Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2025 14:04 Arnþrúður Þórarinsdóttir, sem er fyrir miðju, er saksóknari hjá Héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að ef fallist verði á að sakfella Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðing, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, væri eðlilegt að dæma hann í tuttugu ára fangelsi, og jafnvel ævilangt fangelsi. Hún sagði þó mikilvægt að dómurinn skoði hvort Alfreð sé sakhæfur eða ekki. Matsgerð geðlæknis í málinu væri vissulega afgerandi á þá leið að hann væri ósakhæfur og það væri erfitt að líta fram hjá því. Aðalkrafa ákæruvaldsins er samt sem áður að Alfreð verði sakfelldur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag við lok aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Alfreð gaf ekki skýrslu fyrir dómi, en hann neitar sök. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa orðið hjónunum að bana. Og hins vegar vegna ósakhæfis. Kristinn Tómasson geðlæknir sem vann matsgerð í málinu komst að þeirri niðurstöðu að Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri ósakhæfur. Í málflutningi sínum í dag sagði Arnþrúður að Alfreð væri einn til frásagnar um það sem hefði gerst á heimilinu. Hún sagði þó að frásögn hans kæmi ekki heim og saman við gögn málsins. Gögn málsins bentu til þess að hann hefði verið að verki, og enginn annar. Það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa. Árásin hafi verið einhliða og ásetningur Alfreðs skýr. „Ásetningsstigið verður ekki hærra. Hann tekur með sér hamar. Þetta eru eldri hjón á heimili sínu þar sem þau áttu sín einskis ills von,“ sagði Arnþrúður. Hún benti á að ekki væru dæmi í íslenskri réttarsögu á æðri dómstigum þar sem tveir einstaklingur væru sviptir lífi sínu með hrottalegum hætti á sama tíma. Ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Alfreð ætti að líta til hámarksrefsingar, tuttugu ára fangelsisvistar, eða ævilangrar. Arnþrúður var þó skýr á þeirri skoðun sinni að það kæmi alveg til greina að Alfreð væri ósakhæfur meðal annars vegna afgerandi niðurstöðu matsgerðarinnar. Það væri þó dómsins að ákveða um sakhæfi Alfreðs. Yrði fallist á þessa varakröfu, að Alfreð sé ósakhæfur, ætti að horfa til þess að vista þurfi Alfreð á viðeigandi stofnun, sem í þessu tilfelli væri réttargeðdeild. Fer fram á samtals 48 milljónir Réttargæslumaður fjögurra aðstandenda hjónanna fór fram á að Alfreð verði dæmdur til að greiða hverju og einu þeirra tólf milljónir króna. Í ræðu sinni vísaði hann til þess að þarna hefðu foreldrar aðstandendanna verið sviptir lífi með hrottafengnum hætti á sömu stundu. Þá hefðu þeir ekki geta borið þau augum eftir að þau létust, og því ekki fengið að kveðja hjónin í hinsta sinn. Jafnframt fór réttargæslumaðurinn fram á að Alfreð greiði aðrar skaðabætur fyrir ýmsan kostnað sem hefur fylgt andláti hjónanna. Þá fór hann fram á að Alfreð greiði miskabæturnar jafnvel þó hann verði dæmdur ósakhæfur. Fréttin var uppfærð eftir ræðu réttargæslumanns. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira
Hún sagði þó mikilvægt að dómurinn skoði hvort Alfreð sé sakhæfur eða ekki. Matsgerð geðlæknis í málinu væri vissulega afgerandi á þá leið að hann væri ósakhæfur og það væri erfitt að líta fram hjá því. Aðalkrafa ákæruvaldsins er samt sem áður að Alfreð verði sakfelldur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag við lok aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Alfreð gaf ekki skýrslu fyrir dómi, en hann neitar sök. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa orðið hjónunum að bana. Og hins vegar vegna ósakhæfis. Kristinn Tómasson geðlæknir sem vann matsgerð í málinu komst að þeirri niðurstöðu að Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri ósakhæfur. Í málflutningi sínum í dag sagði Arnþrúður að Alfreð væri einn til frásagnar um það sem hefði gerst á heimilinu. Hún sagði þó að frásögn hans kæmi ekki heim og saman við gögn málsins. Gögn málsins bentu til þess að hann hefði verið að verki, og enginn annar. Það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa. Árásin hafi verið einhliða og ásetningur Alfreðs skýr. „Ásetningsstigið verður ekki hærra. Hann tekur með sér hamar. Þetta eru eldri hjón á heimili sínu þar sem þau áttu sín einskis ills von,“ sagði Arnþrúður. Hún benti á að ekki væru dæmi í íslenskri réttarsögu á æðri dómstigum þar sem tveir einstaklingur væru sviptir lífi sínu með hrottalegum hætti á sama tíma. Ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Alfreð ætti að líta til hámarksrefsingar, tuttugu ára fangelsisvistar, eða ævilangrar. Arnþrúður var þó skýr á þeirri skoðun sinni að það kæmi alveg til greina að Alfreð væri ósakhæfur meðal annars vegna afgerandi niðurstöðu matsgerðarinnar. Það væri þó dómsins að ákveða um sakhæfi Alfreðs. Yrði fallist á þessa varakröfu, að Alfreð sé ósakhæfur, ætti að horfa til þess að vista þurfi Alfreð á viðeigandi stofnun, sem í þessu tilfelli væri réttargeðdeild. Fer fram á samtals 48 milljónir Réttargæslumaður fjögurra aðstandenda hjónanna fór fram á að Alfreð verði dæmdur til að greiða hverju og einu þeirra tólf milljónir króna. Í ræðu sinni vísaði hann til þess að þarna hefðu foreldrar aðstandendanna verið sviptir lífi með hrottafengnum hætti á sömu stundu. Þá hefðu þeir ekki geta borið þau augum eftir að þau létust, og því ekki fengið að kveðja hjónin í hinsta sinn. Jafnframt fór réttargæslumaðurinn fram á að Alfreð greiði aðrar skaðabætur fyrir ýmsan kostnað sem hefur fylgt andláti hjónanna. Þá fór hann fram á að Alfreð greiði miskabæturnar jafnvel þó hann verði dæmdur ósakhæfur. Fréttin var uppfærð eftir ræðu réttargæslumanns.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira