„Hátíðin er fyrst og fremst til að þakka að ekki fór verr“ Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2023 14:19 Goslokanefnd og starfsmenn nefndarinnar. Sigurhanna er fjórða frá vinstri. Mynd/Aðsend Skipuleggjendur Goslokahátíðarinnar í Vestmannaeyjum segja hátíðina hafa gengið snurðulaust fyrir sig í ár en fimmtíu ár eru frá eldgosinu. „Það hefur gengið rosalega vel og veðrið hefur leikið við okkur. Ég held að ég geti nánast sagt að þetta hafi gengið vonum framar fram að þessu,“ segir Sigurhanna Friðþórsdóttir ein fjögurra í goslokanefnd. Hátíðin er með öðru sniði í ár en fyrri ár en fimmtíu ár eru frá gosinu í ár. Hátíðin hefur því verið í viku en ekki bara yfir helgina. Hún segir bæinn fullan af gestum og að fullt hafi verið í Herjólf í gær, af bæði gestum og bílum. Dagskráin á hátíðinni er afar fjölbreytt og má þar finna ýmsa menningar-, tónlistar- og íþróttaviðburði og bæjargrill í boði Landsbankans. Róður fyrir gott málefni „Svo er ball og fjör í kvöld,“ segir Sigurhanna en að einn hápunktur hátíðarinnar í dag sé góðgerðaróður á Brothers Brewery til styrktar minningarsjóðs Gunnars Karls en hann er fyrir fatlaða íþróttamenn. „Hann var dásamlegur drengur sem var með fötlun og var elskaður og dáður af samfélaginu. Fjölskyldan stofnaði þennan minningarsjóð því hann var líklega jákvæðasta manneskja sem uppi hefur verið, eða sem ég hef allavega kynnst. Hann sá alltaf björtu hliðarnar í öllu og það var mikið högg fyrir okkur þegar hann fór,“ segir Sigurhanna og að allir geti mætt í brugghúsið og tekið þátt í dag. Það sé verið að safna áheitum og von á miklu fjöri. Eyjan sem sprakk Á morgun lýkur svo hátíðinni en þá verður til dæmis hægt að fræðast um japanstogarana svokölluðu. „Það vildi þannig til að fyrir fimmtíu árum var verið að smíða tíu togara fyrir Íslendinga í Japan og togarinn Vestmanney, sem var einn af þeim, var að sigla heim aðfaranótt 23. Janúar þegar eldgosið hófst og fyrstu fréttir sem þeir fengu var að eyja suður af Íslandi hefði sprungið í loft upp í eldgosi,“ segir Sigurhanna og að viðburðurinn heitir Siglt heim í skugga eldgoss. Á morgun verður einnig hægt að heimsækja nýja landeldisstöð sem er í byggingu í Vestmannaeyjum auk ýmissa annarra menningarviðburða. Sigurhanna segir hátíðina gleðihátíð en einnig til að minnast atburðanna í janúar 1973. Hún segir alla velkomna, það séu margir heimamenn og brottfluttir, en einnig aðrir gestir. „Hátíðin er fyrst og fremst til að þakka að ekki fór verr en raun ber vitni. Það varð auðvitað gífurlega mikið tjón en líka að fagna því að fólk skyldi taka þá ákvörðun að flytja aftur heim og byggja þetta dásamlega samfélag sem við búum í.“ Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tímamót Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Goslokahátíð ekki í samkeppni við Þjóðhátíð Goslokahátíð Vestmannaeyjabæjar verður sett í dag. Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Heimaeyjargosi lauk munu hátíðarhöldin standa í heila viku. Bæjarstjóri segir hátíðina ekki í samkeppni við Þjóðhátíð, sem sé allt annars seðlis. 3. júlí 2023 13:01 Ingó spilar á Goslokahátíð en ekki Þjóðhátíð Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, þekktur undir listamannsnafninu Ingó veðurguð, mun koma fram á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum. 28. júní 2023 14:24 Blysför í Vestmannaeyjum í tilefni 50 ára gosafmælis Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Vestmannaeyjar á morgun, mánudag, 23. janúar, í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Hápunktur margvíslegra minningarviðburða í bænum verður blysför frá Landakirkju annaðkvöld að Eldheimum þar sem gossins verður minnst með athöfn sem hefst klukkan 19:30. 22. janúar 2023 05:51 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Sjá meira
„Það hefur gengið rosalega vel og veðrið hefur leikið við okkur. Ég held að ég geti nánast sagt að þetta hafi gengið vonum framar fram að þessu,“ segir Sigurhanna Friðþórsdóttir ein fjögurra í goslokanefnd. Hátíðin er með öðru sniði í ár en fyrri ár en fimmtíu ár eru frá gosinu í ár. Hátíðin hefur því verið í viku en ekki bara yfir helgina. Hún segir bæinn fullan af gestum og að fullt hafi verið í Herjólf í gær, af bæði gestum og bílum. Dagskráin á hátíðinni er afar fjölbreytt og má þar finna ýmsa menningar-, tónlistar- og íþróttaviðburði og bæjargrill í boði Landsbankans. Róður fyrir gott málefni „Svo er ball og fjör í kvöld,“ segir Sigurhanna en að einn hápunktur hátíðarinnar í dag sé góðgerðaróður á Brothers Brewery til styrktar minningarsjóðs Gunnars Karls en hann er fyrir fatlaða íþróttamenn. „Hann var dásamlegur drengur sem var með fötlun og var elskaður og dáður af samfélaginu. Fjölskyldan stofnaði þennan minningarsjóð því hann var líklega jákvæðasta manneskja sem uppi hefur verið, eða sem ég hef allavega kynnst. Hann sá alltaf björtu hliðarnar í öllu og það var mikið högg fyrir okkur þegar hann fór,“ segir Sigurhanna og að allir geti mætt í brugghúsið og tekið þátt í dag. Það sé verið að safna áheitum og von á miklu fjöri. Eyjan sem sprakk Á morgun lýkur svo hátíðinni en þá verður til dæmis hægt að fræðast um japanstogarana svokölluðu. „Það vildi þannig til að fyrir fimmtíu árum var verið að smíða tíu togara fyrir Íslendinga í Japan og togarinn Vestmanney, sem var einn af þeim, var að sigla heim aðfaranótt 23. Janúar þegar eldgosið hófst og fyrstu fréttir sem þeir fengu var að eyja suður af Íslandi hefði sprungið í loft upp í eldgosi,“ segir Sigurhanna og að viðburðurinn heitir Siglt heim í skugga eldgoss. Á morgun verður einnig hægt að heimsækja nýja landeldisstöð sem er í byggingu í Vestmannaeyjum auk ýmissa annarra menningarviðburða. Sigurhanna segir hátíðina gleðihátíð en einnig til að minnast atburðanna í janúar 1973. Hún segir alla velkomna, það séu margir heimamenn og brottfluttir, en einnig aðrir gestir. „Hátíðin er fyrst og fremst til að þakka að ekki fór verr en raun ber vitni. Það varð auðvitað gífurlega mikið tjón en líka að fagna því að fólk skyldi taka þá ákvörðun að flytja aftur heim og byggja þetta dásamlega samfélag sem við búum í.“
Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tímamót Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Goslokahátíð ekki í samkeppni við Þjóðhátíð Goslokahátíð Vestmannaeyjabæjar verður sett í dag. Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Heimaeyjargosi lauk munu hátíðarhöldin standa í heila viku. Bæjarstjóri segir hátíðina ekki í samkeppni við Þjóðhátíð, sem sé allt annars seðlis. 3. júlí 2023 13:01 Ingó spilar á Goslokahátíð en ekki Þjóðhátíð Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, þekktur undir listamannsnafninu Ingó veðurguð, mun koma fram á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum. 28. júní 2023 14:24 Blysför í Vestmannaeyjum í tilefni 50 ára gosafmælis Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Vestmannaeyjar á morgun, mánudag, 23. janúar, í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Hápunktur margvíslegra minningarviðburða í bænum verður blysför frá Landakirkju annaðkvöld að Eldheimum þar sem gossins verður minnst með athöfn sem hefst klukkan 19:30. 22. janúar 2023 05:51 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Sjá meira
Goslokahátíð ekki í samkeppni við Þjóðhátíð Goslokahátíð Vestmannaeyjabæjar verður sett í dag. Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Heimaeyjargosi lauk munu hátíðarhöldin standa í heila viku. Bæjarstjóri segir hátíðina ekki í samkeppni við Þjóðhátíð, sem sé allt annars seðlis. 3. júlí 2023 13:01
Ingó spilar á Goslokahátíð en ekki Þjóðhátíð Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, þekktur undir listamannsnafninu Ingó veðurguð, mun koma fram á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum. 28. júní 2023 14:24
Blysför í Vestmannaeyjum í tilefni 50 ára gosafmælis Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Vestmannaeyjar á morgun, mánudag, 23. janúar, í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Hápunktur margvíslegra minningarviðburða í bænum verður blysför frá Landakirkju annaðkvöld að Eldheimum þar sem gossins verður minnst með athöfn sem hefst klukkan 19:30. 22. janúar 2023 05:51