Vestmannaeyjar Ekkert ofbeldi á borði lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina Ekkert ofbeldisbrot rataði inn á borð lögreglunnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt. Lögregla segir þjóðhátíðarhöld hafa farið vel fram í nótt og fólk almennt skemmt sér fallega. Á Akureyri var nóttin rólegri en oft áður en mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík. Innlent 30.7.2022 12:08 „Alltaf síðan ég fæddist“ Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir hefur aldrei misst af Þjóðhátíð á allri sinni lífstíð. Jafnvel þegar hátíðin féll niður tvö ár í röð vegna Covid var helgin haldin hátíðlega á Lóðahátíð sem fangaði andann. Lífið 30.7.2022 09:00 Hvetja fólk til að yfirgefa brekkuna á miðnætti Baráttuhópurinn Öfgar sendi nú fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem þær hvetja þjóðhátíðargesti að yfirgefa brekkuna þegar meintur gerandi stígur á svið. Gestir sýni þannig stuðning við þolendur í verki. Innlent 29.7.2022 21:02 Þjóðhátíð farin af stað í blíðskaparveðri: „Svæðið sjaldan verið jafn stappað og í gær“ Húkkaraballið, sem er óformlegt upphaf Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum, fór nokkuð vel fram í gærkvöldi og áætlað er að aldrei hafi fleiri sótt ballið. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri ætla ekki að láta möguleikann á vondu veðri skemma verslunarmannahelgina fyrir sér. Innlent 29.7.2022 13:08 Handtekinn á húkkaraballi fyrir að ráðast á lögguna Einn var handtekinn á hinu árlega húkkaraballi í Vestmannaeyjum í gær. Lögregla hafði ætlað að hafa af honum afskipti en hann veittist að lögreglumönnunum og var handtekinn og vistaður í fangageymslu í kjölfarið. Innlent 29.7.2022 13:03 Sú hljómsveit á Íslandi sem oftast hefur spilað á Þjóðhátíð Lúðrasveit Vestmannaeyja er stofnuð árið 1939 af Oddgeiri Kristjánssyni og félögum. Sveitin hefur spilað á öllum þjóðhátíðum síðan og því sú hljómsveit á Íslandi sem oftast hefur spilað á Þjóðhátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Jarli Sigurgeirssyni, tónlistarmanni og stjórnanda Lúðrasveitarinnar, og fékk að heyra nánar frá atriði sveitarinnar. Tónlist 29.7.2022 12:00 Vill prófa að breyta klukkunni í Vestmannaeyjum Reglulega hefur komið til umræðu að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund til að færa hana nær sólartíma og samræma betur líkamsklukku Íslendinga. Innlent 26.7.2022 16:11 Hjálpa þér að finna ástina á Þjóðhátíð með einum takka Stefnumótaforritið Smitten ætlar að gleðja gesti Þjóðhátíðar með sérstökum Þjóðhátíðar fítus sem auðveldar einhleypum gestum hátíðarinnar að ná saman í dalnum. Hann verður aðgengilegur notendum forritsins sem eru staddir í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til mánudags. Lífið 26.7.2022 12:30 Aldrei sé betra að vera í Reykjavík en þegar „fíflin eru farin til Eyja“ Í Vestmannaeyjum er allt að verða klárt en hátíðinni var aflýst árin 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn snýr ekki aftur í ár en aðrir aðilar taka við. Í Reykjavík verður Innipúkinn haldinn hátíðlegur og verður starfsfólk reykvískra skemmtistaða sent á námskeið til þess að bregðast við ofbeldi í skemmtanahaldi. Innlent 25.7.2022 23:30 Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn kveður Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn sem hefur verið áberandi í Vestmannaeyjum í kringum Verslunarmannahelgina ætlar að hætta störfum, að minnsta kosti í núverandi mynd. Innlent 24.7.2022 23:59 Synti frá Eyjum í land til styrktar börnum á átakasvæðum Sigurgeir Svanbergsson kom í land í gærkvöldi eftir sjósund frá Vestmannaeyjum til Landeyjasanda. Synti Sigurgeir til styrktar börnum sem búa á átakasvæðum. Lífið 23.7.2022 15:19 „Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. Tónlist 20.7.2022 11:31 Allir að verða tilbúnir fyrir sögulega Þjóðhátíð: „Þetta er svo töfrandi staður“ Mikil eftirvænting er í Eyjamönnum fyrir Þjóðhátíð þetta árið eftir vonbrigði síðustu tvö ár. Í annað sinn í sögunni er Þjóðhátíðarlagið samið og flutt af konu og í fyrsta sinn verða aðeins konur á sviðinu þar sem Kvennakór Vestmannaeyja verður með Klöru Elias að flytja lagið Eyjanótt. Fyrsta æfingin fór fram á dögunum og er óhætt að segja að einhverjir verði með gæsahúð eftir tvær vikur. Innlent 17.7.2022 22:58 Leggja loksins ljósleiðara í Vestmannaeyjum Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa hafist handa við að leggja ljósleiðara í þéttbýli en fyrstu áfangarnir hófust í sumar. Bæjarstjóri segir þetta löngu tímabært, enda nútímasamgöngur að búa við gott netsamband. Innlent 16.7.2022 16:32 ÍBV dregur umdeilda ákvörðun til baka Íþróttabandalag Vestmannaeyja mun falla frá þeirri ákvörðun frá 15. mars sl. um tekjuskiptingu milli knattspyrnu- og handknattleiksdeildar félagsins. Sport 16.7.2022 16:39 Krísa hjá ÍBV | Vinnubrögð leitt til vantrausts Aðalstjórn ÍBV þarf að fara að leysa hnúta sem myndast hafa innan félagsins vegna umdeildrar ákvörðunar sem hún tók vegna skiptingar fjármagns til íþróttadeilda innan ÍBV. Sport 16.7.2022 12:00 Sjáðu Orkumótið í Eyjum: FH-ingar stóðu við stóru orðin Vestmannaeyjar hafa iðað af lífi að undanförnu enda tvö stærstu barnamót ársins farið þar fram. Fyrst TM-mót 5. flokks kvenna og svo Orkumót 6. flokks karla. Guðjón Guðmundsson var á sínum stað á Orkumótinu og fjallaði um það af sinni alkunnu snilld. Fótbolti 1.7.2022 10:01 Helstu bæjarhátíðirnar um helgina: Bryggjusöngur, brennur, sveitaböll og sápubolti Þá er komið því, einni af stærstu ferðahelgum sumarsins; fyrstu helginni í júlí og eflaust eru einhverjir nú þegar samviskusamlega búnir að pakka, troðfylla bílinn af útileigubúnaði og smyrja flatkökur og rækjusamlokur í tonnavís. En hvert skal halda? Lífið 30.6.2022 07:17 Stefnir í hitafund í Eyjum: „Átt andvökunætur og oft verið nálægt tárum yfir þessu“ Það stefnir í mikinn hitafund í Vestmannaeyjum í kvöld þegar aðalfundur ÍBV Íþróttafélags fer fram. Fyrr í dag sagði handknattleiksráð félagsins af sér vegna mikillar óánægju með skiptingu fjár á milli handboltans og fótboltans hjá félaginu. Handbolti 29.6.2022 14:52 Sjáðu TM-mótið í Eyjum: Pöntuðu ís og útlandaferð eftir frábæran úrslitaleik Það var nóg um að vera í Vestmannaeyjum þegar TM-mótið fór þar fram á dögunum, þar sem stelpur í 5. flokki léku listir sínar. Þær sýndu einnig tilþrif utan vallar og voru laufléttar í bragði í samtölum sínum við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem gerði mótinu góð skil í þætti á Stöð 2 Sport. Fótbolti 20.6.2022 12:30 „Dagurinn gekk eins og vera ber“ Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að óhappið sem varð í Vestmannaeyjahöfn í gær, þar sem ekjubrú Herjólfs laskaðist, hafi ekki haft áhrif á ferðir skipsins í dag. Innlent 14.6.2022 16:37 Allt að tíu sinnum meiri kostnaður en gert var ráð fyrir Ríkisendurskoðun hefur lokið úttekt á framkvæmda- og rekstrarkostnaði Landeyjahafnar. Kostnaður við dýpkun hafnarinnar reyndist vera mikið hærri en gert var ráð fyrir. Innlent 14.6.2022 12:08 Grímur verður lögreglustjóri á Suðurlandi Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, verður settur lögreglustjóri á Suðurlandi frá 1. júlí næstkomandi og út árið. Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri verður í leyfi á sama tíma en Grímur mun áfram starfa sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum á tímabilinu. Innlent 14.6.2022 06:36 Ekjubrú Herjólfs skemmdist í árekstri í Eyjum Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er á eftir áætlun eftir óhapp sem laskaði ekjubrú skipsins í kvöld. Bílar sem ætluðu í land í Vestmannaeyjum sátu fastir um borð í um klukkustund vegna óhappsins. Innlent 13.6.2022 20:35 Fólu bæjarstjóra að hefja samtal um jarðgöng til Vestmannaeyja Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar samþykkti bæjarstjórn tillögu þess efnis að bæjarstjóra og bæjarstjórn yrði falið að hefja samtal við stjórnvöld um að kanna fýsileika á gerð jarðgangna milli lands og Eyja. Innlent 9.6.2022 19:14 Gamli Herjólfur kominn með framhaldslíf í Færeyjum Gamli Herjólfur, eða Herjólfur III er kominn til Færeyjar, þar sem ferjan verður aðallega nýtt sem vöruflutningaskip. Innlent 3.6.2022 11:27 Þyrlan send til Eyja vegna þoku í Reykjavík Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum þar sem flugvél gat ekki sinnt útkallinu vegna þokunnar sem lá yfir Reykjavík í nótt. Innlent 30.5.2022 23:13 Þyrlan sótti göngumann sem rann í skriðum við Stafsnes Björgunarsveitir í Vestmannaeyjum og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna göngumanns sem slasaðist þegar hann hrasaði í skriðu fyrir ofan Stafsnes í Eyjum í hádeginu. Þyrlan sótti manninn. Innlent 28.5.2022 13:22 Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. Tónlist 27.5.2022 06:01 Fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi dæmdur í mánaðarfangelsi Héraðsdómur Suðurlands dæmdi fyrrverandi skipstjóra á Herjólfi í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að sigla Vestmannaeyjaferjunni ítrekað án þess að hafa gild atvinnuréttindi og skrá aðra skipstjóra í sinn stað án þeirra vitundar. Innlent 23.5.2022 11:40 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 32 ›
Ekkert ofbeldi á borði lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina Ekkert ofbeldisbrot rataði inn á borð lögreglunnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt. Lögregla segir þjóðhátíðarhöld hafa farið vel fram í nótt og fólk almennt skemmt sér fallega. Á Akureyri var nóttin rólegri en oft áður en mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík. Innlent 30.7.2022 12:08
„Alltaf síðan ég fæddist“ Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir hefur aldrei misst af Þjóðhátíð á allri sinni lífstíð. Jafnvel þegar hátíðin féll niður tvö ár í röð vegna Covid var helgin haldin hátíðlega á Lóðahátíð sem fangaði andann. Lífið 30.7.2022 09:00
Hvetja fólk til að yfirgefa brekkuna á miðnætti Baráttuhópurinn Öfgar sendi nú fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem þær hvetja þjóðhátíðargesti að yfirgefa brekkuna þegar meintur gerandi stígur á svið. Gestir sýni þannig stuðning við þolendur í verki. Innlent 29.7.2022 21:02
Þjóðhátíð farin af stað í blíðskaparveðri: „Svæðið sjaldan verið jafn stappað og í gær“ Húkkaraballið, sem er óformlegt upphaf Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum, fór nokkuð vel fram í gærkvöldi og áætlað er að aldrei hafi fleiri sótt ballið. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri ætla ekki að láta möguleikann á vondu veðri skemma verslunarmannahelgina fyrir sér. Innlent 29.7.2022 13:08
Handtekinn á húkkaraballi fyrir að ráðast á lögguna Einn var handtekinn á hinu árlega húkkaraballi í Vestmannaeyjum í gær. Lögregla hafði ætlað að hafa af honum afskipti en hann veittist að lögreglumönnunum og var handtekinn og vistaður í fangageymslu í kjölfarið. Innlent 29.7.2022 13:03
Sú hljómsveit á Íslandi sem oftast hefur spilað á Þjóðhátíð Lúðrasveit Vestmannaeyja er stofnuð árið 1939 af Oddgeiri Kristjánssyni og félögum. Sveitin hefur spilað á öllum þjóðhátíðum síðan og því sú hljómsveit á Íslandi sem oftast hefur spilað á Þjóðhátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Jarli Sigurgeirssyni, tónlistarmanni og stjórnanda Lúðrasveitarinnar, og fékk að heyra nánar frá atriði sveitarinnar. Tónlist 29.7.2022 12:00
Vill prófa að breyta klukkunni í Vestmannaeyjum Reglulega hefur komið til umræðu að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund til að færa hana nær sólartíma og samræma betur líkamsklukku Íslendinga. Innlent 26.7.2022 16:11
Hjálpa þér að finna ástina á Þjóðhátíð með einum takka Stefnumótaforritið Smitten ætlar að gleðja gesti Þjóðhátíðar með sérstökum Þjóðhátíðar fítus sem auðveldar einhleypum gestum hátíðarinnar að ná saman í dalnum. Hann verður aðgengilegur notendum forritsins sem eru staddir í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til mánudags. Lífið 26.7.2022 12:30
Aldrei sé betra að vera í Reykjavík en þegar „fíflin eru farin til Eyja“ Í Vestmannaeyjum er allt að verða klárt en hátíðinni var aflýst árin 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn snýr ekki aftur í ár en aðrir aðilar taka við. Í Reykjavík verður Innipúkinn haldinn hátíðlegur og verður starfsfólk reykvískra skemmtistaða sent á námskeið til þess að bregðast við ofbeldi í skemmtanahaldi. Innlent 25.7.2022 23:30
Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn kveður Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn sem hefur verið áberandi í Vestmannaeyjum í kringum Verslunarmannahelgina ætlar að hætta störfum, að minnsta kosti í núverandi mynd. Innlent 24.7.2022 23:59
Synti frá Eyjum í land til styrktar börnum á átakasvæðum Sigurgeir Svanbergsson kom í land í gærkvöldi eftir sjósund frá Vestmannaeyjum til Landeyjasanda. Synti Sigurgeir til styrktar börnum sem búa á átakasvæðum. Lífið 23.7.2022 15:19
„Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. Tónlist 20.7.2022 11:31
Allir að verða tilbúnir fyrir sögulega Þjóðhátíð: „Þetta er svo töfrandi staður“ Mikil eftirvænting er í Eyjamönnum fyrir Þjóðhátíð þetta árið eftir vonbrigði síðustu tvö ár. Í annað sinn í sögunni er Þjóðhátíðarlagið samið og flutt af konu og í fyrsta sinn verða aðeins konur á sviðinu þar sem Kvennakór Vestmannaeyja verður með Klöru Elias að flytja lagið Eyjanótt. Fyrsta æfingin fór fram á dögunum og er óhætt að segja að einhverjir verði með gæsahúð eftir tvær vikur. Innlent 17.7.2022 22:58
Leggja loksins ljósleiðara í Vestmannaeyjum Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa hafist handa við að leggja ljósleiðara í þéttbýli en fyrstu áfangarnir hófust í sumar. Bæjarstjóri segir þetta löngu tímabært, enda nútímasamgöngur að búa við gott netsamband. Innlent 16.7.2022 16:32
ÍBV dregur umdeilda ákvörðun til baka Íþróttabandalag Vestmannaeyja mun falla frá þeirri ákvörðun frá 15. mars sl. um tekjuskiptingu milli knattspyrnu- og handknattleiksdeildar félagsins. Sport 16.7.2022 16:39
Krísa hjá ÍBV | Vinnubrögð leitt til vantrausts Aðalstjórn ÍBV þarf að fara að leysa hnúta sem myndast hafa innan félagsins vegna umdeildrar ákvörðunar sem hún tók vegna skiptingar fjármagns til íþróttadeilda innan ÍBV. Sport 16.7.2022 12:00
Sjáðu Orkumótið í Eyjum: FH-ingar stóðu við stóru orðin Vestmannaeyjar hafa iðað af lífi að undanförnu enda tvö stærstu barnamót ársins farið þar fram. Fyrst TM-mót 5. flokks kvenna og svo Orkumót 6. flokks karla. Guðjón Guðmundsson var á sínum stað á Orkumótinu og fjallaði um það af sinni alkunnu snilld. Fótbolti 1.7.2022 10:01
Helstu bæjarhátíðirnar um helgina: Bryggjusöngur, brennur, sveitaböll og sápubolti Þá er komið því, einni af stærstu ferðahelgum sumarsins; fyrstu helginni í júlí og eflaust eru einhverjir nú þegar samviskusamlega búnir að pakka, troðfylla bílinn af útileigubúnaði og smyrja flatkökur og rækjusamlokur í tonnavís. En hvert skal halda? Lífið 30.6.2022 07:17
Stefnir í hitafund í Eyjum: „Átt andvökunætur og oft verið nálægt tárum yfir þessu“ Það stefnir í mikinn hitafund í Vestmannaeyjum í kvöld þegar aðalfundur ÍBV Íþróttafélags fer fram. Fyrr í dag sagði handknattleiksráð félagsins af sér vegna mikillar óánægju með skiptingu fjár á milli handboltans og fótboltans hjá félaginu. Handbolti 29.6.2022 14:52
Sjáðu TM-mótið í Eyjum: Pöntuðu ís og útlandaferð eftir frábæran úrslitaleik Það var nóg um að vera í Vestmannaeyjum þegar TM-mótið fór þar fram á dögunum, þar sem stelpur í 5. flokki léku listir sínar. Þær sýndu einnig tilþrif utan vallar og voru laufléttar í bragði í samtölum sínum við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem gerði mótinu góð skil í þætti á Stöð 2 Sport. Fótbolti 20.6.2022 12:30
„Dagurinn gekk eins og vera ber“ Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að óhappið sem varð í Vestmannaeyjahöfn í gær, þar sem ekjubrú Herjólfs laskaðist, hafi ekki haft áhrif á ferðir skipsins í dag. Innlent 14.6.2022 16:37
Allt að tíu sinnum meiri kostnaður en gert var ráð fyrir Ríkisendurskoðun hefur lokið úttekt á framkvæmda- og rekstrarkostnaði Landeyjahafnar. Kostnaður við dýpkun hafnarinnar reyndist vera mikið hærri en gert var ráð fyrir. Innlent 14.6.2022 12:08
Grímur verður lögreglustjóri á Suðurlandi Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, verður settur lögreglustjóri á Suðurlandi frá 1. júlí næstkomandi og út árið. Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri verður í leyfi á sama tíma en Grímur mun áfram starfa sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum á tímabilinu. Innlent 14.6.2022 06:36
Ekjubrú Herjólfs skemmdist í árekstri í Eyjum Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er á eftir áætlun eftir óhapp sem laskaði ekjubrú skipsins í kvöld. Bílar sem ætluðu í land í Vestmannaeyjum sátu fastir um borð í um klukkustund vegna óhappsins. Innlent 13.6.2022 20:35
Fólu bæjarstjóra að hefja samtal um jarðgöng til Vestmannaeyja Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar samþykkti bæjarstjórn tillögu þess efnis að bæjarstjóra og bæjarstjórn yrði falið að hefja samtal við stjórnvöld um að kanna fýsileika á gerð jarðgangna milli lands og Eyja. Innlent 9.6.2022 19:14
Gamli Herjólfur kominn með framhaldslíf í Færeyjum Gamli Herjólfur, eða Herjólfur III er kominn til Færeyjar, þar sem ferjan verður aðallega nýtt sem vöruflutningaskip. Innlent 3.6.2022 11:27
Þyrlan send til Eyja vegna þoku í Reykjavík Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum þar sem flugvél gat ekki sinnt útkallinu vegna þokunnar sem lá yfir Reykjavík í nótt. Innlent 30.5.2022 23:13
Þyrlan sótti göngumann sem rann í skriðum við Stafsnes Björgunarsveitir í Vestmannaeyjum og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna göngumanns sem slasaðist þegar hann hrasaði í skriðu fyrir ofan Stafsnes í Eyjum í hádeginu. Þyrlan sótti manninn. Innlent 28.5.2022 13:22
Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. Tónlist 27.5.2022 06:01
Fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi dæmdur í mánaðarfangelsi Héraðsdómur Suðurlands dæmdi fyrrverandi skipstjóra á Herjólfi í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að sigla Vestmannaeyjaferjunni ítrekað án þess að hafa gild atvinnuréttindi og skrá aðra skipstjóra í sinn stað án þeirra vitundar. Innlent 23.5.2022 11:40