Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar 10. apríl 2025 11:31 Undanfarið hefur umræðan um olíuleit við Ísland einkennst af neitunartón. Umræðunni hefur gjarnan verið lokað áður en hún náði að hefjast – og rætt hefur verið um málið eins og ákvörðun hafi þegar verið tekin. En nú heyrum við breyttan tón: „ekki á dagskrá“ er nýja línan. Hún má hljóma saklaus, en hún opnar á nauðsynlegt samtal – og því fögnum við í Fjarðabyggð. Við teljum tímabært að ræða olíuleit á ný – af ábyrgð, með opnum hug og með hag samfélagsins í forgrunni. Það snýst ekki um að fara gegn stefnu um sjálfbæra þróun, heldur um að afla sér þekkingar og reynslu. Það er staðreynd að við vitum afar lítið um jarðfræði hafsbotnsins við Ísland og þá möguleika sem þar kunna að leynast. Með því að leyfa leit, rannsóknir og greiningar getum við dýpkað skilning okkar á náttúru landsins og stuðlað að vísindalegum og tæknilegum framförum. Við teljum að það eigi að leyfa áhugasömum og fjárhagslega burðugum aðilum að kanna möguleikana á Drekasvæðinu, í fullri sátt við umhverfi og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Slík leit krefst hvorki skuldbindinga um vinnslu né fjárútláta af hálfu ríkisins í dag – aðeins þess að Ísland sé tilbúið að læra. Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað unnu áður saman að undirbúningi fyrir olíuleit. Þá var lögð áhersla á öryggi, umhverfissjónarmið og staðbundna þátttöku. Sú vinna og sú nálgun gæti orðið fyrirmynd í áframhaldandi samtali – ef stjórnvöld vilja láta til sín taka á ný. Ef olía leynist við Ísland, þá mun það ekki aðeins hafa áhrif á efnahag þjóðarinnar heldur einnig á byggðaþróun og uppbyggingu á svæðum sem oft á tíðum hafa þurft að bíða eftir hlutdeild í uppsveiflu. Ef við leitum ekki – þá vitum við ekki. Ef við spyrjum ekki – þá fáum við engin svör. Og ef við skoðum ekki möguleikana – þá höfum við afsalað okkur þeim fyrirfram. Það er ekki skynsamleg stefna fyrir neina þjóð – og allra síst þjóð sem býr yfir mögulegum auðlindum í einni rólegustu og vistvænustu útgáfu heims: hafinu. Höfundur er formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Sigurðsson Bensín og olía Jarðefnaeldsneyti Fjarðabyggð Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræðan um olíuleit við Ísland einkennst af neitunartón. Umræðunni hefur gjarnan verið lokað áður en hún náði að hefjast – og rætt hefur verið um málið eins og ákvörðun hafi þegar verið tekin. En nú heyrum við breyttan tón: „ekki á dagskrá“ er nýja línan. Hún má hljóma saklaus, en hún opnar á nauðsynlegt samtal – og því fögnum við í Fjarðabyggð. Við teljum tímabært að ræða olíuleit á ný – af ábyrgð, með opnum hug og með hag samfélagsins í forgrunni. Það snýst ekki um að fara gegn stefnu um sjálfbæra þróun, heldur um að afla sér þekkingar og reynslu. Það er staðreynd að við vitum afar lítið um jarðfræði hafsbotnsins við Ísland og þá möguleika sem þar kunna að leynast. Með því að leyfa leit, rannsóknir og greiningar getum við dýpkað skilning okkar á náttúru landsins og stuðlað að vísindalegum og tæknilegum framförum. Við teljum að það eigi að leyfa áhugasömum og fjárhagslega burðugum aðilum að kanna möguleikana á Drekasvæðinu, í fullri sátt við umhverfi og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Slík leit krefst hvorki skuldbindinga um vinnslu né fjárútláta af hálfu ríkisins í dag – aðeins þess að Ísland sé tilbúið að læra. Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað unnu áður saman að undirbúningi fyrir olíuleit. Þá var lögð áhersla á öryggi, umhverfissjónarmið og staðbundna þátttöku. Sú vinna og sú nálgun gæti orðið fyrirmynd í áframhaldandi samtali – ef stjórnvöld vilja láta til sín taka á ný. Ef olía leynist við Ísland, þá mun það ekki aðeins hafa áhrif á efnahag þjóðarinnar heldur einnig á byggðaþróun og uppbyggingu á svæðum sem oft á tíðum hafa þurft að bíða eftir hlutdeild í uppsveiflu. Ef við leitum ekki – þá vitum við ekki. Ef við spyrjum ekki – þá fáum við engin svör. Og ef við skoðum ekki möguleikana – þá höfum við afsalað okkur þeim fyrirfram. Það er ekki skynsamleg stefna fyrir neina þjóð – og allra síst þjóð sem býr yfir mögulegum auðlindum í einni rólegustu og vistvænustu útgáfu heims: hafinu. Höfundur er formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun