Árni Johnsen er látinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2023 06:04 Árni Johnsen stjórnaði brekkusöngnum á Þjóðhátíð í fjölda ára. Mynd/Gunnar Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 79 ára. Frá þessu greinir Morgunblaðið. Árni fæddist í Vestmannaeyjum 1. mars 1944. Foreldrar hans voru Poul C. Kanélas frá Detroit í Bandaríkjunum og Ingibjörg Á. Johnsen kaupakona. Hún átti síðar Bjarnhéðin Elíasson skipstjóra og útgerðarmann í Vestmannaeyjum, að því er segir á vef Alþingis. Árni var kennari í Vestmannaeyjum 1964-1965 og í Reykjavík 1966-1967. Hann starfaði hjá Surtseyjarfélaginu með aðsetur í Surtsey sumar og haust 1966 og 1967 og var blaðamaður á Morgunblaðinu 1967-1991. Þá var hann dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið og við Sjónvarpið frá stofnun þess. Árni var Sjálfstæðismaður og þingmaður Suðurlands 1983–1987 og aftur 1991–2001. Hlé varð á þingmennsku Árna árið 2001 eftir að upplýst var að hann hefði nýtt fjármuni bygginganefndar Þjóðleikhússins í eigin þágu. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Hann var aftur kjörinn á þing árið 2007 og sat á þingi til 2013. Árni skráði viðtalsbækur og bækur um gamanmál þingmanna, samdi sönglög og stjórnaði brekkusöngnum á Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum um árabil. Þá var hann mikill talsmaður ganga frá meginlandinu og til Vestmannaeyja. Eftirlifandi eiginkona Árna er Halldóra Filippusdóttir. Þau áttu soninn Breka en fyrir átti Árni tvær dætur með fyrrverandi eiginkonu sinni, Margréti Oddsdóttur. Þær heita Helga Brá og Þórunn Dögg. Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vestmannaeyjar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. Árni fæddist í Vestmannaeyjum 1. mars 1944. Foreldrar hans voru Poul C. Kanélas frá Detroit í Bandaríkjunum og Ingibjörg Á. Johnsen kaupakona. Hún átti síðar Bjarnhéðin Elíasson skipstjóra og útgerðarmann í Vestmannaeyjum, að því er segir á vef Alþingis. Árni var kennari í Vestmannaeyjum 1964-1965 og í Reykjavík 1966-1967. Hann starfaði hjá Surtseyjarfélaginu með aðsetur í Surtsey sumar og haust 1966 og 1967 og var blaðamaður á Morgunblaðinu 1967-1991. Þá var hann dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið og við Sjónvarpið frá stofnun þess. Árni var Sjálfstæðismaður og þingmaður Suðurlands 1983–1987 og aftur 1991–2001. Hlé varð á þingmennsku Árna árið 2001 eftir að upplýst var að hann hefði nýtt fjármuni bygginganefndar Þjóðleikhússins í eigin þágu. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Hann var aftur kjörinn á þing árið 2007 og sat á þingi til 2013. Árni skráði viðtalsbækur og bækur um gamanmál þingmanna, samdi sönglög og stjórnaði brekkusöngnum á Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum um árabil. Þá var hann mikill talsmaður ganga frá meginlandinu og til Vestmannaeyja. Eftirlifandi eiginkona Árna er Halldóra Filippusdóttir. Þau áttu soninn Breka en fyrir átti Árni tvær dætur með fyrrverandi eiginkonu sinni, Margréti Oddsdóttur. Þær heita Helga Brá og Þórunn Dögg.
Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vestmannaeyjar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira