla á Bifröst fer að einhverju leyti fram á kvöldin og staðarlotur fara fram um helgar. Við HA eru námskeið jafnan kennd eftir hefðbundnu 15 vikna haust- og vormissera fyrirkomulagi meðan á Bifröst er kennt í sex vikna lotum. Nemendur, kennarar og annað starfsfólk hvors háskóla fyrir sig hefur lagað sig að þessum mismunandi kerfum og nemendur velja nám með ólíkt fyrirkomulag í huga. Kennarar og nemar við báða háskóla hafa bent á fullgildar ástæður fyrir því af hverju mikilvægt sé að halda í hvort kennslumódelið fyrir sig. Eitthvað þyrfti hins vegar augljóslega að láta undan við sameiningu og ég tel mikla hættu á því að það eitt og slíkt myndi það koma niður á gæðum og framboði náms og aðgengi að háskólanámi almennt. Svo ekki sé minnst á óhjákvæmilegt rask sem mun verða á rannsóknastarfsemi á fyrstu árum mögulegs sameinaðs háskóla. Við þetta þarf að bæta að nær öll starfsemi Háskólans á Akureyri fer fram í húsakynnum hans á Akureyri, sem komin eru að þolmörkum miðað við skort á skrifstofum fyrir starfsmenn og fullnýtt bílastæði. Á meðan er Háskólinn á Bifröst á hrakhólum með húsnæði eftir að starfsemi háskólans fluttist alfarið frá Bifröst og að langmestu leyti til höfuðborgarsvæðisins. Hvað á þá að gera til að koma til móts við þann fjölda nemenda og kennara sem myndi bætast við í sameinuðum háskóla? Stendur til að byggja við Háskólann á Akureyri til að taka við auknum nemendafjölda eða gera Excel-útreikningar ráð fyrir að viðbótarnemendur yrðu meira og minna í 100% fjarnámi? Ef auka á enn frekar hlut fjarnáms á kostnað staðarnáms yrði höggvið að rótum þess blandaða námsforms (staðarnám og fjarnám) sem hefur verið við lýði við HA um langt skeið. Allt nám við HA hefur verið í boði sem blandað nám frá árinu 2016 og kennurum og nemendum er mikið í mun að HA breytist ekki í fjarnámsháskóla. Slíkt myndi grafa undan blómlegu háskólasamfélaginu á Akureyri. Gleymum því ekki að við HA eru tæplega 3000 nemendur, tvö svið og átta deildir (ekki einungis þessar þrjár deildir sem sameining varðar helst). Þá liggur það í augum uppi að nemendur hérlendis þurfa að hafa kost á því að geta stundað fjölbreytt staðarnám og blandað nám á háskólastigi án þess að þurfa að flytja til höfuðborgarsvæðisins. Ríflega þriðjungur landsmanna (36%) býr utan höfuðborgarsvæðisins og hið opinbera hefur jafn ríkar skyldur í menntamálum gagnvart öllum landsmönnum burtséð frá því hvar þeir búa. Hvað á síðan að gera fyrir starfsfólkið sem bætist við frá einkaskólanum Bifröst? Ætlar ríkisstjórnin að fjölga um 70-80 ríkisstarfsmenn í sameinuðum háskóla, sem verður í öllu falli opinber háskóli? Og hvernig verður þá þeim starfsmönnum sem bætast við frá Bifröst gert kleift að sitja við sama borð og aðrir starfsmenn í hinum mögulega sameinaða háskóla? Á að byggja eða tryggja með öðrum hætti sambærilega starfsaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig breytist starfsemi mögulegs sameinaðs háskóla frá því sem nú er ef um þriðjungur starfsmanna býr ekki á Akureyri? Hvernig á þá loks að stemma stigu við því að starfsemi sameinaðs háskóla seytli ekki með tímanum suður til höfuðborgarinnar (líkt og gerðist hjá Bifröst) í gegnum starfsmannaveltu í krafti miklu mun stærri vinnumarkaðar sunnan heiða? Í upphafi skal endinn skoða. Er þá við nokkru öðru að búast en að akademískt starfsfólk og stúdentar HA, bæjarráð Akureyrarbæjar og aðrir sem láta sig málefni Háskólans á Akureyri varða séu uggandi yfir sameiningarþreifingum þegar grundvallarspurningum er enn ósvarað og efasemdum og varnaðarorðum er drepið á dreif? Afstaða viðkomandi ber ekki vott um þröngsýni heldur raunsæi þeirra sem vilja standa vörð um sérstöðu HA og sjá fjölbreyttar greinar háskóla vaxa og dafna á Akureyri og landsbyggðinni, öllum landsmönnum til heilla. Í ljósi þess sem hef reifað hér að framan tel ég einsýnt að fáist ekki fljótt skýr svör við helstu spurningum eigi að falla frá frekari sameiningarþreifingum og að Háskólanum á Akureyri og Háskólanum á Bifröst verði leyft að vaxa og dafna áfram á eigin forsendum. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Borgarbyggð Akureyri Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Eftir langdregnar sameiningarþreifingar milli Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst á enn eftir að svara grundvallarspurningum um raunverulegan tilgang, fjárhagslegan grundvöll og menntapólitískar forsendur sameiningar. Skýr svör þarf við þessum spurningunum áður en lengra verður haldið. Glapræði væri að renna blint í sjóinn með sameiningu háskólanna þegar jafn mikið er í húfi og raun ber vitni. Í þessari grein reifa ég helstu spurningar sem þarf að svara og held auk þess til haga nauðsynlegum atriðum fyrir upplýsta umræðu. Háskólinn á Akureyri hefur skotið djúpum rótum og blómstrað frá stofnun árið 1987. Þessu bera vitni þær staðreyndir að frá árinu 2008 hefur HA meira en tvöfaldað nemendafjölda sinn, aukið námsframboð, fjölgað deildum, stóraukið rannsóknavirkni, komið á fót doktorsnámi, rekið sig réttu megin við núllið og ávallt komið vel út í stofnanaúttektum Gæðaráðs íslenskra háskóla. Aukinheldur þá eru stúdentar HA ánægðir með nám sitt og ánægja starfsfólks HA með vinnustað sinn er sú mesta meðal opinberra háskóla hérlendis. Augljóst er því að HA er að gera margt rétt þótt alltaf megi gera betur. Sem þriðji fjölmennasti háskóli landsins og í stöðugum vexti hefur Háskólinn á Akureyri skapað sér sess sem ein af grunnstoðum samfélagsins á Norðurlandi, landsbyggðarinnar allrar og landsins í heild. Sem aflvaki þekkingar og framfara og sannkallaður vaxtarsproti á landsbyggðinni er Háskólinn á Akureyri aukinheldur öflugt mótvægi við háskólastarf á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu ár hafa hins vegar verið blikur á lofti varðandi framtíð Háskólans á Akureyri og vísa ég þar til umdeildra sameiningarþreifinga við Háskólann á Bifröst. Þeir sem lýst hafa efasemdum um þessa vegferð óttast helst að illa ígrunduð og vanfjármögnuð sameining myndi veikja háskólastarf á Akureyri og landsbyggðinni, að frekar yrði þrengt að staðarnámi á kostnað fjarnáms, að þungamiðja háskólastarfs færist enn þá nær höfuðborgarsvæðinu, að sameiningu verði beitt til frekari niðurskurðar í háskólakerfinu og að það muni reynast þrautinni þyngri að sameina einkaskóla og opinberan háskóla sökum ósamrýmanleika stofnanna. Með öðrum orðum hafa viðkomandi áhyggjur af því að sú blómlega grein íslenskra háskóla sem vaxið hefur og dafnað á Akureyri verði beygð í áttina að höfuðborgarsvæðinu og mögulega brotin í óðagotinu. Í ljósi ofangreindra atriða fagna ég því að bæjarráð Akureyrarbæjar, fulltrúar í stúdentaráði Háskólans á Akureyri og aðrir áhugasamir tjái sig með afgerandi hætti um sameiningarþreifingarnar, enda er „Háskólinn á Akureyri hvorki einkamál ríkisins né stjórnenda skólans“, svo vitnað sé í fulltrúa stúdenta, Aðalbjörn Jóhannsson. Möguleg sameining háskólanna er risastórt hagsmunamál fyrir Akureyri, Norðurland, landsbyggðirnar og Ísland í heild. Mikilvægi þessa hefur verið reifað í ótal fréttum og skoðanagreinum að ógleymdum ályktunum frá Félagsvísindadeild, Lagadeild og Viðskiptadeild HA þar sem akademískir starfsmenn lýsa efasemdum um grundvöll og tilgang sameiningar. Við þetta má bæta að háskólafundur HA ályktaði á síðasta ári að falla eigi frá sameiningunni að svo stöddu. Óhætt er því að segja að hugmyndir um sameiningu hafi fallið í grýttan jarðveg hjá nemum og akademískum starfsmönnum HA. Sjálfur hef ég lýst yfir miklum efasemdum varðandi trúverðugleika ferlisins, meintan ávinning og augljós vandkvæði. Ég skil jafnframt vel að bæjarráð Akureyrarbæjar, stúdentar við HA, starfsmenn og fleiri vilji standa vörð um nafnið „Háskólinn á Akureyri“. Nafnið er gamalgróin tenging og táknræn staðfesting á því að háskólinn sé staðsettur á Akureyri og að Akureyri sé háskólabær. Háskólinn á Akureyri var stofnaður sem slíkur og hefur aldrei heitið annað. Ólíkt Háskólanum á Bifröst sem stofnaður var og starfræktur í Reykjavík í tæpa fjóra áratugi áður en skólinn fluttist á Bifröst í Borgarfirði á 6. áratugnum og hefur heitið fjórum mismunandi nöfnum frá stofnun. Þegar öllu er á botninn hvolft er þó enn mikilvægari spurningum ósvarað heldur en nafn mögulegs sameinaðs háskóla. Fyrsta spurningin er augljós: Hver er raunverulegur tilgangur þess að sameina þessa háskóla? Þeir sem tala fyrir sameiningu segja að tilgangurinn sé að búa til stærri, öflugri og „samkeppnishæfari“ háskóla. Það eina sem er þó fast í hendi er að sameinaður háskóli hefði fleiri nemendur en hvor háskólinn fyrir sig. Til þess hins vegar að efla sannarlega kjarnastarfsemi sameinaðs háskóla (þ.e.a.s. kennslu og rannsóknir) umfram þá starfsemi sem nú þegar er fyrir hendi í hvorum háskólanum fyrir sig þarf raunhæft fjármagn, mannskap og tíma. Fátt ef nokkuð bendir til þess að ríkið hafi raunverulega í hyggju að fjármagna slíka sameiningu. Önnur mikilvæg spurning sem af þessu leiðir er eftirfarandi: Er einbeittur vilji hjá ríkisstjórninni til að fjármagna sameiningu af myndarbrag? Talnagleggri einstaklingar en ég hafa skotið á að „alvöru“ sameining háskólanna tveggja myndi fyrst um sinn kosta um 1,5 til 2 milljarða til viðbótar við rekstrarframlög háskólanna tveggja. Mig grunar að viðbótarupphæðin yrði hærri. Eitt er þó víst og það er að hvorki er hægt að ráða af fjárlagaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára (sem skerðir framlög til menntamála) né af nýframlögðu fjármálafrumvarpi að búið sé að eyrnamerkja „alvöru“ fjármagn til að sameina af myndarbrag. Hvað segir það okkur? Það má a.m.k. gera því skóna að ríkisstjórnin ætli ekki í raun og veru að láta kné fylgja kviði í þessu máli. Fyrir liggur að íslenskt háskólakerfi er vanfjármagnað. Fjárframlag á hvern ársnema hér á landi er tæplega þriðjungi lægra en meðaltal Norðurlandanna. Ef svo ólíklega vill til að háskólarnir verði sameinaðir tel ég einsýnt að það verði gert af vanefnum. Það kann alls ekki góðri lukku að stýra. Þá eru yfirgnæfandi líkur á því að tími og orka hlutaðeigandi fari í rústabjörgun fremur en uppbyggingu. Slík vegferð mun veikja fremur en efla íslenskt háskólastarf. Ég fæ a.m.k. ekki annað séð en ef það á að sameina háskólana tvo af einhverju viti og myndarbrag þyrfti að fara með auka-fjárframlög til mögulegrar sameiningar í gegnum þingið á einhverjum tímapunkti. Ég sé það hins vegar ekki í hendi mér að slík fjárútlát til sameiningar færu svo auðveldlega í gegnum þingið. Því fylgir heilmikill aukakostnaður að sameina ef vel á að takast. Þeir sem halda öðru fram eru að blekkja sjálfa sig, svo ekki sé meira sagt. Þrátt fyrir fagurgala fyrrum háskólaráðherra (sem ýtti þessum sameiningarþreifingum úr vör og kynti vel undir) og annarra „sameiningarsinna“ um að ekki yrði um hagræðingaraðgerð að ræða, er ekki annað að ráða af spilum ríkisins en að möguleg sameining sé hugsuð sem niðurskurður í háskólakerfinu. Ef ekki, hvers vegna er þá ekki búið að lofa alvöru fjármagni ef af sameiningu verður? Hvers vegna er þá möguleg sameining HA og Bifrastar á nýjum lista Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins yfir mögulegar hagræðingaraðgerðir? Þessi spilamennska ríkisins eykur a.m.k. ekki tiltrú mína á þessum sameiningarþreifingum. Önnur mikilvæg spurning snýst um hvort og þá hversu há upphæð fáist fyrir skuldsettar eignir Háskólans á Bifröst í samnefndu þorpi. Söluandvirðið á að standa undir digrum rannsóknasjóði sameinaðs háskóla, sem er girnilegasta gulrótin fyrir mögulegri sameiningu samkvæmt yfirborðskenndri fýsileikaskýrslu sem liggur til grundvallar sameiningarþreifingunum. Allsendis óvíst er hins vegar hvort og þá hversu mikið fengist fyrir sölu skuldsettra eignanna og þá skilst einnig mér að SÍS eigi jafnframt kröfu í hluta þeirra. Við þetta má bæta að enginn hefur fram til þessa selt íslenskt þorp á einu bretti og því er þetta mögulega söluandvirði og digur rannsóknasjóður í besta falli tveir fuglar í skógi frekar en einn í hendi. Ríkið er aukinheldur stærsti kröfuhafinn í eignirnar á Bifröst svo aftur snýst málið um þátt ríkisins, þ.e.a.s hversu ríkulegan „heimanmund“ mögulegur sameinaður háskóli fengi í formi fjárframlaga og í krafti skuldaafskrifta. Ég á, sem fyrr segir, enn eftir að sjá ríkisstjórnina láta kné verkin tala í þessum efnum og hvort alvöru fjárframlög til sameiningar háskólanna fengju brautargengi í þinginu. Mikilvægasta spurningin hverfist hins vegar um hvort hægt sé að sameina starfsemi opinbera háskólans HA og einkaskólans Bifrastar þannig að ekki komi niður á gæðum náms og rannsóknavirkni og aðgengi að háskólanámi almennt. Kennarar, annað starfsfólk og nemar beggja háskóla brenna augljóslega fyrir gæðum náms og rannsókna en ég efast um að sá metnaður og velvilji reynist nógu þungir á metunum ef steypa á ólíkum módelum saman, svo ég tali nú ekki um ef það er gert af vanefnum. Kennslutilhögun hjá HA og Bifröst er að ýmsu leyti ólík og hentar ólíkum nemendahópum. Fyrir það fyrsta er HA bæði með staðarnema (þ.m.t. erlenda skiptinema) og fjarnema meðan svo til öll starfsemi Bifrastar er „í skýjunum“ (eins og stjórnendur og starfsfólk þar orðar það sjálft). Þar með talið er nám og kennsla. Allir nemar á Bifröst eru fjarnemar og allir kennarar eru í störfum án staðsetningar. Í HA fer kennsla fram á virkum dögum og staðarlotur eru í vinnuvikunni meðan kennsla á Bifröst fer að einhverju leyti fram á kvöldin og staðarlotur fara fram um helgar. Við HA eru námskeið jafnan kennd eftir hefðbundnu 15 vikna haust- og vormissera fyrirkomulagi meðan á Bifröst er kennt í sex vikna lotum. Nemendur, kennarar og annað starfsfólk hvors háskóla fyrir sig hefur lagað sig að þessum mismunandi kerfum og nemendur velja nám með ólíkt fyrirkomulag í huga. Kennarar og nemar við báða háskóla hafa bent á fullgildar ástæður fyrir því af hverju mikilvægt sé að halda í hvort kennslumódelið fyrir sig. Eitthvað þyrfti hins vegar augljóslega að láta undan við sameiningu og ég tel mikla hættu á því að það eitt og slíkt myndi það koma niður á gæðum og framboði náms og aðgengi að háskólanámi almennt. Svo ekki sé minnst á óhjákvæmilegt rask sem mun verða á rannsóknastarfsemi á fyrstu árum mögulegs sameinaðs háskóla. Við þetta þarf að bæta að nær öll starfsemi Háskólans á Akureyri fer fram í húsakynnum hans á Akureyri, sem komin eru að þolmörkum miðað við skort á skrifstofum fyrir starfsmenn og fullnýtt bílastæði. Á meðan er Háskólinn á Bifröst á hrakhólum með húsnæði eftir að starfsemi háskólans fluttist alfarið frá Bifröst og að langmestu leyti til höfuðborgarsvæðisins. Hvað á þá að gera til að koma til móts við þann fjölda nemenda og kennara sem myndi bætast við í sameinuðum háskóla? Stendur til að byggja við Háskólann á Akureyri til að taka við auknum nemendafjölda eða gera Excel-útreikningar ráð fyrir að viðbótarnemendur yrðu meira og minna í 100% fjarnámi? Ef auka á enn frekar hlut fjarnáms á kostnað staðarnáms yrði höggvið að rótum þess blandaða námsforms (staðarnám og fjarnám) sem hefur verið við lýði við HA um langt skeið. Allt nám við HA hefur verið í boði sem blandað nám frá árinu 2016 og kennurum og nemendum er mikið í mun að HA breytist ekki í fjarnámsháskóla. Slíkt myndi grafa undan blómlegu háskólasamfélaginu á Akureyri. Gleymum því ekki að við HA eru tæplega 3000 nemendur, tvö svið og átta deildir (ekki einungis þessar þrjár deildir sem sameining varðar helst). Þá liggur það í augum uppi að nemendur hérlendis þurfa að hafa kost á því að geta stundað fjölbreytt staðarnám og blandað nám á háskólastigi án þess að þurfa að flytja til höfuðborgarsvæðisins. Ríflega þriðjungur landsmanna (36%) býr utan höfuðborgarsvæðisins og hið opinbera hefur jafn ríkar skyldur í menntamálum gagnvart öllum landsmönnum burtséð frá því hvar þeir búa. Hvað á síðan að gera fyrir starfsfólkið sem bætist við frá einkaskólanum Bifröst? Ætlar ríkisstjórnin að fjölga um 70-80 ríkisstarfsmenn í sameinuðum háskóla, sem verður í öllu falli opinber háskóli? Og hvernig verður þá þeim starfsmönnum sem bætast við frá Bifröst gert kleift að sitja við sama borð og aðrir starfsmenn í hinum mögulega sameinaða háskóla? Á að byggja eða tryggja með öðrum hætti sambærilega starfsaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig breytist starfsemi mögulegs sameinaðs háskóla frá því sem nú er ef um þriðjungur starfsmanna býr ekki á Akureyri? Hvernig á þá loks að stemma stigu við því að starfsemi sameinaðs háskóla seytli ekki með tímanum suður til höfuðborgarinnar (líkt og gerðist hjá Bifröst) í gegnum starfsmannaveltu í krafti miklu mun stærri vinnumarkaðar sunnan heiða? Í upphafi skal endinn skoða. Er þá við nokkru öðru að búast en að akademískt starfsfólk og stúdentar HA, bæjarráð Akureyrarbæjar og aðrir sem láta sig málefni Háskólans á Akureyri varða séu uggandi yfir sameiningarþreifingum þegar grundvallarspurningum er enn ósvarað og efasemdum og varnaðarorðum er drepið á dreif? Afstaða viðkomandi ber ekki vott um þröngsýni heldur raunsæi þeirra sem vilja standa vörð um sérstöðu HA og sjá fjölbreyttar greinar háskóla vaxa og dafna á Akureyri og landsbyggðinni, öllum landsmönnum til heilla. Í ljósi þess sem hef reifað hér að framan tel ég einsýnt að fáist ekki fljótt skýr svör við helstu spurningum eigi að falla frá frekari sameiningarþreifingum og að Háskólanum á Akureyri og Háskólanum á Bifröst verði leyft að vaxa og dafna áfram á eigin forsendum. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun