Innlent

Fleiri ótímabundin verk­föll boðuð

Árni Sæberg skrifar
Leikskólabörn í Hafnarfirði og Fjarðabyggð gætu þurft að sitja heima um ótilgreindan tíma.
Leikskólabörn í Hafnarfirði og Fjarðabyggð gætu þurft að sitja heima um ótilgreindan tíma. Vísir/Vilhelm

Félagsfólk Félags leikskólakennara, sem starfar í leikskólum í Hafnarfirði og Fjarðabyggð hefur samþykkt að fara í ótímabundin verkföll, hafi samningar ekki náðst fyrir 17. mars annars vegar og 24. mars hins vegar.

Í tilkynningu á vef Félags leikskólakennara segir að yfirgnæfandi meirihluti félagsfólks hafi samþykkt verkfallsboðun. Hafi samningar ekki náðst muni leikskólakennarar í Hafnarfirði leggja niður störf frá og með 17. mars og leikskólakennarar í Fjarðabyggð frá og með 24. mars.

Atkvæðagreiðsla í báðum sveitarfélögum hafi hafist í fyrradag, 17. febrúar, og lokið á hádegi í dag. Þátttaka hafi í báðum tilfellum verið góð, eða um áttatíu prósent. 

Ótímabundið verkfall skellur á í leikskólum Kópavogsbæjar 3. mars næstkomandi, hafi samningar ekki náðst. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×