Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2023 19:45 Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Kanada létu vel af dvöl sinni í Vestmannaeyjum. Fjölmiðlar fylgdu þeim hvert spor. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. Fjölmörg málefni voru á dagskrá fundarins eins og loftslagsmál, umhverfismál og málefni innflytjenda og flóttafólks. Þá átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fundi með Trudeau annars vegar og Petteri Orpo nýjum forsætisráðherra Finnlands hins vegar um sameiginleg málefni þjóðanna. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja fræddi forsætisráðherrana um sögu Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Ráðherrarnir minntust þess einnig að 50 ár eru liðin um þessar mundir frá því eldgos hófst í Heimaey í febrúar 1973. Justin Trudeau sagði mikla upplifun að koma til Vestmannaeyja og þakkaði heimamönnum móttökurnar. Fundur forsætisráðherranna hafi verið yfirgripsmikill. Katrín Jakobsdóttir, Justin Trudeau og Jonas Gahr Störe á fréttamannafundi forsætisráðherranna í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Við deilum sömu gildum, við lítum heiminn sömu augum til að leysa vandamál bæði borgara okkar og annarra og það þýðir að þetta hafa verið ótrúlega uppbyggilegar og frjóar viðræður. Við höfum fjallað um fjölbreytt mál. Þar má helst telja öryggismálin bæði hvað varðar Rússland og ógnina við öryggi sem stafaraf loftslagsbreytingum, sérstaklega á norðurslóðum,“ sagði Trudeau. Mette Fredrieksen forsætisráðherra Danmerkur tók undir með Katrínu Jakobsdóttur að málefni Úkraínu hafi verið megin mál fundarins en þau hefðu einnig náð að ræða fjölmörg önnur sameiginleg málefni þjóðanna. „Þessi lönd eru algerlega samstíga í stuðningi okkar við Úkraínu. Það er mikilvægt að taka næstu skref. Við verðum að jafnvel að auka stuðninginn enn meira. Svo við munum tryggja að Úkraína geti varið sig og um leið öryggi annars staðar í álfunni,“ sagði Fredriksen. Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs og Justin Trudeau ræða málin.Vísir/Vilhelm Jonas Gahr Störe sagði samstöðu Norðurlanda hafa sýnt sig þegar eldgos hófst í Vestmannaeyjum og fannst tilkomumikið að funda þar. „Ég man að ég var tólf ára þegar fréttir bárust í janúar 1973 af eldgosinu hérna. Þetta virkjaði Norðurlöndin,það virkjaði landið mitt hvað varðar samstöðu og stuðning. Og þegar ég kem hingað á þennan blómlega stað vil ég þakka ykkur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra fyrir að taka á móti okkur. Þetta hefur verið frábær upplifun,“ sagði Gahr Störe. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Kanada Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Fjölmörg málefni voru á dagskrá fundarins eins og loftslagsmál, umhverfismál og málefni innflytjenda og flóttafólks. Þá átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fundi með Trudeau annars vegar og Petteri Orpo nýjum forsætisráðherra Finnlands hins vegar um sameiginleg málefni þjóðanna. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja fræddi forsætisráðherrana um sögu Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Ráðherrarnir minntust þess einnig að 50 ár eru liðin um þessar mundir frá því eldgos hófst í Heimaey í febrúar 1973. Justin Trudeau sagði mikla upplifun að koma til Vestmannaeyja og þakkaði heimamönnum móttökurnar. Fundur forsætisráðherranna hafi verið yfirgripsmikill. Katrín Jakobsdóttir, Justin Trudeau og Jonas Gahr Störe á fréttamannafundi forsætisráðherranna í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Við deilum sömu gildum, við lítum heiminn sömu augum til að leysa vandamál bæði borgara okkar og annarra og það þýðir að þetta hafa verið ótrúlega uppbyggilegar og frjóar viðræður. Við höfum fjallað um fjölbreytt mál. Þar má helst telja öryggismálin bæði hvað varðar Rússland og ógnina við öryggi sem stafaraf loftslagsbreytingum, sérstaklega á norðurslóðum,“ sagði Trudeau. Mette Fredrieksen forsætisráðherra Danmerkur tók undir með Katrínu Jakobsdóttur að málefni Úkraínu hafi verið megin mál fundarins en þau hefðu einnig náð að ræða fjölmörg önnur sameiginleg málefni þjóðanna. „Þessi lönd eru algerlega samstíga í stuðningi okkar við Úkraínu. Það er mikilvægt að taka næstu skref. Við verðum að jafnvel að auka stuðninginn enn meira. Svo við munum tryggja að Úkraína geti varið sig og um leið öryggi annars staðar í álfunni,“ sagði Fredriksen. Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs og Justin Trudeau ræða málin.Vísir/Vilhelm Jonas Gahr Störe sagði samstöðu Norðurlanda hafa sýnt sig þegar eldgos hófst í Vestmannaeyjum og fannst tilkomumikið að funda þar. „Ég man að ég var tólf ára þegar fréttir bárust í janúar 1973 af eldgosinu hérna. Þetta virkjaði Norðurlöndin,það virkjaði landið mitt hvað varðar samstöðu og stuðning. Og þegar ég kem hingað á þennan blómlega stað vil ég þakka ykkur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra fyrir að taka á móti okkur. Þetta hefur verið frábær upplifun,“ sagði Gahr Störe.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Kanada Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira