Fjarðabyggð

Fréttamynd

Skorar á Fjarðabyggð að draga til baka stuðning við jarð­göng

Forsvarsmaður undirskriftasöfnunar um breytta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum, Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson, skorar á bæjarfulltrúa Fjarðabyggðar að draga til baka stuðning Fjarðabyggðar innan Sambands sveitarfélaga á Austurlandi við Fjarðarheiðargöng. Jafnframt hvetur hann þá til þess að fara fram á nýja úttekt á gangnakostum á Mið-Austurlandi.

Fréttir
Fréttamynd

Yrði skandall og um leið van­virðing við söguna

Fjóla Þorsteinsdóttir sem boðið hefur upp á vel sótta vatnsleikfimitíma fyrir konur undanfarin tólf ár í sundlauginni á Fáskrúðsfirði er meðal íbúa bæjarins sem hafa miklar áhyggjur af því að sundlauginni verði lokað. Starfshópur á vegum Fjarðabyggðar hefur framtíðarskipulag íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Bakarafjölskylda tekur við bakaríi á Reyðar­firði

Fyrirtækið Baker family ehf., sem er í eigu bakarameistarans Vals Þórssonar, Elísabetar Sveinsdóttur, Þóreyjar Sveinsdóttur og Gregorz Zielke, tekur við rekstri Sesam Brauðhúss af Lostæti Austurlyst ehf. um komandi áramót.

Innlent
Fréttamynd

Vilja Fjarðagöng fremur en Fjarðarheiðargöng

Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng á Austfjörðum í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun.

Innlent
Fréttamynd

Vara við fjölda hrein­dýra á vegum

Lögreglan á Austurlandi varar við fjölda hreindýra sem sést hafa á vegum víðsvegar um landshlutann. Ökumenn eru hvattir til að vera á varðbergi og aka á löglegum hraða.

Innlent
Fréttamynd

Fernando Costa nýr for­stjóri Alcoa Fjarðaáls

Fernando Costa hefur verið ráðinn forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við af Smára Kristinssyni sem hefur gegnt forstjórastarfinu tímabundið eftir að Einar Þorsteinsson lét af störfum fyrr á þessu ári. Smári fer á sama tíma aftur í starf framkvæmdastjóra framleiðslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Staðan á Austur­landi er mjög við­kvæm“

Víðtækt rafmagnsleysi varð á Austurlandi í gærkvöldi og nótt þegar tvær aðalraflínurnur á Austurlandi löskuðust vegna ísingar. Rafmagn er komið aftur á eftir bráðabirgðaviðgerð í nótt en staðan er og verður áfram viðkvæm í landshlutanum á meðan á viðgerð stendur og rafmagnstruflanir gætu orðið.

Innlent
Fréttamynd

Raf­magn komið á fyrir austan

Rafmagnið fór af stórum hluta Austurlands í gærkvöldi og í nótt. Fljótsdalslína 2 og Hólasandslína 3 voru úti í gær sem og Kröflulína 1.

Innlent
Fréttamynd

Hommahöllin komin á sölu

Listamennirnir Há­kon Hildi­brand, frum­kvöðull, menn­ing­ar­frömuður og dragdrottn­ing, og  Haf­steinn Haf­steins­son, mynd­list­ar­maður og rithöfundur hafa sett hið sögufræga stórhýsi, Sigfúsarhús, á Neskaupstað til sölu. Húsið gengur í dag undir nafninu Hommahöllin.

Lífið
Fréttamynd

Sótti þrjú hundruð tonna línu­veiði­skip

Áhöfn björgunarskipsins Hafbjargar var kölluð út um hálf eitt í nótt til að aðstoða þrjú hundruð tonna línuveiðiskip sem var á veiðum út af Norðfjarðarhorni. Bilun hafði þá komið upp í skrúfubúnaði skipsins. 

Innlent
Fréttamynd

Fann manna­kúk í regn­hlíf í bílnum sínum

Íbúi á Eskifirði fann heldur ókræsilegan glaðning í bifreið sinni seinnipartinn í gær. Einhver hafði laumast inn í bílinn, kúkað í regnhlíf og haldið á brott. Regnhlífin var skilin eftir í aftursæti bifreiðarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Aukin hætta á aur­skriðum fyrir austan

Úrhellisrigningu er spáð á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi vestra í dag. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum fyrir austan, en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður.

Veður
Fréttamynd

„Af því verður maður ríkastur“

Þýskur listmálari og íslenskur æðarbóndi sem skilja ekki tungumál hvors annars láta það ekki setja stein í götu vinskaparins. Síðan þeir kynntust hefur æðarbóndinn orðið að aðalgagnrýnanda listmálarans sem lætur nú ekkert frá sér nema bóndinn sé búinn að sjá það.

Lífið
Fréttamynd

Hunda­dauðinn kominn á borð lög­reglu

Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim.

Innlent