Innlent

Sökk í mýri við Stokks­eyri

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Unnið var við það í morgun í að ná gröfunni upp.
Unnið var við það í morgun í að ná gröfunni upp. Aðsend

Stór skurðgrafa sökk í mýri við Hraunsá skammt frá Stokkseyri í nótt þegar maður tók sig til í óleyfi og fór að losa stíflu í ánni í trássi við Sveitarfélagið Árborg en starfsmenn þess hafa séð um það verk þegar þess hefur þurft.

Grafan náðist upp í morgun og stjórnandi gröfunnar fór á sjúkrahús til skoðunar. Miklar skemmdir eru á landinu í kringum gröfuna. Lögreglan hefur verið á staðnum í morgun til að taka myndir og afla gagna um það sem gerðist. Um óleyfisframkvæmd var að ræða og var gröfumaðurinn handtekinn á staðnum.

Hér sést þar sem grafan sökk niður þar sem pollurinn næst veginum er.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Stóra grafa frá Borgarverki á Selfossi (þessi gula) var fengin til að ná gröfunni sem sökk upp á fastland.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Lögreglumenn að skoða gröfuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×