
Bensín og olía

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Búið er að loka dælunum á bensínstöð N1 við Ægisíðu fyrir fullt og allt. Síðasta dropanum var dælt á stöðinni um síðustu mánaðamót.

Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Hagar hafa ákveðið að hætta söluferli á 40 prósenta eignarhlut Olís í Olíudreifingu ehf. Tilboð sem bárust voru öll undir væntingum.

Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður
Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að bensín- og olíuverð á Íslandi hafi tilhneigingu til þess að fara hratt upp en hægt niður. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi lækkað um fjögur prósent á síðasta mánuði en meðalverð á Íslandi lækkað um 0,9 prósent á sama tíma.

Að leita er að læra
Undanfarið hefur umræðan um olíuleit við Ísland einkennst af neitunartón. Umræðunni hefur gjarnan verið lokað áður en hún náði að hefjast – og rætt hefur verið um málið eins og ákvörðun hafi þegar verið tekin. En nú heyrum við breyttan tón: „ekki á dagskrá“ er nýja línan.

„Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“
Fyrrverandi umhverfisráðherra segir það um að gera að leita að olíu á Drekasvæðinu, ef einhver sækist eftir því. Enginn hafi viljað hefja leit á meðan hann sat í ráðherrastólnum. Það varði þjóðaröryggi að Íslendingar geti séð sjálfir fyrir orkunotkun sinni.

Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða
Lögmaður telur ríkið hafa bakað sér milljarða skaðabótakröfu þar sem lög um olíugjald brjóti í bága við stjórnarskrá. Hann vinnur nú að lögsókn vegna gjaldtöku síðustu fjögurra ára.

Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn
Orkan fjarlægir næsta miðvikudag, 2. apríl, alla plasthanska af bensíndælum sínum. Í staðinn stendur öllum viðskiptavinum Orkunnar til boða að fá fjölnota dæluhanska sem hægt er að nota til að dæla. Ákvörðunin er byggð á umhverfissjónarmiðum.

Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar
Ein er sú stofnun á vegum ríkisins sem notar mikið af olíu. Það er Landhelgisgæslan sem gerir út sín varðskip og siglir þeim öðru hvoru til Færeyja til þess að taka olíu.

Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna
Það hefur komið á óvart, en þó um leið ekki, að sjá hvernig umræða um kílómetragjaldið hefur þróast, nú þegar frumvarp um málið er komið fram á ný. Þau sjónarmið hafa heyrst að vont sé að gjöld á jarðefnaeldsneyti, önnur en kolefnisgjaldið, verði afnumin.

Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum
Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir það vilja einbeita sér meira að olíuleit á Drekasvæðinu ef stjórnvöldum sé ekki alvara með áformum um orkuskipti. Áform um græna orkuframleiðslu á Reyðarfirði séu á ís vegna orkuskorts.

Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin
Bæjarráð Fjarðabyggðar beinir því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti ganga hægar en gert var ráð fyrir. Þetta segir í bókun sem samþykkt var á bæjarráðsfundi í gær.

Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna
Skipstjóri fraktskipsins Solong hefur verið ákærður og farið fyrir dóm í Hull í Englandi. Skipið sigldi á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó fyrr í vikunni með þeim afleiðingum að einn áhafnarmeðlimur Solong lést.

Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um manndráp með vítaverðri vanrækslu þegar portúgalska fraktskipsins Solong á efna- og olíuflutningaskipsins Stena Immaculate í Norðursjó í gær. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi og olli miklu tjóni. Eins áhafnarmeðlims Solong hefur verið leitað frá því í gær.

Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu
Fraktskipið portúgalska Solong sem rakst á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó var með 15 gáma af natríumblásýrusalti um borð. Bæði skip urðu fyrir talsverðu tjóni við áreksturinn og eins áhafnarmeðlims Solong er enn leitað.

Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó
Meiriháttar björgunaraðgerð er nú í gangi í Norðursjó undan ströndum austanverðs Englands eftir að olíuflutningaskip og fraktskipt rákust þar á. Eldur logar í báðum skipum en áhöfn olíuskipsins er sögð heil á húfi.

Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu
Ökumenn sem versluðu hjá Olís í Álfheimum spöruðu sér allt að tuttugu þúsund krónur vegna bilunar í morgun. Kommuvilla á dælum leiddi til þess að bensínlítrinn var seldur á 32,2 krónur í staðinn fyrir 322 krónur. Búið er að laga villuna.

Olíunotkun er þjóðaröryggismál
Við lifum á viðsjárverðum tímum þar sem þjóðaröryggismál hafa fengið veglegan sess í umræðunni undanfarið. Netöryggisæfingabúðir voru haldnar og talsverðar bollaleggingar um fæðuöryggi hafa svifið yfir vötnum. Þetta er afar mikilvægt en eitt stærsta þjóðaröryggismálið sem ætti alltaf að vera á dagskrá er olíunotkun.

„Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni
Kílómetragjald á allar bifreiðar, sem leysir olíugjald af hólmi, verður kynnt af ríkisstjórninni í vikunni og áætlað er að það taki gildi um mitt ár.

Getur nú greitt fyrir bensínið með appi
Olís – ÓB hefur gefið út nýtt app sem hægt er að nota til að greiða fyrir eldsneyti á sjálfsölum og inni á stöðvum með einföldum hætti í símanum. Appið er aðgengilegt fyrir bæði Android og Apple stýrikerfi og hægt að nota veski í síma til að greiða.

Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir upplýsingar sem Matthías Matthíasson hjá MM Logic greindi þróun olíuverðs og gjaldskrá stóru skipafélaganna gefa viðskiptamönnum félaganna tilefni til þess að kalla eftir skýringum á þróun á verði og gjaldskrá.

Hefur sala á rafbílum hrunið?
Jaa, við skulum skoða það. Um áramótin 2023/2024 voru nokkrar breytingar gerðar á ívilnana- og gjaldakerfi sem snéru að nýskráningu og notkun rafbíla.

Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco
Bensínverð á Íslandi er það þriðja hæsta á heimsvísu og dísilverð það næsthæsta. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni og skort á aðhaldi stjórnvalda skýra gríðarlega hátt verð.

Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári
Nýtt gjald á rafrettur og nikótínpúða, hækkun barnabóta og nýtt innviðagjald á skemmtiferðaskip er á meðal helstu breytinga á sköttum og gjöldum sem taka gildi um áramótin. Breytingarnar eru almennt sagðar minni en verðbólga á árinu.

Olíuflutningabíll endaði utan vegar
Olíuflutningabíll ók af vegi í Fagaradal, austur á Fjörðum við Neðri Launá.

Forstjóri Dominos til N1
Magnús Hafliðason, sem hefur verið forstjóri Dominos á Íslandi undanfarin ár hefur verið ráðinn forstjóri N1.

Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað
Neytendastofa hefur slegið á putta Olís og Orkunnar fyrir fullyrðingar í auglýsingum um að eldsneyti stöðvanna væri kolefnisjafnað. Auglýsingarnar hafi gefið það í skyn að eldsneytisviðskipti neytenda hefðu engin áhrif á umhverfið.

Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum
Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu.

Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið
Þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í fjárlaganefnd segir óábyrgt af formanni nefndarinnar að lýsa yfir því að honum þyki það ólíklegt að frumvarp um kílómetragjald nái í gegn fyrir kosningar. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið.

Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita
Formaður fjárlaganefndar telur mjög ólíklegt að umdeilt frumvarp um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla verði samþykkt fyrir þinglok. Mikil óeining er um frumvarpið bæði í samfélaginu og innan Alþingis.

Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar
Viðræðum Samkaupa og Skeljar fasteignarfélags um samruna Samkaupa og dótturfélaga Skeljar, Heimkaupa og Orkunnar, hefur verið slitið. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA á Skel hafi haft áhrif á slitin.