Árborg

Fréttamynd

Fyrsti Hjallastefnuleikskólinn á Sel­fossi

Mikil ánægja er á Selfossi með nýjan leikskóla en það er Hjallastefnuleikskóli, sá fyrsti í bæjarfélaginu. Hefðbundin leiktæki, sem voru á lóðinni hafa öll verið fjarlægð en í staðinn hefur lóðinni verið breytt í opinn efnivið og náttúrulegt umhverfi barna eins og tíðkast í Hjallastefnuleikskólum.

Innlent
Fréttamynd

Al­tjón á véla­skemmu í bruna við Stokks­eyri

Vélaskemma á jörðinni Hoftúni II rétt norðan við Stokkseyri varð eldi að bráð nú síðdegis. Enn er unnið að því að slökkva í glæðum en slökkviliðsstjóri segir töluvert af búnaði hafi brunnið inni, þar á meðal ferðaþjónustubifreið sem verið var að gera við.

Innlent
Fréttamynd

Ólympíufara fagnað á Sel­fossi

Ólympíufari Selfyssinga, Hákon Þór Svavarsson, sem keppti í skotfimi á Ólympíuleikunum í París fékk góðar móttökur hjá heimamönnum þegar hann kom heim af leikunum. Hann stefnir ótrauður á að keppa líka á næstu Ólympíuleikum eftir fjögur ár, sem verða í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Byrjaði í smábrotum en vatt svo upp á sig

Berglind Fríða Viggósdóttir missti tvo elstu syni sína með sex ára millibili. Þann 5. maí árið 2018 var Viggó Emil bráðkvaddur á Spáni.  Ingvi Hrafn féll fyrir eigin hendi í klefa sínum á Litla Hrauni, á dánardegi bróður síns þann 5. maí síðastliðinn. Bræðurnir áttu það sameiginlegt að hafa árum saman barist við eiturlyfjafíkn og voru þeir báðir í afplánun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu.

Lífið
Fréttamynd

Neitaði að borga heita vatnið og slapp með skrekkinn

Kona í Árborg komst upp með að borga ekki heitavatnsreikninga frá Selfossveitum vegna þess að vatnið var ekki nógu heitt. Reikningar konunnar vegna húshitunar voru meira en tvöfalt hærri en í sambærilegum fasteignum í sveitarfélaginu, af því vatnið var gallað og inntakshiti þess ekki nógu mikill.

Innlent
Fréttamynd

Margverðlaunaður garður með sól­skini allan daginn

Hjónin Agnes Ósk Snorradóttir og Björgvin Guðmundsson hafa nostrað við verðlaunagarð í kringum húsið sitt á Selfossi undanfarin ár. Þau hafa skipulagt hann þannig að hægt er að njóta sólar í garðinum allan daginn frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld en Vala Matt kíkti í heimsókn í Íslandi í dag.

Lífið
Fréttamynd

Makaði tómat­­sósu á úti­­­dyra­hurð ná­granna sinna

Rawad Nouman vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar nágranni hans á Selfossi hafði uppi hótanir við hann og litla bróður hans, og makaði svo tómatsósu á hurðina að íbúð þeirra. Rawad segist ekkert hafa á móti manninum en vill vera látinn í friði.

Innlent
Fréttamynd

Grill­meistari Ís­lands krýndur um helgina

Von er á tíu til fimmtán þúsund manns á Selfoss um helgina þar sem Kótelettan fer fram. Grillmeistari Íslands verður krýndur í bænum og stórskotalið tónlistarfólks stígur á svið.

Lífið
Fréttamynd

Skúffu­kaka og mjólk vegna pirrings út af töppum

Eins og landsmenn hafa tekið eftir þá eru komnir áfastir tappar á drykkjarfernur frá Mjólkursamsölunni vegna nýrrar Evróputilskipunar. Einhverjir láta tappana fara í taugarnar á sér og segja þá þvælast fyrir en því fólki er boðið í mjólk og skúffuköku hjá Mjólkursamsölunni til að fara yfir hvernig nýju tapparnir virka.

Innlent
Fréttamynd

Flestar í­búðir seljist undir eða á aug­lýstu verði

Páll Pálsson fasteignasali segir enga dramatík á fasteignamarkaði eins og er. Það sé um 30 prósent meiri sala en í fyrra, á sama tíma, en síðasta ár hafi verið lélegt. Hann segir að það hafi orðið um 8,4 prósenta hækkun á fasteignaverði síðasta árið en að stór hluti hækkunarinnar sé tilkomin á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veittu leyfi fyrir um­­­deilda girðingu á Sel­­fossi

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti í dag tillögu skipulagsnefndar um veitingu framkvæmdaleyfis vegna girðingar á skipulagssvæði miðbæjarins. Áhyggjur eru uppi um að girðingin hindri aðgang að svæðum sem hafa verið notuð til hátíðarhalda á útihátíðum á sumrin. Gert er ráð fyrir því að girðingin nái utan um svæði sem notað hefur verið til brekkusöngs.

Innlent
Fréttamynd

Gera út­tekt á mat í skólum Ár­borgar: Gjörunnin mat­væli þrisvar í viku

Foreldrar og kennarar í Árborg hafa mörg miklar áhyggjur af matnum sem nú er boðið upp á í grunn- og leikskólum bæjarfélagsins. Til stendur að gera úttekt á innihaldi og næringu matarins en um ár er síðan matráðum leikskólanna var sagt upp í hagræðingarskyni. Þá þurfti sveitarfélagið að gera ýmsar ráðstafanir vegna bágrar fjárhagsstöðu.

Innlent
Fréttamynd

12 þúsundasti í­búi Árborgar heiðraður

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar og Bragi Bjarnason, bæjarstjóri mættu á heimili 12 þúsundasta íbúa sveitarfélagsins í kvöld, sem er drengur, sem kom í heiminn 1. júní til að færa fjölskyldunni gjöf frá sveitarfélaginu.  Fyrir á drengurinn systur, sem heitir Sóldís Silja og verður hún þriggja ára í haust.

Lífið
Fréttamynd

At­vinnu­laus leikskólakennari, það er víst til

Ég er fjögurra barna móðir, búsett í Árborg, ég er leikskólakennari að mennt ásamt að öðlast BA gráðu í Félagsvísindum núna á næstu vikum. Ég á börn á leikskólaaldri sem hafa seint komist inn á leikskóla og aldrei komist inn til dagforeldra þrátt fyrir að hafa sótt um mjög snemma á meðgöngu.

Skoðun
Fréttamynd

Harmar at­vik þar sem konu var sagt að hún væri búin að kjósa

Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, harmar atvik þar sem kona í kjördæminu fékk ekki að kjósa í kjördæminu hans, en hún fékk þau svör á kjörstað að hún væri búin að kjósa. Hann segir að ekki sé hægt að rekja það með neinum hætti hvað gerðist.

Innlent
Fréttamynd

Frá­farandi bæjar­stjóri Ár­borgar sóttist eftir að halda á­fram

Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri Árborgar sem sagði skyndilega skilið við meirihlutann í síðustu viku, sóttist eftir því að sitja áfram í embætti. Hún segist ætla að sitja áfram í bæjarstjórn og veita meirihlutanum aðhald. Verðandi bæjarstjóri segir áformin ekki hafa átt að koma neinum á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Soffía er nýr skóla­meistari FSu

Soffía Sveinsdóttir er nýr skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Soffíu í embætti skólameistara til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi. 

Innlent